Alþýðublaðið - 15.06.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.06.1968, Blaðsíða 2
 MMMÐ Bitstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Grondal. Símar: 14900 — 14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavik. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. — f Iausasölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf. TRYGGINGARNÁR Alþýðuflokkurinn hefur ávallt lagt megin áherzlu á almanna- tryggingar og gert eflingu þeirra að skilyrði fyrir þátttöku í ríkis- stjórnum. Árið 1960, í upphafi núverandi stjórnartímabils, var gert mikið átak til að bæta trygg ingamar, og síðan hafa verið stig in fjöldamörg þýðingarmikil skref í sömu átt. Hafa trygging- arnar aukizt ár frá ári. Hins vegar er án efa rétt, að þær hafi ekki aukizt eins mikið og þjóðartekjurnar. Árið 1965 var iilutdeild útgjalda almannatrygg inga í nettóþjóðartekjum á fs- landi 10,7%, en var 12-17% á hin um Norðurlöndúnum. Munar þar sérstaklega um lífeyrissjóð fyrir •alla, sem hæstu Norðurlöndin hafa þegar tekið upp. Ekki er þó rétt að binda tryggingar við þjóð artekjur, sízt af öllu á íslandi, þar sem þjóðartekjur geta oft lækkað - eins og gerzt hefur und anfarin misseri. Það er samt sem áður athyglis vert, að á árinu 1958 voru al- mannatryggingar hér á landi 7,9% af þjóðartekjum, en voru 1965 komnar upp í 10,7%. Næsta stórhækkun á þessari tölu verð- ur væntanlega, þegar unnt reyn ist að koma á lífeyrissjóði fyrir alla landsmenn. Sérstök nefnd vinnur nú að undirbúningi þess máls á vegum félagsmálaráðu- neytisins, og má búast við að það starf taki nokkurn tíma enn. Björgvin Guðmundsson, vara- formaður tryggingaráðs, ivar einn af fulltrúum fslands á norrænu tryggingamóti nýlega. Hann ■sagði í viðtali við Alþýðublaðið eftir mótið: „Við verðum strax að bæta grunntrygginguna og reyna að standa jafnfæti's Norðurlöndunum hvað hana varðar. Ellilaun og aðr ar bætur lífeyristrygginga eru lægri hér en á hinum Norðurlönd unum. Úr því verður að bæta.” Og Björgvin sagði ennfremur: „Núverandi ríkisstjórn hefur lýst því yfir, að það sé stefnumál hennar, að almannatryggingar hér verði í fremstu röð slíkra trygginga í heiminum. í samræmi við þá yfirlýsingu verður að gera nýtt átak í tryggingamálum.” Reynslan hefur sýnt, að erfitt er að fá fram umbætur á almanna tryggingum, þegar fjárhagur ríkissjóðs er slæmur. Nú er mjög þungt fyrilr hjá ríkinu og slæm- ur grundvöllur fyrir auknum á- lögum á bæjarfélög eða skatt- greiðendur. Þrátt fyrir þetta vill Alþýðuflokkurinn halda áhuga á tryggingamá](um vakandi og standa eftir megni vörð um trygg ingamar, eins og gert var síðast í desember, þegar elli- og örorku tryggingar voru hækkaðar nokk uð.. Sýning á merkum skák- ritum í Landsbókasafninu prenta og gaf Taflfélagi Reykja víkur, en hún er prentuð sem viðauki við skrána um bókagjöf hans. Síðast en ekki sízt skal minnt á það, sem Fiske skrifaði og birti á erlendum málum um íslenzka skáksögu, fýrst og fremst hið mikla rit Chess in Iceland, er Halldór Hermanns- son sá um að gefa út að höfundi látnum.” Á kápu skrárinnar eru prent- uð skákdæmakort, sem Fiske safnaði og fylgja þeim skýring- ar. Skráin er 47 blaðsíður að stærð auk kápu. í anddyri Landsbókasafns ís lands við Hverfisgötu stendur nú yfir sýning á nokkrum völd um eintökum rita úr skákrita gjöf íslandsvinarins Willards Fiske. Eins og kunnugt er, þá er Reykjavíkurskákmótið 1968 sem