Alþýðublaðið - 18.05.1968, Síða 10

Alþýðublaðið - 18.05.1968, Síða 10
LÖG UM LÁNTÖKU FYRIR FRAMKVÆMDARÁÆTLUN 1968 Tónlist Framhald 2.. síffu. leikið á selló í 58 ár og alltaf er eitthvað sem vekur undrun mína og er mér ævintýri, þegar ég sit við hljóðfærið. Stradivari bjó það til fyrir 250 árum, en það er alltaf ungt. Það heldur sér aðdáanlega og það hljómar unaðslega. Um nútímatónlist: Það er mikið samið af tónlist nú á tímum, en flest af því virð- ist gert fyrir rafmagnstæki og eldhúsáhöld. „Nóturnar" virðast eins og teikningar verkfræðinga og manni finnst það fremur á færi kjarnfræðinga en tónlistar- armanna að flytja hana. Þó hika ég við að útskúfa henni. Beet- hoven og Mozart heyrðu aldrei þau hljóð, sem við eigum að venjast í dag — símahringingar eða þotuhávaða. Hefðu þeir þekkt þau, gætum við ekki svar ið fyrir, að þeir hefðu notað þau í tónverk sín. Sama er að segja um hina nýju myndlist. Da Vinci sá aldrei New York að nóttu til. Rembrandt hafði ekki útsýni geimfaranna. Ég hefði satt að segja ekkert á móti því að starfa með þessum 'mönnum, en þeir eru svo hræðilega einangraðir með sína brjálæðislegu tónverk. Þeir ættu að hafa meira sam- starf við hljóðfæraleikara þá gætu þeir öðlazt innsýn í þau hljóðfæri, sem til eru í dag í staðinn fyrir að vera alltaf að reyna að búa til ný. Ég held að það væri mjög gaman að taka þátt í þessari nýju hreyfingu og gera hana heilhrigðari. Um stofutóhlist: Fólk segir alltaf, að stofutón- list sé fyrir þá sem séu orðnir gamlir og þá sem spili svolítið sjálfir í hægu tempói og aUir sofni af því að hlusta á. Þeir ein ir hljóðfæraleikarar leggi sig nið ur við að leika hana, sem ekki eru nógu góðir einleikarar. Nafnið er vitanlega dregið af því að liún er flutt í stofum en ekki á markaðstorginu. Ef píanó leikari leikur sónötu eftir Chop in spilar hann einn og enginn kallar það stofutónlist. Er þetta ekki furðulegt? Um gagnrýni og tónlejka. Fyrst þegar ég kom til Banda ríkjanna fyrir næstum fjörutíu árum, lék ég í mörgum borgum þar sem selló var allsóþekkt hljóðfæri. Umboðsmaður minn hélt að ég væri eitthvað skrítinn í kollinum, þegar ég varð feginn að fá slæma dóma, en þótti fyr ir því að fá góð ummæli. Ein- hvers staðar var t. d. sagt: „Pia- tigorsky lék stórkostlega, en verk ið var heldur bragðdauft og selló er ails ekki einleik.shljóð- færi.“ Ef gagnrýnandanum fannst hljóðfærið og verkið greiniiega slæmt, þá hafðj ég vissulega leikið ilia. En ef um- mæiin voru á þá leið, að mikið þótti til verksins koma og selló- ið taiið hijóma yndlslega, en Piatigorskv hefðí fekizt heldur iJla iinn, bá vissi ég.að mér hatði auðnazt að leika verkið fagur- lega. £Q 18- maí 1968 — Ég dróg mig í hlé og ákvað að láta mér nægja að standa í skugga verkanna. Hljóðfæraleik arinn, sem túlkandi, leitast sí- fellt við að flytja tónverk eins góð og þau eru í raun og veru. Á þann hátt getur hann lifað fyrir annað og meira en hann er sjálfur. G.P. fVSctmæli Framhald af bls. 2. „MENN“, sem nota orðaval íslenzkrar tungu til þess að telja íslendingum trú um að laun- morðinginn Che Guevara hafi verið frelsishetja, tala um þjóðar morð í Viet-nam, af því að þar eru Bandaríkjamenn þátttakend ur í átökum, en gleyma Biafra mönnum í Nigeriu, sem nánast hefur verið gjöreytt, en til þess þjóðarmorðs voru og eru notuð rússnesk vopn. ,,MENN“, sem teija að þjóðar voði stafi af veru 2-3000 Banda- ríkjamanna suður í Keflavík, en nauðsynlegt og sjálfsagt að kæfa tilraun til aukins frelsis í Ung- verjalandi í blóði fólksins sjálfs með vopnum og herliði „vin- veitts stórveldis.