Alþýðublaðið - 23.06.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.06.1968, Blaðsíða 6
ORÐSENDING TIL VIÐSKIPTAVINA HAGTRYGGINGAR H.F. Vegnia fjölmargra réttmætra kvartana út af seinkun á dreifibréfi félagsins til viðskiptavina með leiðbeiningum tjl ökumanna og varúðarmerkjum bjfrejða vegnia H-dags, 26. maí s.l., viljum við upplýsa eftirfaraindi: 1. Ofangreind bréf voru afhent Póststofunni í Reykjavík dagana 21. og 22. miaí s.l. 2. Þann 28. maí var haft samband við Pósthúsið vegna margra kvartana viðskiptavina, sem ekki höfðu fengið bréf sín. Póststofan bar því við, að hluiti bréfamma hefði verið stimplaður degi fyrr en þau bárusit Póststofunni, og bæri henni því að yfirstimpla þau. Bréfín voru yfir- stimpluð 28. xriaí, eftir 6 daga bið á Póststofunni, og sáðan borin út. Var félagi® jafnframt beðið afsökunar á þessum drætti, sem orðið hafði á afgreiðslu bréfanina. 3. Þann 10. júní frétti félagið, að viðskiptavinir væru að fá í hendur bréf yfirstimpluð 6. júni. Var þá aftur haft siamband við forráðamenn Póststofunnar og bomar fram alvarlegar kvartianir undan, þessari þjónustu, en yfirstimplun Pósthússins hefur mjög villandi u-pplýs- ingar um afliendingu félagsins á bréfunum til Útburðar. 4. óskað var eíftir því, að Pósitstofan bæði viðskiptavini félagsins afsökunar á mistökum sínum í dagblöðum, en Póstsitofan nieitaði að verða við þeirri ósk. 5. Þeir viðskiptavinir, sem enn hafa ekki fengið bréf sín, eru góðfúslega beðnir að hafa samband við skrifstofu félagsins eðia umboðsmenn og fá afheinlt leiðbeiningar ökumanna og varúðarmerki bifreiða fyrir hægri akstur. 6. Að lokum biðjum við þá viðskiptavini, sem orðið hafa fyrir óþægindium, afsökunar fyrir hönd Póststofunnar á mistökum hennar, sem leiddu til hinna óþægjlegu tafa á útsemidingu póstsins. — HAGTRYGGING H.F, — Augiýsið í Alþýðublaðinu Ljós og orka, ný raftækjaverzl un í gær var opnuð ný raftækja- verzlun, Ljós og orka s.f., að Suðurlandsbraut 12 í Re'ykja- vík Þar er á boðstólum mesta úrval Ijósa, sem er að finna á einum stað hér á landi, en í verzluninni eru til sölu ljós af sjö til átta hundruð mismun andi gerðum, auk ýmissa heim ilistækja. Þar er að finna allar þær tegundir ljósa, sem nota þarf í hverja íbúð. Raftækjaverzlunin Ljós og^. orka mun vera stærsta sérverzl un sinnar tegundar hér á landi, en gólfflötur verzlunarhússins er rúmlega tvö hundruð fer- metrar. í Evrópu er jafnstórar sérverzlanir vandfundnar. Innréttingum í hinni nýju verzlun er haganlega fyrir komið, og þar eru hægindastól ar fyrir viðskiptavini, svo að þeir geti í næði virt fyrr sér, hvað þar er á boðstólum. Fimm hundruð gerðir af ýms um öðrum ljósum eru þarna til sýnis og sölu, og ætti því hver og einn að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þarna er að finna öll þau ljós, sem þarf í hverja íbúð, loftljós, Ijósakrónur, vinnuljós, les- lampa, vegglampa, eldhúsljós, baðherbergisljós, borðljós, inn- felld Ijós, skápaljós, ljóskast- ara, standlampa og meira að segja olíulampa sem nú njóta vinsælda é ný. Megin hluti ljós anna er innfluttur, en einnig er þarna að finna íslenzka framleiðslu. Ljósin eru inn- flutt frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Ítalíu og Vestur Þýzkalandi. Verðið er að sjálfsögðu jafn mismunandi og gerðirnar eru margar, en þess má geta, að ódýrustu loft ljósin kosta um tvö hundruð krónur, en kristallsljósakrón- ur frá Bæheimi kosta þó tals vert meira. í verzluninni eru einnig á boðstólum ýmis heimilistæki, en síðar meir er ætlunin, að þar verði fáanleg öll rafknúin heimilistæki svo sem eldavél ar, hrærivélar, ísskápar og frystikistur o.