Alþýðublaðið - 23.06.1968, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 23.06.1968, Blaðsíða 14
Um mótmæli Framhald af 2. síffu. hún hefur þá að minnsta kosti alls ekki verið látin uppi, heldur einungis þörf þeirra að apa'eftir aðgerðir annarra.láta eins og aðr- ir láta; hafa meira að segja ver- ið til kvaddir „erlendir sérfræð- ingar,” að dæmi eldri og reynd- ari stjórnmálamanna, til að hafa hönd í bagga með mótmælend- um. Vitaskuld er mönnum full- komlega heimilt að láta skoð- anir sínar, hvernig sem á þeim stendur, í ljós með þessum hætti. Enginn verður sakfelldur fyrir „ofbeldi” einungis vegna útifunda, varðstöðu, kröfugöngu eða annarra slíkra tilburða; það er hins vegar nákvæmlega jafn saknæmt að „mótmæla” Nato með grjótkasti og barsmíðum og það væri að „taka svari” þess með barsmíðum og grjótkasti. Og fróðlegt verður að sjá hvern- ig aðgerðir þessar takast til. í báðum herbúðum forsetaefna eru menn þegar teknir að spá í það, hvaða áróðursgildi hugsan- leg upphlaup dagana fyrir kosn- ingar gætu haft. Og aðgerðir munu sem sagt fara fram þó þær séu raunverulega settar á svið, ekki sprottnar af náttúrlegri ó- viðráðanlegri andúð, eða ekki fyrst og fremst. Fróðlegast verð- ur að sjá hvort mótmælendum tekst að einhverju leyti að reisa múg í flokk með sér, gera leik sinn á sviðinu að alvöru, pólitísk- um viðburði. — ÓJ. Þýðing NATO Framhald af 5. síðu. að 'halda áfram aðild að sam- tökunum með öllum atkvæðum gegn sex, og hið sama eða svip- að, ætla ég að verði hér, þegar Alþingi tekur afstöðu itil máls- ins. Upphlaup fámenns hóps til að 'komia í veg fyrir eða torvelda fundarhöld samtakamna breyta Ihér engu um, jafnvel iþó að erlendir skoðanabræður komi til aðstoðar. EIRRÖR Kranar, fittings, einangrun o. fl. til hita- og vatnslagna. Bursfafell byggingavöruverzlun Réttarholfsvegi 3, Sími 38840. Sendum ókeypis verðlista yfir frímerki og frímerkjavörur. FRlMERKJAHÚSIÐ Lækjargötu 6A Revkiavífc - Simí 11614 . Bréfakassinn Framhald af bls. 2. svona lagað eða hylja með ein- hverjum hættí. Satt er það að ekki má líða að drasli sé fleygt hvar sem er, en sú ráðlegging að hylja það, er í rauninni alls ekki nægjanleg. í flestum tilfellum ættu menn að hafa allt slíkt dót á brott með sér og koma því í einhverja raunverulega sorp- eyðingu. í þessu sambandi rekur mig minni til þess er ég í fyrrasumar mataðist í Hólahólum á Snæ- fellsnesi. Þarna koma margir og sannast að segja sást lítið af rusli á yfirborði jarðar, en hvar sem skyggnzt var undir steina eða ofan í holur voru haugar af rusli. Þar voru bæði hálfrotnað- ar matarleifar og ókjör af nið- ursuðu dósum, mjólkurhyrnum o. fl. þess háttar. Sást þetta dót þótt ekki væri við neinu lireyft, og voru ryðgaðar dósir farnar að gægjast upp úr liolunum. Þeir, sem ferðast í einkabíl- um, eiga undir flestum kring- umstæðum að geta sett slíkt rusl til bráðabirgða í plastpoka og haft á brott með sér. — S. Kirkja Framhlad af 1. síðu. Að uppgreftrinum vinna tveir ungir menn, Sveinbjörn Rafnsson fil. cand, í norrænni fornleifafræði frá Lundi og Helgi H. Jónsson, sem er enn við nám í fornleifafræðum í Uppsölum, en hann á að baki þriggja ára nám í Kaupmanna höfn. Sveinbjörn skrifaði próf ritgerð um Vesturhafseyjar og ísland á víkingaöld og Helgi hefur skrifað greinar um danska fornleifafræði. Næstu verkefni Ekki hefur verið ráðgert að leita á ný mið í fornleifarann- sóknum á næstunni — senni- lega verður lokið við uppgröft á Reyðarfelli við Húsafell, en það verk er undir stjórn Þor kels Grímssonar. Einnijj kynnu að verða rannsökuð kuml á Norðurlandi. Þá eru uppi ráða gerðir um að kanna betur bæj arstæði Ingólfs, sem álitið er að sé í Aðalstræti og nái jafn vel inn í Suðurgötu. Norskur fornleifafræðingur dvaldi hér um tíma til skrafs og ráðagerða í þessu máli, en framhald þeirrar rannsóknar yrði á veg um Reykjavíkurborgar. — SJ. íþrótta áhugi Framhald af bls. 11. Aðalfundur HSÞ felur stjórn sambandsins að semja reglugerð fyirr bikarkeppni unglingaliðs HSÞ og leggur til að mótið verði haldið 18. ágúst. Síðan verði haldið mót á' Laugum 1. sept. sem boðið sé til keppendum frá öðrum héraðssamböndum. Aðalfundur HSÞ leggur til að íþr.f. Vöisung verði falið að sjá um héraðsmót HSÞ á skíðum veturinn 1968 — 1969. Ennfremur leggur nefndin til að ráðamenn Laugaskóla stuðli að eflingu 14 23. júní 1968 - ALÞÝÐUB.LAÐIÐ skíðaíþróttarinnar meðal nem- enda. Eftirfarandi frjálsíþróttamót voru ákveðin: Héraðsmót HSÞ 27.