Alþýðublaðið - 18.05.1968, Síða 6
HÆTTUR í H-UMFERÐ
Yarhugavert atriði í hægri
umferð.
í síðasta þætti var skýrt ffá
nokkrum varhugaverðum at-
riðum sem sænskir vísinda-
menn benda á, að einkum geti
valdið nokkrum erfiðleikum,
fyrst eftir að hægri umferð hef
tir verið tekin upp. í þessum
'f ætti verður haldið áfram að
skýra frá þessum atriðum, og
hér tekin fyrir þrjú atriði,
akstur á hringtorgum, akstur
á mjóum vegum og akstur
frá vegabrún.
Iteljið réttar akreinar á
hringtorgum.
Það eru einkum tvö atriði í
akstri á hringtorgum, sem
koma ökumönnum til að bregð
í.st við samkvæmt umferðar-
venjum. í fyrsta lagi er það
hin mikla umferð, sem oftast
er á hringtorgum, sem veldur
því, að ekki þarf mikið að
bregða út af í akstrinum til
að ökumaðurinn missi stjóm-
ina á umferðarstöðunni, og þá
vill hann oft viðhafa vinstri
umferðarviðbrögð.
Hitt atriðið er það, að stund
um kemur fyrir í hringakstri
að ekið er fram úr öðru öku
tæki hægra megin við það,
sem getur minnt ökumenn á
vinstri umferð. Það aftur á
móti getur freistað ökumanna
til að bregðast við samkvæmt
vinstri umferðarvenjum, eink
um komi eitthvað óvænt fyrir
í akstrinum.
Aðalboðorðið í akstri á hring
torgi er að velja akrein á
torginu með tilliti til fyrirhug
aðrar akstursstefnu. Sjá mynd.
15, en allar örvar á þeirri
mynd sýna hvernig ekki á að
aka á hringtorgum í h-umferð
þar sem akstur á hringtorgum
í öfuga stefnu miðað við akst
ursstefnu í vinstri umferð.
Mæting á mjóum vegf.
Við akstur á mjóum vegum
freistast ökumenn til að aka
inn að vegarmiðju og halda
ökutækinu þar, einkum ef um
ferðin á veginum er það lítil
að það reynist unnt. Sé öku-
tækið komið inn á vegarmiðju
leiðir það oft til þess, að öku
maðurinn hneigist til að aka
yfir á vinstri vegarbrún.
Ammað er það í akstri á
mjóum fáförnum vegum, sem
getur orsakað það, að öku-
menn bregðist við samkvæmt
vinstri umferðarvenjum. Hafi
ökumaður ekið bifreið sinni
langtímum saman á mjóum
vegi, án þess að mæta öðru
ökutæki, freistast hann til að
bregðast við samkvæmt vinstri
umferðarvenjum, mæti hann
ökutæki skyndilega.
í þessu sambandi má geta
þess, að um 1400 áminningar-
merkjum verður komið upp
fram með þjóðvegum landsins
og eiga merkin að vera stöð-
ug áminning til ökuinanna um
að hægri umferð sé í gildi.
UMFERÐARNEFND
REYKJAViKUR
LDGREGLAN í
REYKJAViK
Athugið myndir 20 hér að of
an, en á þeim báðum merkja
svörtu örvarnar ranga aksturs
háttu.
Akstur frá vegarbrún.
Sé ekið frá vegarbrún, eða
frá ýmis konar þjónustustöðv
um, svo sem benzínafgreiðsl-
um, söluturnum og fleiri sem
staðsett er á vegarbrún, getur
það oft leitt til þess að öku
mennirnir leiðist yfir á vinstri
vegarhelming. Einkum getur
þetta átt sér stað, sé ekið
af stað af vinstri vegarbrún,
eða séu þjónustustöðvarnar
Staðsettar vinstra megin veg
arins miðað við akstursstefnu
ökutækisins. Athugið m.vnd 19,
en á henni sýnir svarta örin
ranga akstursstefnu.
LÖGREGLUSAGA
HUSGAGNASYNING
í UNDIRBÚNINGI
Kl. rúmlega eitt aðfaranótt
mánud, handtók lögreglan
15 ára gamlan pilt við hegn-
ingarhúsið á Skólavörðustíg-
Þegar lögreglan kom að hon-
um, var hann uppi á þaki tukt
hússins. í fangelsisgarðinum
lágu tvö ný járnsagarblöð og
auk þess risastór skrúflykill,
en talið er, að þetta ,,góss“
hafi tilheyrt piltinum. Ekki
vildi piltur þó viðurkenna, að
verkfærin væru komin í fang
elsisgarðinn fyrir hans til-
stilli. Talið er, að pilturinn
hafi ætlað að koma verkfær-
unum inn í hegningarhúsið til
bróður síns, sem var þar í
gæzluvarðhaldi. Fréttamaður
hitti piltinn við yfirheyrslu á
mánud. og spurði hann, hvað
hann hafi verið að gera þarna
uppi á þaki tugthússins. Svar-
aði hann því til: ,,Auðvitað til
þess að tala við guttana“.
