Alþýðublaðið - 11.06.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.06.1968, Blaðsíða 7
Ferðafélags íslands Árbók 1968 VOPNAFJÖRÐUR HORNSTRANDAÞÆTTIR Ferðafélag íslands Reykjavík 1968, 160 bls. Nýlega er komin út Árbók Ferðafélags íslands fyrir árið 1968, sú 41. í röðinni, og ber undirtitilinn Vopnafjörður — Hornstrandaþæítir. Ilún er eins og tekið er fram í formálanum nokkuð með öðrum hætti en hin ar fyrri, enda að talsverðu leyti helguð 40 ára afmæli félagsins, en það var stofnað 27. nóv. 1927. Það tekur langan tíma að þekkja ísland allt, þótt það sé ekkj sérlega stórt. Árangursrík asta leiðin og jafnframt sú skemmtilegasta er að ferðast um landið, sjú það með eigin aug um, kynnast því í sjón og 'raun. Næst bezta aðferðin er að kynn ast því af frásögn og myndum. Það verða flestir að láta sér nægja að meira eða minna leyti. Á þvi er þó sá annmarki, að eng in nákvæm íslandslýsing hefur ennþá séð dagsins ljós, þótt margt hafi verið ritað um einstaka landshluta og staði og sumt með ágætum, heildarverk ið bíður ennþá síns höfundar og meistara. Það markverðasta, sem gert hefur verið á þessu sviði, þegar á heildina er litið, eru Árbækur Ferðafélags íslands, þær komast næst því að kallast íslandslýs ing, og taka nú orðið nálega til landsins alls. Þær eru að vísu orðnar til á alllöngu tírtiabili, höf undarnir margir og bækurnar nokkuð sundurleitar og misjafn ar að gæðum, en þó hefur frá upphafi verið fylgt ákveðinni meginstefnu, enda umsjá og rit stjórn lengst af verið í höndum sama manns, þ. e. Jóns Eyþórs sonar, veðurfræðings, sem lézt á síðastliðnum veti'i. Meginefni Árbókarinnar að þessu sinni er eins og undirtitill inn bendir til frá Vopnafirði og af Hornströndum, landslagslýs ing og ferðasöguþættir. Halldór Stefánsson fyrrver andj alþingismaður ritar kaflann um Vopnafjörð. Hann var um skeið búsettur í Vopnafirði og er þar öllum hnútum kunnugur, þekkir landslagið, samgöngurnar og söguna, og þarf naumast að draga í efa, að frásögnin sé traust og trúverðug, sjálfur er ég lítt kunnugur ó þessum slóðum og ekki dómbær um staðháttalýs ingar þarna í einstökum atrið um. En skýrt og skilmerkilega er frá öllu greint og fróðlegt fyrir þá sem ekki hafa í Vopnafjörð kornið eða þekkja þar iítið til. Margar ágætar myndir fylgja frá sögninni sem og öðrum þáttum bókarinnar. Hornstrandaþættirnir eru tveir. Tilefni þeirra er Horn strandaferðir, sem Ferðafélagið efndi til árið 1966 og 1967. Skrif ar Einar Þ. Guðjohnsen annan þáttinn, en dr. Haraldur Matt híasson hlnn, en sá fyrrnefndi var fararstjóri í báðum ferðun um. Hornstrandir eru nú allar komnar í auðn og því erfið nokk uð yfirreiðin ferðamönnum, um vegi eða farartæki er ekki að ræða, en landslagið stórbrotið og hrikalegt. Er skemmst af þess um ferðum að segja, að þær tók ust með ágætum, enda þátttak endurnir allt þaulvant og harð .duglegt ferðafólk, sem bar pjönkur sínar möglunarlaust og taldi ekki svitadropana. Voru þrettán manns í annarri fei'ðinni en einum betur í hinni, og sýnd ist hin umdeilda tala ekki koma neinum að sök. Báðir eru ferðaþættirnir ritað ir af fjöri og frásagnargleði, og hefur lesandinn á' tilfinningunni, að ferðalangarnir eigi margar á nægjulegar endurminningar úr þessum Hornstrandaferðum. Mér kæmi ekki á óvart, þótt einhver fjallaráparinn fengi smávegis fiðring í iljarnar við lestur þess ara prýðilegu ferðaþátta og hugs aði sér til hreyfings, ef tækifæri gæfist. Einar Þ. Guðjohnsen stingur upp á því í lok greinar sinnar, að Hornstrandir verði friðaðar eins og þær leggja sig, „frá Hrafnsfirði og norður fyrir Horn og allt til Drangaskarða ó' Ströndum.