Alþýðublaðið - 18.05.1968, Síða 3
ingulreið
í París
MIKIL ríngulreið ríkir í París og öðrum borguin Frakklands vegna
stúdentaóeirð'anna, sem hófust í síð'ustu viku. Fóru stúdentar í
gær í samúððargöngu frá latínuhverfinu í París til Renault verk-
smiðjanna í útborg Parísar til að lýsa stuðningi við verkfallsmenn,
sem hafa verksmiðjurnar á sínu valdi. Víða um landlð hafa verk-
fallfemenn verksmiðjur á sínu vaidi. Pompidou forsaetisráðherra,
sem fer með forsetavöld í Frakklandi meðan De Gaulle er í opin-
berri heimsókn í Rúmeníu, hefur lýst því yfir, að gripið yrði
til gagngerðra ráðstafana linni ekki óeirðum stúdenta og verkfalls-
manna. Vegna hins alvarlega ástands hefur ríkisstjórnin sent
sérstaka sve’it lögreglunnar til Parísar og skipað varaliði hersins
að vera við öllu búið.
Aðalástæðan fyrir óeirðum
stúdenta er óánægja vegna á-
standsins í háskólakerfi lands-
ins. Hafa of fáir prófessorar ver-
ið við háskólana og þrengsli
gífurleg, hefur t.a.m. þurft að
vísa 20% frá vegna rúmleysis
árlega.
Hafa verið háðir blóðugir götu
bardagar milli lögreglu og stúd-
enta síðan óeirðirnar hófust í
síðustu viku, er stúdentar tóku
á sitt vald háskólabyggingar
Borbonneháskóla og Theatre de
France.
Þrátt fyrir ákafa samúðar-
ráðstafanir stúdenta hafa for-
Framhald á 10. síðu.
MtðSföðSfltetíttöwöBritoÆiisaó L
ÍÍÍSuBtiSfSÍÍÍiÍÍiinia
arnaskemmtun
í Háskólabíói
í dag kl. 3 fer fram fjölbreytt
barna- og unglingaskemmtun
í Háskólabíói á vegum
Lionsklúbbsins Þór. Á skemmt
uninni koma fram m.a. Skóla
hljómsveit Kópavogs, sem í
eru 50 bórn. Þá sýna ungir
nemendur í dansskóla Hre-
manns Ragnars dansa. Síðan
verður kvikmyndasýning. Roof
Tops leika nokkur Iög og Óm-
arar Ragnarsson kemur fram
í lokin til að koma fólki í enn
betra skap. Stjórnandi og
kynnir verður Hinrik Bjarna-
son.
Aðgöngumiðar verða númer
aðir og verða dregnir út 50
vinningar.
Allur ágóði rennur til fram
kvæmda að barnaheimilinu
að Tjaldanesi, en myndin hér
að ofan er frá þeim stað.
Almennur fundur um skóla-
mál haldinn í Lídó í dag
Erlendur Einarsson flytur skýrslu.
ÍSLENZK SKÓLAMÁL hafa
mikið verið til umræðu að und-
anförnu. Laugardaginn 19. maí
naestk. heldur félagið Kennslu-
tækni almennan fund í Lidó og
verður efni fundarins: „Hverju
þarf að breyta í íslenzkum
skólamálum.” Hefst fundurinn
kl. 14,30.
Frummælendur á fundinum
verða Helgi Elíasson, fræðslu-
málastjóri og Árni Grétar Finns
son, lögfræðingur, en Árni er
formaður fræðsluráðs Hafnar-
fjarðar.
Til fundarins hefur verið boð-
HeiBdariðgjaldatekjur
Sam vinnutryggi nga
námu 219,1 milljón kr/67
Heildariðgjaldatekjur Samvinnutrygginga námu á árinu 1967 kr.
219,1 millj. króna og höfðu auki/t um kr. 12,6 m’illj. eða 6,10% frá
árinu 1966. Er um að ræða aukningu iðgjalda í öllum greinuitl
nema ökutækjatryggingum, sem stafar aðallega af breytingu þeirri,
sem gerð var á bónuskerfi ábyrgðartrygg’inga bifreiða vorið 966.