helgað er minningu Fiske háð þessa dagana i Reykjavík. Þá hefur Landsbókasafn ís- lands gefið út skrá um erlend skákrit, er varðveitt eru í safn inu. Á fundi með fréttamönnum í gær sagði dr. Finnbogi Guð- mundsson landsbókavörður, að það væri gömul hugmyrid for ráðamanna Landsbókasafns ís lands að gefa út skrá um er- lend skákrit í safninu, ekki sízt vegna þess að Williard Fiske hafi á sínum tíma gefið til safnsins hið mikla skókrita safn sitt. Þegar kunnugt hafi verið, að haldið yrði sérstak skákmót til minningar um Fiske, hafi þótt rétt að efna til synigar á völdum ritum úr 2 15- júní 1968 skákbókagjöf hans í safnhús- inu á sama tíma og mótið stæði. Pétur Sigurðsson fyrrverandi háskólarektor og bókaverðirn ir Ól. Plámason og Haraldur Sigurðsson hafa húið skrá til prentunar, en Ólafur Pálma- son hefur séð um uppsetningu sýningarinnar. í formála að skriá um erlend skákrit í Landsbókasafni ís- lands segir dr. Finnbogi Guð mundsson meðal annars. „Daniel Fiske, eins og hann hét fullu nafni (1831-1904), var í senn velgerðarmaður Lands- bókasafnsins og íslenzkrar skáklistar. Skákrit þau, er hann gaf safninu og voru að eins ein fjölmargra gjafa hans til þess, eru stofn skákritadeild- ar safnsins og skráð hér sérstak- lega. Áhuga Williard Fiske á ís- lerjzkum skákbókmenntum og framtak hans til að efla þær má marka af skrá Péturs Sigurðs- sonar um skakrit, er Fiske lét ALÞÝÐUBLAÐIÐ Með skákritagjöf Willards Fiskes til Landshókasafns fylgrdu nokk- ur falleg handrit. í þessu bindi er eftirrit eftr ítölsku miffalda-i handriti um skák, sem varðveitt er I Barberiim-bókasafni í Róm. Ssðlaus gageirýni EFTIRFARANDI bréf hefur bor- izt Alþýffublaffanu. Sér blaffiff ekki ástæffu til a« synja um bírtingu þess, þó aff ekki skoffist þaff sem samþykki á rökum bréf ritara: Lokið er nú að sýná óperett- una „Brosaindi land” eftir Franz Lehar, tónskáldið sem öðlaðist iheimsfrægð og hreif miljónir manna. Maður skyldi nú ætla að ein mitt þessi óperetta hefffi likaff leikhúsfólki og því væri hún ennþá á sýningarskrá Þjóffleik hússins. Svo myndi lfka vera, ef ekki hefði veriff hafður uppi mál- flutnitmgur séretaklega af tón. lisfiirsóírýræðinai Moirgunbiaða ins sem er ósmekklegur og ó- sanngjam. Óþarft er að rekja hér nánar greinarkorn tónlistarfræðings þessa, því þaff hefur svo rækilega verið gert af Ingólfi Þorsteins- syni i Morgunblaffinu 31. maf s.l. Hitt er þó staðreynd aff um ræddur ritdómur tónlistarfræðl ingsins hefðu að bvl er ég hef frétt 'Skáffað Þjóðleikhúsiff fjár hagslega, þvi dæmi voru til aff heilir hónar sem ætluðu að sjá óperettuna gengu frá pöntun- um sínum vegna skrifa þessara, eftir aff ritdómur tónlistarfræff ingsins birtist á prenti. Manini verður því á að spyrja hvort ein hverjum þótt, hann teljist tón- listiargagnrýnandi einhvers blaðs sé heimilt bótalaust aff rakka svo niffur leikhúsverk, að stór skaði hliótist af fyrir viðkom andi leikhús? Myndi dæmi sem þessi verffa til þess aff örva til sjónleikja- flutnings hér á landi? Ég held varla, og hvers ættu þá okkar ungu og efnilegu söng varar, listamenn og listunnend- ur að gjalda? Þióðleikhúsið á þakkir skilið fyrir mikið og gott starf einnig að söngleikjum, þetta á að mefca að verðleikum og örva til frekari flutnings söngleikja í náinni frámtíð. S. SMURT BRAUÐ SNITTUR BRAUÐTtíRTUR BRAUÐHUSIÐ ___SNACK BAR Laugavegi 126.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.