“ Ég lýsi fylgi mínu við þessa tillögu. Þetta er stór brotin hugmynd, sem Náttúru verndarráð ætti að taka til ræki legrar athugunar sem fyrst. Þjóðgarður á Hornströndum ætti engan sinn líka um víða veröld . Síðari hluti Árbókarinnar er eins og áður segir helgaður 40 ára afmælí félagsins. Dr. Sigurð ur Þórarinsson, jarðfræðingur, á þar „litla hugvekju“, sem hann flutti á fertugsafmæli félagsins og hann nefnir Að lifa í sátt við land sitt. Þetta ér holl og tímabær hugvekja um sambúð lands og þjóðar, sem ein att hefur verið nokkuð ábóta vant, en Sigurður er sem kunn ugt er skeleggur náttúruverndar sinni, átti m. a. frumkvæðið að friðun Skaftafells í. Öræfum. Stílsmáti Sigurðar er alþýðlegur og líflegur að vanda, enda er hann með þeim ósköpum fæddur að kunna ekki að vera leiðinleg ur. Loks er í Árbókinni kafli um sæluhús félagsins og lýsing á um hverfi þeirra, ásamt myndum, en þau eru nú orðin tíu talsins. Þennan kafla ritar Gísli Gests son, safnvörður, sömuleiðis stutt, en greinargott yfirlit yfir ssesi Alheimsráðstefna um hagnýt not gcimtækninnar Það hafa orðið geysimiklar framfarir á sviði geimtækni síðan fyrsta gervitunglið var sent á loft fyrir nálega tíu árum. í sumar standa Samein- uðu þjóðirnar að alheimsráð- stefnu, sem á að kanna hvern- ig hægt sé að hagnýta vís- indasigrana á raunhæfan hátt. Ekki einasta stórveldin eða önnur þau ríki, sem stunda geimrannsóknir, heldur öll ríki, og þá ékki sízt þau van- þróuðu, geta vænzt mikils á- vinnings af þeim nýjungum sem nú éru innan seilingar: fjöldauppfræðsla í geim-sjón- varpi, öruggari veðurspár, uppdrættir af málm. og vatns- lindum, svo nefnd séu nokkur dæmi. Gervihnettir til veðurathug- ana hafa þegar gert skjótari og nákvæmari spár möguleg- ar, og hefur það m.a. bein óhrif á landbúnað, auk þess sem það gerir flug og sigling- ar miklu öruggari. Einnig er búizt við, að geim- tæknin muni gera mönnum klieiflt að afhjúpa jurtasjúk- dóma hjá ávöxtunum, upp- götva stór landsvæði undan ströndunum sem hægt væri að rækta og jafnvel fylgjast með fiskitorfum í sjónum og segja fyrir um hvert þær flytji sig. Ráðstefna Sameinuðu þjóð- anna um könnun og friðsam- lega hagnýtingu geimsins verð ur haldin í Vín dagana 12. til 27. ágúst. Öllum aðildarríkj- um Sameinuðu þjóðanna og sérstofnana þeirra hefur verið boðið til hennar. Þetta verður fyrsta ráðstefn- an, sem fyrst og fremst fjall- ar um það, hvernig hagnýta megi geimrannsóknir í þágu efmahagslegrar og félagslegr. ar þróunar. Þetta verður einn- ig í fyrsta sinn, sem lönd án eigin geimrannsókna taka þátt í slíkri ráðstefnu á jafn- Forsíða Árbókarinnar. starfsemi félagsins á þessu fjöru tíu ára tímabili. M. a. rekur hann efni Árbókanna í stórum dráttum. Það fer ekki milli mála, að Ár bók F. í. er hið merkasta rit, sem lengi verður leitað til af þeim sem við staðhátta og ör nefnakönnun fást. Fyrir almenn ing er liún fyrst og fremst hand bók og uppsláttarrit heima og heiman, sem oft á eftir að koma að góðu gagni. Árbókin er gefin út í stærra upplagi en flestar þeirra tvö til þrjú hundruð bóka, sem áriega koma hér á markað inn eða í 7500 eintökum, og fer meginhlutinn eða um 6000 ein tök til félagsmanna. Þó að þetta sé mjög viðunanlegur félaga og og eintakafjöldi, þá mælir allt með því, að þessar tölur ættu að vera tvöfalt hærri. Margir hafa áreiðanlega ekki gert sér fulla grein fyrir því, að félagsgjaldið kr. 200,00, er ekki einu sinni bókarverðið, hvað þá meira. Ég held, að landsmenn gerðu vel í því að efla Ferðafélag íslands og starfsemi þess með aukinni þátttöku, þó ekki væri annars v'egna tön ÁrbókVrinnar, sem enginn íslendingur getur í raun og veru án verið, ef hann vill kunna sæmileg skil á landi, þjóð og sögu. Gestur Guðfinnsson. réttisgrundvelli við geim- veldin. Áuk þess scm ráð=te,’rnan mun kanna, hvaða raunhæf nöt þróunarlöndin hafi af geimtækninni, á hún að kanna möguleikana á aukmu alþjóða- samstarfi og hlutverk Sam- feinuðu þjóðanna í iþví. t Mörg hundruð fyrirlestrar. Nokkur hundruð fyrirlestrar hafa þegar verið sendir inn og samþykktir til meðferðar und- ir einhverjum af níu liðum dagskrárininar, en þeir eru: samgöngur, veðurfræði., sigl- inga?'. önnur geimtækni til l’’aimhæfi'3i nota, líffræði og læknisfræði, hagnýting geim- tækninnar á öðrum sviðum, uppfræðsla og menmtun, al- þjóðleg samvinna og efnahags- leg. lögfræðileg og félagsleg vandamál. Lesið í tímaritum Sameinuð'u þjóðanna Ilætta er á, að núgildandi skólakerfi í vanþróuðu löndun- um skapi yfirborðslega og valdasjúka forréttindastétt. þar sem aftur á móti þessi lönd Framhald á 14. síðu. 11. júní 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.