Heildartjón Samvinnutrygg-
inga námu á árinu 1967 kr. 178.8
millj. og höfðu þau lækkað um
kr. 30.5 millj. frá árinu 1966,
en það ár var mesta tjónaár í
sögu félagsins. Tjónaprósentan
1967 varð 81.59% á mót.i 101.-
30% árið 1966.
Reksturskostnaður Samvinnu-
trygginga jókst nokkuð á árinu
1967 og varð kostnaðarprósentan
14.71% af iðgjöldunum á móti
14.68% árið 1966. Nettóhagnað-
ur af rekstri Samvinnutrygginga
árið 1967 nam kr. 548.057,00,
eftir að endurgreiddur hafði ver-
ið tekjuafgangur til tryggingár-
takanna að fjárhæð kr. 1.950,000,-
00. Nema þá slíkar endurgreiðsl-
ur tekjuafgangs frá upphafi kr.
64.7 millj. Bónusgreiðslur til bif-
reiðaeigenda fyiúr tjónlausar
tryggingar námu kr. 28.6 millj.
á árinu 1967.
Eigin tryggingasjóðir Sam-
vinnutrygginga að viðbættum
varasjóði námu í árslok 1967 kr.
236.9 millj. og höfðu aukizt um
kr. 22.1 millj. á árinu.
★ LÍFTRYGGINGAR.
Sala verðtryggðu líftrvgging-
arinnar, sem Líftryggingafélagið
Andvaka tók upp síðari hluta
ársins 1966, gekk allvel á árinu
ið nokkrum gestum, en þeir eru:
Gylfi Þ. Gíslason, menntamála-
ráðherra, Broddi Jóhannesson,
skólastjóri Kennaraskólans, Jó-
hann Hannesson, rektor Mennta-
skólas að Laugarvatni, Jónas B.
Jónsson, fræðslustjóri, Kristján
J. Gunnarsson, skólastjóri, form.
bókaútgáfunefndar Ríkisútgáfu
námsbóka, Matthías Jónasson,
prófessor, Sigurður A. Magnús-
son, ritstjóri og Þórarinn Þór-
arinsson, fyrrverandj skólastjóri.
Gestir fundarins hafa lofað
að svara fyrirspurnum fundar-
manna ásamt frummælendum og
bera fundarmenn upp spurning-
ar sínar með aðstoð hátalara-
kerfis, sem komið verður fyrir
í salnum. Er sá háttur hafður
á til að spara tíma og gefa sem
flestum kost á að spyrja og tjá
sig.
Margir hafa sýnt áliuga á fund
inum og er vitað um hópa utan
af landsbyggðinni sem koma til
fundarins.
„Félagið Kennslutækni'’, sem
stendur fyrir fundinum hefur
á starfsferli sínum gengizt fyr-
ir námskeiðum og sýningum
varðandi kennslutækni.
1967, og liefur þetta frumkvæði
félagsins endurvakið áhuga al-
mennings fyrir gildi líftr.vgginga
hér á landi þrátt fyrir vaxandi
verðbólgu.
Heildargjaldatekjur Líftrygg-
ingafélagsins Andvöku námu á
árinu 1967 kr. 3,6 millj. og höfðu
aukizt um kr. 1,0 millj á árinu.
Tryggingarstofn nýrra íiftrygg-
inga nam samtals kr. 249.0 millj.
á árinu 1967, og var trygginga-
stofninn í árslokin samtals kr.
391.8 millj. Tryggingasjóður fé-
lagsins nam kr. 30,9 millj. og
bónussjóður kr. 3,5 millj. í árs-
lok 1967. i
vík og Ragnar Guðleif.sson kenn-
ari, Keflavík.
Framkvæmdastjóri félaganna
er Ásgeir Magnússon, lögfræð-
ingur.
í stjórn félaganna var endur-
kjörinn Ragnar Guðleifsson, en
í stað ísleifs heitins Högnasonar
var kjörinn Ingólfur Ólafsson
kaupfélagsstjóri í Reykjavík.
Stjórn félaganna skipa: Er-
lendur Einarsson, forstjón Rvík,
form., Ingólfur Ólafsson kaupfé-
lagsstj., Rvík, Jakob Frímanns-
son, kaupfélagsstj., Ak., Karvel
Ögmundsson, frkvstj., Ytri-Njarð
Ásgeir Magnússon.
— ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3
18- maí 1968