Alþýðublaðið - 23.06.1968, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 23.06.1968, Blaðsíða 10
FRÉTTIR FRÁ S.Þ. Eykur k j arna vopnaeign pólitískt vald ríkja? Öryggi rfkja og pólitískt vald eru teygjanleg hugtök. Til eru lönd, sem njóta hvors tveggja í ríkum mæli, enda þótt þau séu ekki talin til hervelda heimsins. Þó kjarnorkuveldin hafi stund- um getað beitt gífurlegum efna- hagslegum áhrifum og gífurlegu pólitísku valdi í heimsmálun- um, hefur það einnig átt sér stað á seinni árum, að þau hafa ekki haft áhrif þrátt fyrir hið mikla magn kjarnavopna, sem þau ráða yfir. Á sama hátt kemur kjarnavopnaeign ekki í veg fyrir dvínandi pólitisk á- hrif í öllum tilvikum. Ef öflun og varðveizla stórra birgða af kjarnavopnum legði verulegar tæknilegar og efnah.agslegar byrðar á tiltekið ríki, gæti af- leiðingin kannski orðið dvín- andi en ekki vaxandi öryggi og pólitísk áhrif þess á heimsmál- in. Hvemig verður öryggið bezt tryggt? Lausn vandamáls að tryggja öryggi í heiminum liggur ekki í fjölgun kjarnorkuvelda og ekki heldur í því, að ríkin, sem nú eiga kjarnavopn, haldi þeim. Sáttmáli um að koma í veg fyrir dreifingu kjarnavopna, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa stuðlað að og hefur orðið til við frjálsar samningsumleit- anir, er mikilvægt skref í rétta átt, verði honum framfyigt. Sáttmáli um minnkun þeirra birgða af kjamavopnum, sem nú eru fyrir hendi, væri einn- ig mikilvæg ráðstöfun. Öryggi allra ríkja heimsins verður að tryggja með almennri og al- gerri afvopnun, sem útrýmir öllum kjamavopnabirgðum og leggur blátt bann við beitingu kjarnavopna. (Útdráttur úr bæklingnum Kjarnavopnaógnunin, sem byggður er á skýrslu sér- fræðinga frá S. Þ.). Hungurjafnvægið tvísýnt Þar sem allur hinn vanþróaði heimur — þrátt fyrir met-upp- skeru víða — leitast stöðugt við að ná valdi á hinni erfiðu jafn- vægislist milli fólksfjölda og fæðu — sum svæði virðast hafa haft minni matvæli á hvern í- búa árið 1967 en í byrjun ára- tugsins — þá hefur Þróunar- áætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) lagt meira fé til land- búnaðar en nokkurrar annarrar atvinnugreinar, segir í árs- skýrslu UNDP. 1967 var óvenjugott land- búnaðarár. Uppskeran í Ind- landi var meiri en nokkru sinni fyrr. Landbúnaðarfram- leiðsla Pakistans jókst um 10 prósent, og vegna betra út- sæðis var hrísuppskeran á Filippseyjum meiri en nokkru sinni fyrr. Tölur frá Afríku og Rómönsku Ameríku sýna ekki jafnmikinn vöxt alls staðar, en í mörgum löndum hefur upp- skeran samt verið góð. En þetta hefur ekki nægt. Fólks- fjölgunin hefur verið of ör. — Flestir íbúar vanþróuðu land- anna búa enn við aumasta við- urværi. Af þvi fjármagni sem UNDP varði til svonefndrar for-fjár- festingar fór nálega rúm- ur þriðjungur til landbún- aðar. Á árinu 1967 veitti UN- DP 47 milljónir dollara til land- búnaðar, sem er nálega 15% meíra en 1966 og rúmlega 50% meira en 1965. Fjallað verður um skýrslu á fundi stjórnar stofnunarinn- ar í Vín 11,—28. júní. Af Norðurlöndum eiga sæti í stjórninni Danmörk, Finnland og Noregur. Það eru Samein- uðu þjóðirnar og 12 sérstofn- KING SIZE FILJER i ----------------- ^ Leiö nútímamannsins til ekta tóbaksbragðsins f rá Ameríku anir þeirra sem vinna að verk- efnum UNDP í vanþróuðu löndunum. Ný verksvið Á liðnu ári lagði UNDP til atlögu við alveg ný verkefni eða jók viðleitni sína á tiltölu- lega nýjum sviðum: ★ í landbúnaði hefur verið lögð ríkari áherzla á áð hefja sýniframleiðslu, — mennta vinnukraft og koma betra félagslegu skipulagi á landsbyggðina. Umbótum á landsbyggðinni hefur einnig verið hraðað til að draga úr flóttanum til borga og bæja. ★ Verkefnin í iðnaðinum bein- ast einkum að því að veita meiri menntun og leiðbein- ingar sem stuðla að betri stjórn og framleiðni fyrir- tækja. ★ Viðleitnin í skólamálum hef- ur miðað að því aö vinna bug á ólæsi meðal íullorð- inna og bæta úr skortinuin á háskólakennurum. ★ Að því er varðar fjarskipti hefur UNDP veitt hjálp við að færa út kvíar fjarskipta- sambanda landa á milli. ★ Glímt er við ný verkefni í greinum eins og flutningum, ferðam.-þjónustu og útflutn- ingsgreinum og svæðis- bundnu samstarfi vanþróuðu landanna. Tvöföldum nauðsynleg Samkvæmt könnun sem for- stjóri UNDP, Paul G. Hoffman, hefur gert í samvinnu við hlut- aðeigandi ríkisstjórnir og stofn- anir, mun UNDP þurfa tals- vert meira en tvöfalda þá upp- hæð, sem aðildarríkin hafa heitið fyrir 1968, til að full- nægja brýnustu hjálparþörfum á næstu árum. U Tliant hefur farið þess á leit að árið 1970 verði framlögin komin upp í 350 milljónir dollara, sem er nálega tvöföld sú upphæð sem heitið hefur verið á þessu ári. Afríka fékk mest Árið 1967 lagði UNDP fram 143,5 milljónir dollara til van- þróuðu landanna. Það var sjö prósentum meira en 1966. Af- ríka fékk mest — 52,5 milljón- ir. Því næst kom Norður- og Suður-Ameríka með 35,4, Asía með 34,7, Evrópa með 7,6 og Mið-Austurlönd með 9 milljón- ónir dollara. 3,6 milljónir fóru til alþjóðlegra verkefna. Af útgjöldum UNDP fóru 64 prósent til sérfræðinga, 16 pró- sent til tækja og verkfæra og 7 prósent til námsstyrkja. Um 6900 sérfræðingar frá 104 löndum störfuðu í þjónustu UNÐP 1967. Frá Svíþjóð komu 162 þeirra, og voru Svíar tólfta hæsta landið að þessu leyti, en Noergur í 15. sæti með 123 sérfræðinga. Frá öðrum Norð- urlöndum voru tölurnar sem hér segir: Danmörk 99, Finn- land 27 og írland 9. 10 23. júní 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ I .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.