“ Því er hér mótmælt, að sál- fræðingur skuli ekki fyrir löngu hafa verið ráðinn, til endurbóta á þeim sálarfiækjum, er fram koma í skrifum Þjóðviljans, ís- lenzkri alþýðu til tjóns og van sæmdar. T.N. París Framhald af 3. síðu ystumenn franskra verkalýðsfé- laga vísað á bug stuðningi stúd- enta og segjast sjálfir vilja út- kljá mál sín. Alls eru um 100 þús. verka- menn í verkfalli, þar af 40 þús. við Renaultverksmiðjurnar. Um sjö þús. verkamenn við vefn- aðarverksmiðju nálægt Lyon hafa einnig tekið á sitt vald skipasmíðastöðvar og verkstæði franska flotans í Le Havre og læst forstjóra minni verksmiðja í Bordeaux, Bwyonne, Caudebec les Elbeuf og Orleans inni á skrifstofum sínum. Samband franskra sjónvarpsframleiðenda og sjónvarpsstjórnenda hófu verkfall í gær. Þá hafa starfs- menn útvarps- og sjónvarps- stöðva ríkisins í hyggju að hefja verkfall. Franska ríkisstjórnin sendj í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þess efnis, að hún myndi beita öllum tiltækum ráðum til þess, að halda uppi röð og reglu, gerð- ist þe&s þörf. Hefur varaliði hers ins verið skipað að vera við öllu búið og sérstök iögreglusveit íil taks. Lögreglumenn voru stað- settir á öllum brúm Signu í gærkvöldi til að hindra stúd- enta í að komast að opinberum byggingum á hægri bökkum Signu, en þar eru m. a. útvarps- stöðin, sjónvarpssíöðin og bygg- ingar flugfélagsins Air Fi’ance. sem rekið er af ríkinu, en starfs- menn flugfélagsins lögðu bygg- ingar þess undir sig í gær, er þeir hófu verkfall. Talsmaður de Gaulle forseta vísaði á bug öllum getgátum um að forsetinn hygðist stytta op- inbera heimsókn sina í Rúmen- íu vegna ástandsins heima fyr- ir og lýkur heimsókn hans á morgun eins og upphaflega var áætlað. Dönsk kvikmynd Framhald ai 4. slöu. inn í myndina sem fingralangur náungi, en Vivi kemur honum á rétta braut, eins og vera ber í myndúm af þessu tagi. Frétta- ritarar okkar í Danmörku neita að segja til um hvernig myndin endar. Lögreglusaga Frarcbald ; 6. síðu. með nein verkfæri með .sér og tilheyrðu sagarblöðin og skrúf lykillinn honum ekki. Hann vissi ekkert um þá hluti. Hann hafi aðeins ætlað að tala við guttana eins og hann orðaði það. Tvískrokka. . . Framhald af 1. síðu. í skipinu verða tveggja og þriggja manna klefar og þar verður veitingasalur sem getur tekið á móti 200 manns í senn, stór danssalur, leikhús og kvikmyndahús. 'Skipinu er ætlað að verða bæði fljótandi skemmtistaður og orlofsdvalarstaður. Það var fyrir 30 árum að ungur verkfræðingur Mikhail Alferyev, nú prófessor, fór að gæla við hugmyndina um tví skrokka skip. Fyrir nokkrum árum leiddi svo starf hans til smíði fyrsta tvískrokka flutningaskipsins. Ákvörðunin um smíðina var tekin eftir langar deilur við líhaldssama sérfræðinga, sem voru á móti smíði slíks skips. Að lokum sigldi KT-619 um Volgu og hreif alla með mjúkri siglingu sinni, hrein- lega án þess að taka minnstu dýfu. Stórt þilfar skipsins gerði lestun auðvelda og við lestun mátti jafnvel nota dráttarvél- ar. Notkun þessa skips var inn- an skamms hindruð af þeim í- haldssömu og nokkur tími leið áður en ákvörðun var tekin um smíði heils flota þessara skipa til n^kunar á Volgu. Mörg lönd byggja nú slík skip ásamt Sovétmönnum. Trúlofunar- hringar Sendum gegn póstkröfu. Fijót afgreiðsla. Guðm. Þorsteinsson gullsmiður. í aprílmánuði s.l. voru sam- þykkt lög frá Alþingi um heim- ild fyrir ríkisstjórnina til aff taka lán vegna framkvæmdaá- ætlunar fyrir áriff 1968. Er þar gert ráff fyrir innlendu lánl í formi spariskírteina aff fjárhæff samtals 75 milljónir króna. Fjármálaráffherra hefur nú á- kveffiff aff nota þessar heimiid ir meff útgáfu og sölu sparl- skírteina aff fjárhæff 50 millj- ónir króna. Hefst