Alþýðublaðið - 16.05.1968, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 16.05.1968, Blaðsíða 11
Framhaldssaga eftir JÖNSÐÖTTUR Teikningar eftir RAGNAR LAR. ÁSTÆÐURNAR FYRIR MORÐI: Bjössi álítur að spákon- an, sem nú er- látin, hafi spillt hjónabandi sínu. TÍMATAKMÖRK : Gæti auðveldlega hafa komið aftur og myrt Magda- lenu meðan hann kveðst ekk- ert muna sakir ofurölvunar. SANNANIR : Magdalena hefði aldrei hleypt inn manni, sem hún þekkti ekki, eftir að hún var háttuð. Bjössi er eini maður- inn í húsinu, sem sannað er að hafi komið í heimsókn, rifizt við Magdalenu og það Sem meira er, sá’ eini af þeim, sem við vitum, að hún hafi þkkkt, aem reykir VIKING sígarettur. BELTIog BELTAHLUTIR á BELTAVÉLAR BERCO Keðjur Spyrnur Framhjól Botnrúllur Topprúllur Drifhjól Boltar og Rær jafnan fyrirliggjandi BERCO er úrvals gæðavara ó hagstæðu verði EINKAUMBOÐ ALMENNA VERZLUNARFÉLAGIÐ f SKIPHOLT 15 —SfMI 10199 (Allar athugasemdir innan sviga, eru mínar). Frlðrikka bilaði alveg í kvöld, skömmu eftir að Gvend- ur fór aftur í vinnuna. Hún segist ætla að drepa sig og að lífið sé sér einskis virði eftir að hún missti hann Bjössa. Ég er fegín því, að Dísa, konan hans Ófeigs á annarri hæð, tók að sér að passa hana Frið- rikku. Ófeigur hringdi í mömmu hennar Friðrikku og bað hana um að koma hingað. Mér finnst að þau hafi bæði reynzt Friðrikku reglulega vel. Ég vorkenni henni hræðilega mikið, en samt vorkenni ég börnunum meira. Þau geta ekki fariö í skólann, því að það er bæði í útvarpinu og sjónvarpinu, að pabbi þeirra sé morðingi. Ég bauðst til að taka þau til mín á meðan. Ég gætí ekki heldur borið noina ábyrgð á henni Friðrikku.- Hún segist ætla að drepa sig og ekki gæti ég aftrað henni frá því. Hún segir, að lífið sé sér cinskis virði án hans Bjössa. Bjössi er bifvélavirki og hann starfar sjálfstætt í bíl- skúr. Hann hefur meira en nóg að gera og gæti fengið enn meira að gera, því að hann er sanngjarn í kröfum um laun og það eru ekki alltof margir bifvéiavirkjar. En hann drekkur svo skelfi- lega mikið, að hún Friðrikka fær rétt nóg til að gefa börn- unum að borða og klæða þau. Það er ekki heldur svo lítið að klæða alla þessa krakka og það þótt tvö séu dáin. Fyrst var hann Gunnsj litli, sem fékk heilabólgu eða eitt- hvað svoleiðis og svo var það litla barnið, sem dó rétt eftir að það var skírt og það S spit- alanum. Nei, það er mikil mæða, sem á hana Friðrikku hefur verið lögð — og ég skil vel, að hún er alveg búin að gefast upp. En krakkamir fá að borða og það skiptir þau ekki svo miklu þó að húsgögnin séu fá. Þau eru alltaf hrein. Ég held að það, sem þau vildu helzt eignast væri sjónvarp. Já, mér finnst þetta hræði- legt fyrir börnin hennar Frið- rikku og hans Bjössa og því bauðst ég til að taka öll börnin að mér, ef Friðrikka vildi að- eins leyfa Dísu og Ófeigi að hugsa um sig. Hann Óféigur hefur verið al veg einstakur maður og hjálp að henni Friðrikku mikið. Hann keypti til dæmis allt í matinn og gaf börnunum öllum gjafir strax og hann vissi, að Bjössi hafði verið handtekinn. Það hefðu ekki margir gert þetta í hans sporum. Ég skil ekki, hvernig stendur á því, að ég kann svona illa við hann. Eins og hann er almennileg- ,ur. En Dísu leiðast börn. Ég hef ánægju af þeim. Eg gæti hins vegar aldrei hugsað um tauga veiklaða og móðursjúka konu eins og Friðrikka er nú. Mig langar til að eignast börn, en Dísa vill ekki eiga þau. Og þess vegna tók ég krakkana til mín, þegar Ófeigur sagði, að mðrikka þyrfti að komast á sjúkrahús. Óíeigur var hins vegar góð- ur við krakkana, Hann gaf Sigga nýjar stælbuxur og Möggu litlu hreina úlpu. Frið- rikka átti nefnilega þvottahús ið núna og hún á ekki meira en rétt til skiptanna á bömin. Hann keypti líka tvo pakka af þurrbleyjum á litla bamið, svo ég þarf ekkert að þvo af því og svo kom hann með barna mat í dósum. Heilan kassa. Samt get ég ekki að því gert, að ég kann ekki vel við hann Ófeig, en það er vitanlega vit leysa úr mér. Eg sé það enn betur núna, hvað það er rangt að láta sér líka illa við fólk. Að vísu er Ófeigur heldur þurr á manninn, en hann hefur reynzt Friðrikku og börnunum hennar afskaplega vel í dag. Ég sé það á öllu eins og ég lief séð það áður, að hún Frið rikka er einstaklega myndar- leg. Henni finnst að vísu gam- an að drekka kaffi og kjafta pínulítið, en hún talar ekki illa um fólk eins og svo margir hérna í húsinu, þó að ég hirði ekki um að nefna nein nöfn. Ég vil alls ekki að þeir sem eiga heima í húsinu taki þessi orð mín til sín, ef ég gætj ein hvern tímann gert úr þessu bók og gefið hana út. Friðrikka á fjögur börn nú- na. Siggi er elztur, svo eru tvær stelpur og pínulítill angi, sem ekki heitir neitt og er yngst- ur . Ekkert barnanna vill fara út nema sá litli, sem skilur það ekki enn, að það var sagt nafn ið hans pabba þeirra í útvarp- inu og birt mynd af honum ó- rökuðum í sjónvarpinu og ságt að hann hefði drepið Magda- lenu og væri þar með morð- ingi. Hinir krakkarnir stríða þeim. Eða þau gætu gert það. Börn eru bæði tillitslaus og forvitin. Kannski það sé ekki beint grimmd, sem fær þau til að ráðast alltaf á þann sem ligg ur vel við höggi. Kannski er það bara for- vitni. Ég man alltaf eftir stelpunni, sem var með mér í skóla. Hún var tökubarn og allir vissu það og mér var uppálagt að minn- ast ekki á' það. Ég gat samt ekki stillt mig um að tala um það og ég er sannfærð um að það var aðeins af forvitni. Því þegar hún játaði fyrir mér eftir að ég hafði talað um framhjáhaldsbörn og tökubörn 9 í lengri tíma, að hún væri tökubarn, sagði hún: — Og viltu nú ekki vera með mér lengur, þegar þú veizt, hvernig ég er. . Þá verkjaði mig í hjarta- stað og ég reyndi að vera eins UTIHURÐIR TRÉSMIÐJA Þ. SKOLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 HOLLENZK GÆÐAVARA IIRA PLÖTUSPILARAR SHGULBANDSTÆKI ^/ux££a^(A&£a^ A / RAFTÆKJADEILD — HAFNARSTRÆTÍ 23 SlMI 18395 16. maí 1968 AIÞÝÐUBLAÐIÐ 1|,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.