þ.h. Eigendur verzlunarinnar, sem lengi hafa fengizt við inn flutning ljósa og raftækja, leggja áherzlu á fjölbreytt vöruúrval og vandaðar vörur. Innréttingar í verzluninni gerðu Húsgögn h.f., Stálstoð s.f. og Trésmiðjan Meiður. Framkvæmdastjóri Ljósa og orku er Lúðvík Lúðvíksson. Sæmdir heiðursmerki FORSETI ÍSLANDS hefur í dag sæmt eftirgreinda menn heiðursmerkjum hinnar islenzku Fálkaorðu : Herra Sigurbjörn Einarsson, biskup íslands, stórkrossi, fyr- ir embættisstörf. Pétur J. Thorsteinsson, ambassa- dor, stjörnu stórriddara, fyrir embættisstörf. Björgvin Schram, stórkaupmann, riddarakrossi, fyrir störf á sviði íþróttamála. Björn Magnússon, prófessor, riddarakrossi, fyrir vísinda- og kennslustörf. Séra Garðar Þorsteinsson, próf- ast, riddarakrossi fyrir emb- ættisstörf. Guðmund H. Oddsson, skipstjóra, riddarakrossi fyrir störf í þágu íslenzkra sjómanna. Gunnar Friðriksson, forstjóra, riddarakrossi, fyrir störf að slysavarnamálum. Jón Leifs, tónskáld, riddara- krossi fyrir störf að tónlistar- málum. Frú Jónínu Guðmundsdóttur, riddarakrossi fyrir félagsmála- störf. Símon Jóh. Ágústsson, prófessor, riddarakrossi fyrir vísinda- og kennslustörf. Þorbjörn Björnsson, fv. bónda frá Geitaskarði, riddarakrossi fyrir búnaðarstörf. Reykjavík, 17. júní 1968. (Frá orðuritara). ★ Trúlofun Laugardaginn 15. júní opinberuðu trúlofun sína. Kristín Steingrímsdótt ir Stýrimannastíg 9 og Gunnbjörn Guðmundsson prentari, Tjarnar götu 10A. ::::::::::::::::::: !•••■■■■!■■«■■■■■.■ ÍSLENDINGAR OG HAFIÐ HAFSJÓR AF FRÓDLEIK Síðasti sýningardagur Skemmtidagskrá kl. 16.30: OPIÐ KL. 1. Hljómar leika og syngja 2. Öldukórinn, akipstj órakolnur :syngja lé tt lög. 3. Björgun í stól yfir sýningarsalinn. 4. Eyjapeyjar spranga í Laugardalshöll. Notlð tæksfærið — sjáið sýsiinguna og skemmtielagskrána Ævintýrabeimur sjávarútvegsins er fyrir alla fjöiskylduna. ÍSLENDINGAR OG HAFIÐ i ■■•■»<•■■•■»•■■■*■•*•■■■»■■■••»•■••■■•■■•■■■■■■■■•■■■•■■■■■■•■■■■■■•■■■■■■■^■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■••■■■•■■■•■■■■•■•■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■.■•■■■■■■■■■■•■■■■■■■•■■^•■■■•■■■■■■■•■■■■■■■í,!,“ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■•■■■■■■■■■»■■■■■■■■■■■■■■■■■■>■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ iii.iiB.aMiatMMiiiiiiiaHtaaalM.iMaiiaMMiaaiiMiMinaaniHa.jnamnnnunntMilatMiaiMaiaiMaMiHKaiiakaKamimaaniMMiMiiMmMinaMaMMnMa'iMOMOi"""' ■■■■■■■■■■■■■■>■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■>■■■•■•■■■•■■■■■■■.■.•■■■.■■■■■■■■■•■■.■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■(■■■■■■■■■■■>■■■■■■■■•■■■■•■■■■■•■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■* 0 ’23. júní 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.