Alþýðublaðið - 11.06.1968, Blaðsíða 8
KIKUYUMAÐURINN KE
Jomo Kenyatta.
FYRIR UM það bil 10 árum
voru brezku blöðin sammála um
að fordæma Jomo Kenyatta og
skrifuðu um hann, eins og hann
væri brjálaður morðingi, drykkju
rútur og þræll galdra og
„rauðagulls" í merkingunni
kommagull. En nú er Kenyatta
forseti lands síns og lofaður um
allan hinn vestræna heim fyrir
stjórnvizku sína og hófsemi í
skoðunum. Fyrir tíu árum var
hættulegt að tala vel um Keny
atta í Nairobi, en nú skyldi
hver maður varast að tala illa
um hann þar í borg, svo annt er
Kenyamönnum um hið góða nafn
forseta síns. Vegna þessara
tveggja atriða, hatursins áður og
aðdáunarinnar nú, hafa menn
átt erfitt með að öðlast skýra og
óbrjálaða mynd af mannínum
' Kenyatta.
Nolckuð er óljóst um aldur
Kenyatta. í réttarhöldunum yfir
honum 1953 kvaðst hann vera
„yfir fimmtugt“, en 1961 sagðist
hann vera 71 órs. En vinur hans
einn, sem þekkt hefur hann frá
barnæsku og er sjálfur 78 ára
gamall, telur líklegast, að bann
sé 73 ára gamall.
Kenyatta gekk í skóla í Kikuyu
þorpi sínu, en 1907 hóf hann að
starfa í eldhúsi trúboðs
stöðvar skozku kirkjunnar í Kik
uyu. Jafnframt stundaði hann-
nám af krafti og aðstoðaði við að
þýða Bibiíuna á Kikuyumál. í
ágúst 1914 var hann skírður
Johnstone Kamau, en um svipað
leyti hafði hann gengið gegnum
helgiathöfn þjóðflokks síns og
verið valinn leiðtogi síns aldurs
flokks.
Á árunum milli 1920 og 1930
starfaði Kenyatta fyrst sem túlk
ur í hæstarétti í Nairobi, en síð
an hjá vatnsveitunni. Á þeim ár
um þótti hann talsverður sundur
gerðarmaður í klæðaburði og
nafnið Kenyatta fékk hann af
belti einu miklu, er hann eign
aðist ungur að órum, en Keny-
atta þýðir belti á Kikuyumáli,
Vinir hans frá þessum árum
minnast þess, að vegna stærðar
hans og framgöngu allrar voru
hvítir menn aldrei dónalegir við
hann. „Hann var alltaf foring-
inn“, segir einn vina hans.
Á þessum órum vaknaði einn
ig áhugi hans á stjórnmólum.
Hann gekk í Kenya miðsamband
ið, sem var samband róttækra
manna, aðallega af Kikuyættum,
og á vegum þess sambands fór
hann svo árið 1928 til London til
að leggja umkvartanir félags
manna fyrir brezka þingið. Hann
sneri svo aftur til Englands
og dvaldist utan heimalands
síns í 14 ár. Þó skildi hann eft
ir fýrstu konu sína, Grace Wahu,
sem hann Tiafði kvænzt 1919.
Hún býr í Nairobi og liggur feiki
lega vel orð til Kenyattas, sem
kemur alltaf við og við í heim
sókn til hennar og hefur verið
mjög góður við börn þeirra. Hún
segist hins vegar ekki hafa farið
með honum til Englands á sín
um tíma vegna þess að hún hafi
verið ómenntuð.
í Englandi tók Kenyatta sér
enska konu, Ednu. Hún kom til
Kenya í boði hans, þegar landið
fékk sjálfstæði 1964 og hitti þá
fjórðu o^ nýjustu konu hans.
Þriðja konan dó skömmu fyrir
1950.
