Alþýðublaðið - 19.07.1968, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 19.07.1968, Blaðsíða 16
Hvar finnst hin fullkomna steik? Þesa dagana er staddur hér í Reykjavík maður, sem á fáa ef nokkurn sinn líka. Hann heitir Maurice Dreicer og ef heimfæra má orðtakið matur er mannsins megin upp á nokkra eina pers- ónu, þá' er hún þessi ameríski furðufugl, sem hefur flakkað um 80 lönd í leit að fullkominni kjötsteik, en ekki haft erindi sem erfiði, þó að 22 ár séu liðin síðan hann hóf þessa pílagrímsför sína. Og þar sem hann hyggst dvelja hér a.m.k. um vikutíma og reyna aðskiljanlegar steikur á íslenzk- um veitingahúsum ætlum við að gefa íslenzkum matreiðslumönn- um upp uppskriftina að hinni fullkomnu steik, sem gæti bundið endi á áratugalanga leit hins matglaða vinar okkar. Boðorðin, sem hafa verður í huga eru þessi: 1. Hráefnið verður að vera af 4 vetra tarfi. 2. Kjötið verður að vera fyrsta flokks. 3. Skepnan verður að hafa hangið í 4-6 vikur. 4. Steikin verður að vera það meyr, að herra Dreicer geti skorið hana með silfurhnif sinum. 5. Hún verður að vera þannig steikt, að kjötið sé svart að ut- an, bleikt að innan og rautt í miðju. 6. Áður en steikin er „grilluð” verður hún að standast skoðun herra Dreicers í gegnum til þess gert stækkunargler. Sú skoðun verður að leiða það í ljós, að gripurinn hafi verið stríðalinn, og vel alinn hæfi- lega í hold kominn. 7. Svo verður að steikja kjötið yfir viðarkolaeldi og síðast en ekki sízt verða matreiðslumenn að fylgjast vel með tímanum, því að þegar hver únsa í steik- inni hefur verið í eldinum 15 sekúndur er hún tilbúin, Dreicer hefur nefnilega í liöndunum gullslegið úr, sem hringir, þegar steikin á að vera tjl. Ef út af því bregður stend- ur hann upp og fer og kemur aldrei á viðkomandi veitinga- stað. Dreicer. hefur mikinn á’huga á öliu því, sem menn láta í and- litið á sér, mat, drykk og vindl- um, stórum Havannavindlum, sem framleiddir eru á Kanaríeyj- um, Hann hefur ritað þykka bók um það, hvernig bezt megi þjóna þeirri list að fullnægja matar- lystinni. Sú bók verður senn gef- in út aftur aukin og endurbætt og verður þá væntanlega fjallað um íslenzka matarlyst. Þá hefur hann gefið út plötu, þar sem segir hvernig blanda skuli hanastél og fylgja leiðbeiningunum allir nauðsynlegir hljóðeffektar. Dreicer veitir oft verðlaun fyrir þá rétti, sem honum þykja sérlega góðir, og notfæra fram- leiðendur sér ofít þessa viðurkenn ingu hans í auglýsíngum. T.d. sáum við í úrklippusafni hans baksíðuauglýsingu í bandaríska tímariíinu Newsweek, þar sem bandarískur bjórframleiðandi not aði viðurkenningu Dreicers vöru sinni til framdráttar. Dreicer hóf feril sinn sem út- varpsmaður, en eftir tilkomu sjón varpsins er hann orðinn kunnur á þeim vettvangi. Fyrsta starf hans í útvarpi var að tala lát- laust í tvo klukkutíma milli 3 og 5 á morgnana í beinni útsend- ingu. Þegar hann sótti umstarf- ið spurði útvarpsstjórinn hann, hvort hann treysti sér til að láta móðan mása svo lengi. — Það eina, sem ég hef áhyggj- ur út af er, að ég geti ekki hæít eftir tvo tíma, sagði Dreicer/ Hann var ráðinn á stundinni. Að lokum má geta þess, að Dreicer hefur alltaf með sér á ferðum sínum stórbrotna vindla, sem hann lætur búa til fyrir sig sérstaklega. Eru þeir liðlega hálf ur metri á lengd og tekur um 4 klukkustundir að reykja þá upp. Kvaðst Dreicer hafa gefið lafði Churchill einn slíkan handa gamla manninum, sem var orð- lagður- vindlareykingamaður. Héðan heldur Dreicer væntan- lega á þriðjudaginn í maraþon- leit sinni að hinni fullkomnu steik - nema svo fari, að íslenzka kjötið fuilnægi kröfum hans . . . Kosningar eru merkileg fyrir- bæri. Fyrst rífast menn iengi fyrir þær, og svo rífast þeir um úrslitin eftir að þeim er lokið. Ekki eru þeir nú alveg sjálf- um sér samkvæmir, bjessaðir ráðamennirnir okkar. Fyrst tala þeir um að hægt væri að fóðra allar skepnur í Húnaþingi á hey- inu af túnblettunum í Reykjavík - og svo slá þeir Arnarhól á viku fresti og láta grasið grotna þar niður, engum til gagns. Þeir hefðu átt að láta táninga- liðið fara í Norsarana, þá hefði verið burstað á hinn veginn . . .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.