sala skírtein anna n.k. mánudag 20. þ. m. Þetta er í áttunda skiptið, sem ríkissjóður býður út spari skírteinalán. Var hið fyrsta boð ið út í nóvember 1964. Verð ur hér á eftir gerð grein fyrir kjörum og efni þeirra spari- skírteina, sem nú eru til söiu. Það, sem gerir skírteinin sér staklega eftirsóknarverð, er að allega þetta: Þau eru verðtryggð og inn- leysanleg, hvenær sem er eftir rúmlega Iþrjú og hálft ár. Vavtir eru hagstæðir og höf uðstóll tvöfaldast með vöxtum á um 1214 ári og eru iþá verð- bætur ekki meðtaldar. Skírteinin eru skatt- og fram talsfrjáls og bréfastærðir eru hentugar. Verður nú gerð grein fyrir ofangreindum atriðum: 1. Verfftrygging. Þegar skírteinin eru innleyst, endurgreiðist höfuðstóll, vextir og vaxtavextir með fullri vísi'- töluuppbót, sem miðast við hækkun byggingarvísitölu frá út gáfudegi til hlutaðeigandi jnn lausnargjalddaga. Þetta gefur skírteinunum sama öryggi gegn hugsanlegum verðhækkunum og um fasteign værj að ræða. Hins vegar hljóta spariskírteinin í heDpilegri fjárfesting, þar sem mörgum tilfellum að vera miklu þeim fylgir engin fyrirhöfn, og þau eru skatt- og framtalsfrjáls eins og spariféi 2. Innleysanlegf eftir þrjú og hálft ár. Eigandi skírteina getur hve nær sem er, frá og með 25. janúar 1972 fengið skírteini sín innleyst að fullu. Það fé, sem í skirteinin er lagt, verður því aðeir.s bundið til skamms tíma ef eigandi skyldi þurfa á and- virði þeirra að halda. Skír- teinin eru ekki innleyst að hluta. Hins vegar skiptir Seðlabank- inn stærri bréfastærðum í minni bréf, sem getur verið hentugt, þegar þörf er inniausn ar að hluta bréfaeignar. Eigandi getur hiíís vegar haldið bréf- unum allan lánstímann, og not ið þar með fullra vaxta óg verð tryggingar allt tímabilið til 25. janúar 198L 3. Vaxtakjör. Vcxtir og vaxtavextir leggj- ast við höfuðstól skírteina, þar til innlausn fer fram. Tvöfald- ast höfuðstóll þeirra á rúmlega I2V2 ári, 'en það þýðir 6% með alvexti á ári allt lánstímabilið. Ofan á innlausnarfjárhæð skírteinisins, sem er höfuð- stóll, vextir og vaxtarvextir, bætast fullar verðbætur skv. vísitölu byggingarkostnaðar. 4. Skattfrelsi. Spariskírteini njóta alveg sömu fríðinda og sparifé við banka og sparisjóði og eru á sama hátt undanþegin öllum tekju- og eignasköttum og tekju og eignaútsvari, svo og fram- talsskyldu. 5. Bréfastærffir. eru hentugar 1000 og 10 000 krónur. Sérstök gjafaumslög er hægt að fó með skírteinunum í Seðlabankanum. Ástæða er til að benda stjórn endum sjóða og félaga sérstak lega á það, að spariskírteini, ríkissjóðs henta mjög vel til á- vöxtunar á sjóðum. Sala srhriskírteinanna fer fram við banka, sparisjóði, hjá nokkrum verðbréfasölum og í Seðlabankanum, Hafnarstræti 10. Innlausn þeirra á sínum tíma verður hjá Seðlabankanum og hjá bönkum og sparisjóðum. Spariskírteini eru gefin út til handhafa. í því sambandi ber þess að geta, að eigandi, gegn framlagningu kaupnótu og skír teinis, getur fengið það skráð á nafn sitt hjá Seðlabankanum. Einnig er vert að geta þess, að bankar og sparisjóðir taka að sér geymslu bréfa, gegn vægu gjaldi. Sérprentaðir útboðsskilmálar liggja frammi hjá söluaðilum. Utboðsskilmálar verða einnig póstlagðir til þeirra, sem þess óska. S^rstök upplýsingaþjónusta um spariskírteinin verður látin í té í Seðlabankanum fyrst um sinn. Verður lögfræðingur til viðtals í bankahúsinu, Austur- stræti 11, 3. hæð, á afgreiðslu tímum, eða í síma 20500, inn- anhússímar 52 og 53. SERVÍETTU- PRENTUN SfMI 32-101. SVEINN H. VALDBMARSSON hæstaréttarlögmaður. Sölvhólsgata 4 (Sambandsliús, Símar: 23338 — 12343. 3. hæff). ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.