Alþýðublaðið - 15.06.1968, Blaðsíða 4
Nóbelsverðlaun í hagfræði
veröa veitt á næsta ári
í SVÍÞJÓÐ liggja nú fyrir á-
œtlanir um að taka upp Nóbels-
verðlaun í hagfræði. Þessi nýju
verðlaun eru þó ekki Nóbelsverð
laun í venjulegum skilningi,
heldur verða þau kölluð „verð-
laun í hagvísindum í minningu
Alfreðs Nobels.” Sænski ríkis-
bankinn á að standa straum af
kostnaðinum, sem áætlaður er
um 3,5 milljónir króna á ári.
Þessum nýju „Nóbelsverð-
launum” verður þó ekki úthlutað
fyrr en á næsta ári. í haust verða
send bréf heimshorna milli, þar
sem leitað verður eftir tillögum
um kandídata. Hins vegar er það
á vitorði þeirra, sem um málið
fjalla, að ekki komi margir til
greina.
Hagfræði verður ekki Nóbels-
verðlaunagrein í hefðbundnum
skilningi. í greinum eins og eðl-
is- og efnafræði er mönnum í
lófa lagið að gera samanburð á
verkum hinna einstöku sérfræð-
inga, en þannig er þessu ekki
farið í hagfræöi, þar sem hún
byggist ekki á tilraunum.
Ýmsir hagfræðingar eru þeírr-
ar skoðunar, að hin nýju „Nób-
elsverðlaun” í hagfræði séu út
í bláinn og kunni að hafa stjórn-
máladeilur í för með sér.
Gustav Olivecrona, sem fjallar
um hagfræði og þjóðfélagsfræði
í sænska sjónvarpinu, hefur
látið hafa það eftir sér í blaða-
viðtali, að fáir komi til greina
Framhald á 14. síðu.
HEYRT&
SÉÐ
KVIKMYND UM FRELSUN EVRÓPU
Hérna er verið að mynda eitt hinna stórfenglegu orrustuatriða.
Margar þjóðir vinna nú í sam-
einingu að gerð kvikmyndar,
sem verður kölluð Freisun Ev-
rópu, og spannar yfir tímabil-
ið 1943 — 1945. Hefst myndin
með orrustunni um Kursk og
lýkur með uppgjöf nazista.
Leikstjóri er Yury Ozerov,
sem jafnframt hefur samið
handritið í samvinnu við Yury
Bondarev og Oleg Kurganov.
„Við reynum að gera sanna
mynd af pólitískum og hem-
aðarlegum viðburðum þessa
tímabils,” segir Ozerov.
Með hlutverk Hitlers fer austur . þýzkí leikarinn Frifcz Dietz.
Myndin er tekin á æfingu og sýnir Dictz ásamt leikstjóranum
Yury Ozerov, til vínstri, og aðstoðarleikstjóranmn Julius Kun.
Framleiðemdur kvikmyndar-
innar hafa náið samband við
rússnesku hershöfðingjana, sem
stjórnuðu baráttunni, svo að
sá hluti myndarinnar, sem
gerist í Rússlandi verði sem
raunverulegastur.
í myndinni verður sýnd inn-
rás bandamanna á Sikiley og í
Normandí, handtaka Mussolin-
is og aftaka, sem framkvæmd
var af ítölskum skæruliðum.
Einnig verður sýnd barátta
tékkneskra og pólskra hersveita
svo og barátta júgóslavnesku
frelsisherjanna. Þá verður
brugðið upp mynd af ráðstefn-
um hinna þriggja „stóru” í Te-
heran og á Yaita.
Handrit að þeim þáttum
myndarinnar, sem gerast í
Póllandi, Tékkóslóvakíu og ít-
alíu, hafa -verið skrifuð af þar-
Kappakstur stundaður
a5 Laugavegi 168
STOFNAÐ hefur verið nýtt arformaður Óli A. Bieltvedt.
fyrirtæki í Reykjavík, Tóm-
stundahöllin h.f., Laugavegi
168. Tilgangur með stofnun fé-
lagsins er rekstur tómstunda-
og leiktækja auk veitingasölu
og fleira.
Til að byrja með verður ein-
ungis byggt á rekstri kappakst-
ursbílabrauta og sölu veitinga í
því sambandi, en kappakstur á
smábílum er nú orðin vinsæl í-
þrótt erlendis. Til dæmis má
geta þess, að í Bandaríkjunum
fór á síðasta ári fram heims-
meistarakepnni á þessu sviði.
Samkvæmt tilgangi félagsins
er fyrirhugað að auka verulega
fjölbreytni í rekstri næstk. haust
með því að bæta við alls kyns
knattleikstækjum og öðru þvi,
er vinsælast er erlendis á þessu
sviði, og kemur jafnvel til greina
að setja upp keilubrautir. Þó
er þetta að sjálfsögðu háð við-
tökum fólks og leyfum yfirvalda.
Svo sem kunnugt er, er að-
staða fólks til tómstundaiðkana
hér heldur fábrotin miðað við
það, sem erlendis gerist, og er
það vón forráðamanna félagsins
að þessi rekstur megi verða
vísir að úrbótum í þessum efn-
um.
Tómstundahöllin hf. er til
húsa að Laugavegi 168 og er
opin frá kl. 10—23,30 alla daga.
Framkvæmdastjóri félagsins er
Hafsteinn Sveinsson og stjórn-
Vill lifa
aldamótin
Fatma Celik heitir þessi
gamla kona, sem á heima
á Svartahafsströnd Tyrk-
lands. Hún er staðráðin í
því að lifa til næstu alda
móta, þótt hún sé nú þeg-
ar orðin 120 ára gömul,
fædd 1848. Telja læknar
góðar horfur á því, að svo
geti orðið. Ilún hefur
aldrei reylct, og hún lifir
aðallega á mjólk, græn-
meti, smjöri og fiski.
Nái hún því takmarki að
lifa til ársins 2000, gerir
hún ráð fyrir, að þá verði
liún umkringd af um það
bil 300 barna-barna-barna
barnabörnum!
4 15- júní 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