Svo virðist sem þetta ævin-
týri unga piltsiiis eigi sér nokk
urn aðdraganda. Pilturinn
hafði komið við sögu lögregl-
unnar aðeins tvimur sólar-
hringum áður. Var hann við-
riðinn rán í Þórskaffi á fimmtu
dagskvöld. Fékk hann að fara
heim eftir að lögreglan hafði
fundið hina seku á föstudags
kvöld, en pilturinn átti þá að
fara í dönskupróf daginn eftir.
Nokkrir strákar rændu ut-
anbæjarmann í Þórskaffi á
fimmtudagskvöld, en þar var
maðurinn að skemmta sér.
Var hann með um 8000 krón-
Ur á sér í peningum og auk
þess 10.000 krónur ávísun. Öll
um þessum peningum rændu
piltarnir. Á föstudagskvöld —
eða sólarhring síðar — hafði
lögreglan upp á pörupiltun-
um. Höfðu þeir þá eytt
nær öllum peningunum í
áfengi og leigubíla. Piltur-
inn, sem fyrst greinir frá og
handtekinn var við tugthús-
ið við viðriðinn ránið,
en eins og áður segir var
honum sleppt í bili, þar
sem hann kvaðst verða að fara
í dönskupróf daginn eftir.
Næst hittir lögreglan hann
siðan uppi á þaki hegningar-
hússins, þar- sem hann var að
reyna að ná sambandi við bróð
ur sinn og aðra félaaa og
smygla til þeirra tækjum,
þannig að þeir gætu komizt
út í frelsið. Pilturinn var flutt
ur á upptökuheimilið í Kópa-
vogi til geýmslu. Hann var síð
an yfirheyrður af rannsóknar
lögreglunni á mánudag. Vildi
hann ekki gefa nein skýr svör
við spuringum lögreglunnar.
Kvaðst hann ekki hafa verið
Framhald á 10. síðu.
Aðalfundur Félags húsgagna-
arkitekta var nýlega haldinn hér
í Reykjavík. Á fundinum kom
meðal annars fram, að samstarf
er nú hafið við alþjóðasam-
tök húsgagnaarkitekta, I.F.I.,
sem stofnað var í Sviss árið
1960, en F.H.A. gerðist meðlim
ur samtakanna á s.l. ári.
í undirbúningi er húsagnasýn
ing á vegum félagsins, sem verð
ur þriðja sýningin sem F.H.A.
gengst fyrir. Stefnt er að því,
að sýningin verði opnuð seinni
hluta ágústmánaðar, um sama
tíma og Norræni byggingardag
urinn mun standa yfir hér í
Reykjavík.
Rætt var um þróun þjóðfél-
agsmála og um vaxandi þátt
iðnaðarins fyrir þjóðarheildina.
Kom fram hversu stóran þátt
Síðastliðinn fimmtudag 16.
maí komu saman í húsnæði
byggingámanna að Skipholti 70,
hér í borg, 26 málarameistarar
til að stofna með sér verktaka-
félag. Hlaut félagið nafnið Mál-
araverktakar s.f. og er tilgangur
þess að annast hvers konar máln-
ingarvinnu á stórum og smærri
verkefnum og efnissölu í því sam-
bandi.
Er félagið þó einkum stofnað
í því augnamiði, að auðvelda mál
arameisturum að taka að sér stór
verk, sem krefjast mikils vinnu-
starfsbræður okkar erlendis og
stéttin í heild, hefur með hönd
um varðandi formsköpun iðn
aðarvara, sem hefur gert iðn-
aðarframleiðslu skandinavisku
landanna að eftirsóttri útflutn
ingsvöru. Má benda á vaxandi
nauðsyn góðrar formsköpunar í
harðnandi samkeppni meðal iðn
aðarþjóða.
Félagar í F.H.A. er nú 22.
Megin verkefni félagsins er
að teikna ,og skipuleggja inn-
anhúss, svo sem 'einkaíbúðir,
skrifstofur, verzlanir, banka,
skóla, hótel o.fl. Stjórn félags
ins var öll endurkosin, en hana
skipa Gunnar Magnússon for-
rnaður, Helgi Hallgrímsson ritari
og Hjalti Geir Kristjánsson
gjaldkeri.
afls og þurfa að vinnast á skömm
um tíma. Hyggst félagið taka að
sér verkefni livar sem er á land-
inu.
í stjórn Málaraverktaka s.f.
voru kjörnir: Svan Magnússon
formaður, Páll Guðmundsson
gjaldkeri og Vilhjálmur Ingólfs-
son rítari. í varastjórn voru kosn
ir: Anton Bjarnason, Sighvatur
Bjarnason og Guðmundur B.
Guðmundsson. Endurskoðendur
Emil Sigurjónsson og Hákon í.
Jónsson.
Enn hefur ekki verið vítjað stærsta vinningsins í happdrætti
Lio ísklúbbs Kópavogs, sem dregið var í 6. apríl s.l., en hann
kom á miða númer 2231.
I ér á mymlinni sést Stefán Helgason formaður byggingar-
nef idar barnaheimilisins afhenda frú Ragnheiði Magnúsdóttur
Dig ranesvegi 38 v'inning sinn, sem var frystikista frá Dráttarvél-
mn í Hafnarstræti.
MÁLARAVERKTAKAR
0 18- maí 1968 —
ALÞÝÐUBLAÐIÐ