Alþýðublaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 1
VÖNDUÐ HVÍTASUNNU ■ DA6SKRÁ SJÓNVARP OG HLJÓÐ- VARP flytja horf- og lieyrend- um sínum einkar vandaða og íjölbreytta hvítasunnudagskrá1 að þessu sinni. Sjónvarpið á Hvítasunnudag hefst með há- tíðarmessu sr. Jakobs Jónsson- ar, en það er prýðilegur og Vinsæll háttur að hefja slíka daga með sérstökum hátíða- guðsþjónustum. Úr dagskrá kvöldsins má nefna lið um Brynjólfskirkju Sveinssonar í Skálholti í umsjá Harðar Ág- ústssonar, listmálara; „Sumar er í sveitum” söngþátt með hinum ágæta kammerkór Ruth Magnússon, sem áður hefur get ið sér góðan orðstír í sjónvarp- inu; og síðast en ckki sízt fræga, franska kvikmynd frá 1942 um djöfulinn, umboðs- mann hans — og væntanlega mótherja þeirra í lífsbarátt- unni! Á Annan hvítasunnudag er þráðurinn aftur tekinn upp, en þá kemur m. a. fram amer- ísku þjóðlagasöngvararnir „The Christy Minstrels,” sem voru á ferð hér á íslandi á dögunum við mikinn fögnuð. Þá er þátt- ur um fornmenningu Grikkja, samleikur Gísla Magnússonar og Stefáns Edelsteins á tvö pí- anó og loks gamli, góði Harð- jaxl, sem margir telja, að nú hafi endanlega slegið Dýrling- inn út! Þá býður hljóðvarpið upp á marga álitlega dagskrárliði um hvítasunnu, svo sem erindi Vilhjálms Þ. Gíslasonar, fyrrum útvarpsstjóra, um Eggert Ói- afsson að kvöldi Hvítasunnu- dags. Þá verða og merkir kvöld hljómleikar „Missa solemnis” Beethovens flutt af þekktum er- lendum listamönnum. Á annan dag hvítasunnu verður og margt til skemmtunar og fróðleiks að vanda; má þar benda á kynn- ingu á tónskáldi júnímánaðar, Skúla Halldórssyni, og kvöld- útvarp fyrir fjölskylduna í um- sjá Jóns Múla Árnasonar, létt- ur og skemmtilegur þáttur, sem ekki bregst. GÓÐ skemmtun var að glímu keppni sjónvarpsins nú í síð- ustu viku og ánægjulegt að henni skuli fram haldið á mið- vikudag. Okkar gamla íslenzka glíma er í senn hressileg og drengileg íþrótt og að því leyti ólík glímu ýmissa annarra þjóða, þar sem meira fer fyrir fantabrögðum en karlmennsku. Glímukeppnin er lífvænlegur liður í dagskránni, enda hefur hún vakið óskipta eftirvænt- ingu áhoríenda.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.