Alþýðublaðið - 18.05.1968, Blaðsíða 4
/
so
HEYRT^
SÉD
Breyttir hættir hjá Grikkjakonungi
Hefur nú 2 þjóna
í stað 150 áður
Konstantín Gril<kjakonungur lifir kyrrlátu lífi um
þessar mundir. Hann býr í fjögurra herbergja okk-
urrauðu einbýlishúsi í um það bil 15 mílna fjarlægð
frá sjálfri Róm, ásamt konu sinni og tveimur börn-
um þeirra. Til þjónustu verða konungshjónin að láta
sér nægja að hafa tvo þjóna og tvo verzlunarfull-
trúa.
Um helgar neyðist íjölskyldan
til að borða á veitingahúsum í
nágrennj við heimili sitt, þar
sem þjónustuliðið tekur sér frí
um helgar. — Skammt frá bú-
stað konungs búa móðir hans
Vinsæl dönsk
kvikmynd
og systir, þær Friðrikka og
Irene.
Eins og kunnugt er, þá getur
gríska konungsfjölskyldan snúið
heim hvenær sem er, ef hún
fellst á skilyrði herforingja-
stjórnarinnar um framtíð kon-
ungsdæmis í Grikklandi. Ef að
því yrði, að konungurinn flytti
heim, myndi hann njóía þjón-
ustu 150 þjóna eins og áður.
Hins vegar er konurtgsfjöl-
skyldunni fullljóst, að ef hún
liéldi heim aftur til Grikklands
nú, myndi valdsvið heimar breyt-
ast mjög og aðeins verða tákn-
ræns eðlis, svipað valdi kon-
unganna á Norðurlöndum.
□ □ „Stúlkan og Nýhafn-
argangsterinn” heitir nýleg
dönsk mynd sem hefur hlotið
góðar viðtökur í Danmörku. Að
sjálfsögðu er Dirch Passer aðal-
leikandinn og hin snotra Vivi
Bak, sem er þekkt fyrir leik í
djörfum myndum. Vivi fær í
þessari mynd að klæðast sóma-
samlega, enda er hún höfðingja-
dóttir, sem erfir ,krá í Nýhöfn-
inni. Henni íinnst að sjálfsögðu
óttalegt íil að hugsa að eiga krá
á svo ófínum stað, en þegar hún
kynnist fólkinu í þessu fræga
hverfi verður liún hrifin af al-
þýðlegu viðmóti þess. Hún finn-
ur að orðrómurinn um hina
svörtu sauði Nýhafnarinnar á
yfirleitt ekki við rök að styðj-
ast. Og nú kemur Dirch Passer
Framhald á bls.10.
4 18. maí 1968
□ □ Den Jaime de Mora
y Aragón er maður nefndur. —
Hann hefur unnið sér það tii
frægðar, að vera svarti sauður-
inn innan belgísku konungsfjöl-
skyldunnar. Don Jaime de Mora
y Aragón er nefnilega bróðir
liinnar spönskættuðu drottning-
ar Belga. Hefur hann komið
hinni virðulegu konungsfjöl-
skyldu í bobba hvað eftir annað
með uppátækjum sinum. Nýlega
hélt hann all sérstæða tízkusýn-
ingu á bar, sem hann rekur í
Barcelona. Bauð hann þangað
helztu tízkufrömuðum Spánar.
Gestum brá heldur í brúh
þegar hundar, í stað sýningar-
stúlkna, þrömmuðu klæddir bað-
fötum og skreyttir djásnum um
gólf. Fabíóla, Belgadrottning
brást hin versta við, er hún frétti
um betta athæfi bróður síns, og
sagði að slíkt myndi ekki þolað.
Don Jaime de Mora y Ara-
gón var þó ekki á þeim buxun-
um að láta systur sína segja sér,
hvað honum leyfðist og • hvað
ekki. Til þess að gera systur
sinni enn meira gramt í geðl,
lét hann hengja mynd af sér
nöktum í baðherberginu á barn-
um sínum og lét að lokum taka
mynd af sér við hlið myndar-
innar.
Hermenn stjórna vændi
Fimm amerískir hermenn hafa undanfarna mánuði gert tilraun
til að stjórna flokki vændiskvenna í Kaupmannahöfn, að sögn
dagblaðsins Aktuelt. Ameríkanarnir hafa komizt yiír nokkrar götu
drósir sem þeir „vernda“ og taka síðan „afnotagja!d“ af.
Glæpalögreglan og siðgæðis-
lögreglan hafa vitað um þetta at-
hæfi í nokkurn tíma. Einn her-
mannanna, Aron Davis, 25 ára
gamall, hefur verið handtekinn
Laugardaginn 25. maí verður
nemendasýning hjá Listdans-
skóla Þjóðleikhússins og verður
hún á leiksviðinu. Um 110 nem-
endur skólans taka þátt í sýn-
ingunni. Fay Werner hefur verið
ballettmeistari skólans í fjögur
ár og henni til aðstoðar við
kennsluna er Ingibjörg Björns-
dóttir bailettkennari. Á sýning-
unni verða ýmsir barnadansar
og auk þess verður sýnt, þegar
nemendur æfa sig við slá'. í heild
fyrir þessa starfsemi. Það er
mjög erfitt fyrir lögregluna að
útvega vitni. Vændiskonurnar
eru tregar til að segja frá, vegna
hræðslu um mótaðgerðir. Flest-
má segja að sýningarskráin sé
mjög fjölbreytt. Nemendur hafa
yfirleitt verið í skólanum frá
tveimur upp í 6—7 vetur. Flestir
nemendur eru telpur, en þó eru
þar einnig nokkrir drengir. Ekki
er að efa, að fróðlegt verður
að sjá hina ungu ballett nemend-
ur og rétt er að geta þess að sýn-
ingin verður ekki endurtekin.
Myndin er af Fay Werner ball-
ettmeistara.
ir ameríkananna eru vopnaðir,
segir Aktuelt.
Vitanlega eru deyfilyfin með I
spilinu. Það er talið fullvíst, að
hermennirnir gefa eða selja
drósunum eiturlyf, sem þeir ,kom
ast yfir í Þýzkalandi eða kaupa
af útlendingum í Kaupmanna-
höfn.
Vændiskonurnar sem hér um
ræðir, starfa á' nokkrum beztu
samkomustöðum borgarinnar,
segir Aktuelt að lokum.
110 nemendur á
listdanssýningu
ALÞÝÐUBLAÐIÐ