—28. júlí og unglingakeppni HSÞ 18. ágúst. Úr stjóm sambandsins áttu að ganga: Óskar Ágústsson, Stef- án Kristjánsson og Arngrímur Geirsson og voru þeir allir end- urkosnir. Stjórn HSÞ er þannig skipuð: Óskar Ágústsson, formaður. Vilhjálmur Pálsson varaform. Sigurður Jónsson ritari. Arngrímur Geirsson gjaldk. Stefán Kristjánsson meðstj. Prestsfélag Framhald af 3. sfðu hefur á' engan háít staðið í veg- inum fyrir því, að þau samtök fengju samningsrétt, heldur rík- isvaldið. Fái háskólamenntaðir menn á hinn bóginn samnings- rétt, tel ég ekkert álitamál, að prestar eigi þar sinn samnings- vettvang. Að lokum legg ég áherzlu á, að hér á landi er ekki nóg tillit tekið til langs háskólanáms, sem í reynd táknar styttri starfsævi. Og gjalda verður varhug vjð, að hafa launastigann of sam- þjappaðan, en slíkt hefur yfir- leitt í för með sér, að hann verður eins og flatkaka eins og reyndin var orðin hér fyrir nokkrum árum. í framhaldi af þessu langar mig til að segja stutta sögu, sem varpar örlitlu Ijósi á þetta at- riði. Einu sinni kom til mín pilt- ur um tvítugt. Tal okkar barst m. a. að því, hvað liann hefði upp úr sér. — Ja, það er nú ekki mikið, sagði piltur. Þú hefur nú samt álíka mikið í tekjur og ég, eftir að hafa verið prestur í nærri 40 ár, svaraði ég. Gæti það stafað af því, að vinnutími minn sé lengri, spyr piltur. Tæp- lega. Því ég hef 24 tíma vakt, svaraði ég. Höfðinglegar gjafir til Rauðakross Islands Höfðinglegar gjafir hafa bor- izt til Rauða krossins vegna Bi afra-söfnunarinnar. Efíirtaldir að iljar hafa gefið skreið: Sturlaug ur Böðvarsson, Akranesi að and virði 100 þús. krónur. ísfélag Vestmannaeyja, að andvirði 50-60 þús. og Karólína Karlsdóttir gaf skreið að andvirði 10 þús. Ennfremur hafa borizt til skrif stofunnar peningagjafir að and- virði samtals 49.000 krónur. Tek ið er á móti framlögum til söfn unarinnar hjá Rauða krossi ís- lands að Öldugötu 4, svo og Rauða kross deildum um allt land og dagblöðunum í Reykja- Vík. (Fréttatilkynning). I stuttu máli RIO de JANEIRO - Fimm létu lifið og 150 særðust í gaer í stórfelldum óeirðum stúdenta og átökum við lögregluna. Orð rómur var um, að herinn mundi taka við stjórn í borg- inni. SAIGON — Vietcong hélt í nótt uppi eldflaugarárásum á hafnarhverfi borgarinnar og varð nokkuð tjón á skipum. LOS ANGELES — -Lögfræðing urinn Russel Porsons, sem á að verja morðingja Roberts Kenne dys fyrir rétti, hefur fengið margar hótanir um líflát. Hann er undir lögregluvernd. KAUPMANNAHÖFN — Portú- gölsk hjón voru í gær hand- tekin, grunuð um þátt í hinu mikla ráni fyrir ári síðan, er fjórir menn rændu 29 milljón um escudos úr Landsbankan- um í Lissabon. HONG KONG —- 100.000 t>æ»d- ur eru heimilislausir vegna stórfelldra flóða í Kwantung- fylki í Suður-Kína. SEOUL — Suður kórcanskir landamæraverðir felldu í gær sjö norður kóreanska hermenn í átökum á landamærunum. TOKIO — Norður Kóreumenn segjast hafa sökkt bandarísku „njósnaskipi“ úti fyrir höfn- inni Pukpo. Útvarpið í Pyong- yang sagði, að öll áhöfnin hefði farizt með skipinu, sem hefði verið að „fjandsamlegum að- gerðum“ í landhelgi. Pukpo er rétt norðan við 38. breiddar- baug á vesturströnd Kóreu. PARÍS — Síðasta skoðanakönn un fyrir frönsku kosningarnar bendir til sigurs Gaullista. Þeir hafa fengið stuðning 41% aðspurðra, en höfðu síðast 37,7% atkvæða. AÞENA — Georg Cavounides, fyrrum yfinnaður blaðaskrif- stofu grísku stjórnarinnar, hef ur verið handiekinn af Örygg islögreglunni. ÓTTAR YNGVASON héraðsdómslögmaður MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA BLÖNDUHLÍÐ 1 • SfMI 21296 Verkstæði vort og skrifstofa verða lokuð mánudaginn 24. júní vegna jarðarfarar Odds Hannessowar. VOLTI S/F. Elsku eiginmaður minn faðir, sonur og tengdasonur HAUKUR HAFSTEINN GUÐNASON sem andaðist 16. þ.m. verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginin 24. júní kl. 13.30. Margrét S. Magnúsdóttir, Þór Hauksson, Magnús Hauksson, Margrét Guðbrandsdóttir, Hrefna Þórðardóttir. Úitför : i NÍNU TRYGGVADÓTTUR COPLEY listmálara f£tr fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 26. júinlí kl. 10.30 f.h. Dr. Alfred L. Copley (L. Alcopley), Una Dóra Copley og systkini hinnar látnu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.