Þegar Kenyatta lýsti því yfir
við réttarhöldin, að hann væri
sannkristinn maður, spurði sak
sóknarinn þegar: „Stundið þér
fjölkvæni?" Þessu svaraði Keny
atta svo: „Já, en ég kalla það
ekki fjölkvæni“. En hvort sem
Kenyatta er kristinn eða ekki, þá'
er það öruggt, að hann er trúr og
tryggur Kikuyumaður, og hvað
það þýðir má lesa í ágætri mann
fræðibók, er hann ritaði á árun
um milli 1930 og 1940 og nefn
ist „Facing Mount Kenya.“ Áð
ur en hann skrifaði bókina tók
hann próf í mannfræði við Lund
únaháskóla, en hins vegar er efa
ið í bókina mestallt fengið af
reynslu hans sjálfs af lífi Kikuyu
manna. Þetta var í fyrsta skipti
sem mannfræðileg rannsókn
hafði verið gerð á „frumstæðum"
kynþætti af manni af þeim kyn
þætti, er jafnframt virti alla
siði kynþáttarins. En bókin er
meira heldur en venjulegt fræði
rit. í henni koma fram allar þær
umkvartanir Kikuyumanna, sem
síðar brutust fram í Mau Mau.
Um þetta leyti voru deilumál
Kikuyumanna og Breta aðallega
tvö. Annað var eignarétturinn á
landi og hitt var umskurður
meybarna. Árið 1929 hafði trú
boð skozku kirkjunnar lýst því
yfir, að sú athöfn væri villi
mannleg og sett út af sakrament
inu alla þá Kikuyumenn, sem
héldu þenna sið í heiðri. Kikuuy
menn töldu hins vegar, að það
væri nauðsynlegt og heilög að
gerð að umskera stúlkur jafnt
sem sveina, og þar að auk alls
ekki bönnuð í Biblíunni. Raunar
er nafn heilagrar guðsmóður
þýtt með Kikuyuorði, sem tákn
ar umskorna stúiku, í Biblíu
þeirra.
Þúsundir Kikuyumanna yfir
gáfu trúboðskirkjurnar og stofn
uðu sína eigin trúflokka, þúsund
ir gengu í Miðsambandið. Hvít-
ur kventrúboði dó, er ofsatrúar
menn höfðu umskorið hana með
valdi og allmargir Kikuyumenn
létust í átökum, sem urðu vegna
þessa deiluefnis.
Keynatta studdi hefð Kikuyu
manna og bakaði sér þar með
mikið hatur hinna hvítu. Hin
kynferðislega afbrýðissemi
hvítra manna gagnvart svörtum
einbeittist nú að öllu að Keny-
atta, sem raunar hefur löngum
naft á sér orð fyrir mikla kyn-
lífs-hreysti.
Á árunum milli 1930 og 1940
fór Kenyatta tvær ferðir til Rúss
lands, þar sem hann nam við
Moskvuháskóla og ferðaðist um
Síberíu. En hann varð hrifnari
af Danmörku en Sovétríkjunum.
Og í Englandi var hann hrifnari
af blaðamönnum eins og Kings
ley Martin við New Statesman
heldur en blaðamönnum kommú
nistablaðsíns Daily Worker. En
allt um það leigði hann íbúð hin
um harða kommúnista, söngvar
anum Paul Robeson.
Á stríðsárunum bjó Kenyatta
í Sussex á Englandi og hafði það
gott, en 1946 fór hann til Kenya
áfjáður í breytingar. Næstu ár
in var hann skólastjóri kennara
skóla Kenya og forseti Kenya
Afríkusambandsins, er tók við
af Miðsambandinu. í réttarhöld
unum yfir honum var sagt, að
um þetta leyti hefði hann stofn
að Mau Mau. Og það er svo sem
víst, að hann var leiðtogi flestra
þjóðernissinnaðra stjórnmála
manna í landinu.
Waruhiu Itote, sem síðar fékk
vi^urnefnið „Kína hershöfðingi“
í Mau Mau, minnist þess að 1952
sagði Kenyatta við hann og vini
hans „það verður að greiða fyrir
allt í þessum heimi — og við
Grace Wahu var fyrsta
eiginkona Kenyatta af fjór-
um. Ilún varð eftir heima,
þegar maður hennar fór til
Englands ungur að aldri,-
„af því að ég var ómennt-
uð segir Grace Wahu.
„Hann giftist auðvitað
enskri stúlku“, bætir
hún við, „en hélt samt á-
fram að vera mér og börn-
unum okkar jafn kær og
áður.”
Ngina, fjórða og nýjasta
kona Kenyatta. Hann var
að því spurður við réttar-
höldin yfir Mau Mau mönn-
um, hvort hann væri fjöl-
kvænismaður. „Ég mundi
nú ekki segja það,” var
svar hans. Afstaða hans íil
veikara kynsins olli homim
mikillar andstöðu með Ev-
rópumönnum á árum fyrstu
stjórnmálaafskipta lians.
3 11. júní 1968
ALÞÝÐUBLAÐIÐ