Alþýðublaðið - 05.09.1968, Side 15

Alþýðublaðið - 05.09.1968, Side 15
 UNDIR SUÐRÆNNI SOL 19. HLUTI og skerandi. Þá koma þeir allir hlaupandi til að vita, hvað sé að mér og á meðan, ferð þú. Þér verður að takast það, Púkk, ann. ars .. deyr Túan Mason. Sfðustu orðin minntu á hálf- kæfða stunu. Púkk kingdi nokkrum sinnum — og svo sást hann ekki leng. ur. Jean taldi hægt upp að fimm- tíu, svo veinaði hún hát't og skerandi. Fyrst eftir að hún hafði vein. að var allt með kyrrum kjörum, en svo heyrði hún hróp að utan og hlaupandi fótatak manna. Jean lét fallast' niður á rúmið og huldi andlitið í höndum sér. Hún fann það, að henni var bæði illt og að hana svimaði. Þetta virtist ætla að heppnast'. Don þreif upp dyrnar og kom hlaupandi til hennar. — Jean ... hvað er að? Hvers vegna ...? Hún gerði sitt bezta til að hörfa ekki frá honum í skelfingu. — Sla ... slanga! tautaði hún. —Ég ... ég sá slöngu, þarna .. þarna í horninu undir skápnum. Don leit umhverfis sig í her. berginu og rödd hans var óþolin. mæðisleg, þegar hann sagði: — Vitleysa, elskan, elskan mín. Þig hefur dreymt þetta. Hér er enginn slanga. —Ég .. ég! Tárin runnu nið. ur kinnar hennar, þegar hún tók hendurnar frá andlitinu. Þau komu vegna þess, að hún var svo hrædd um, að henni tækist ekki að sannfæra liann — og einmitt af þeirri ástæðu, tókst BARNALEIKTÆKI ÍÞRÓTTATÆKI Vélaverkstæði Bernharðs Hanness., Suðurlandsbraut 12. Sími 35810. Don varð blíðlegri á svipinn. henni það. Hann tók utan um hana og tók hana í faðm sér. — þú ert tauga veikluð, elskan min. Jæja, þetta ey að verða búið. Síðustu orðin sagði hann svo sigrihrósandi, að Jean varð að beita öllu sínu vilja þreki til að slíta sig ekki lausa því að glampinn [ augum lians olli því, að henni rann kalt vatn milli skinns og hörunds. — Ég þarf bara að senda menn mína af stað, svo kem ég aftur, hjartað mitt, tautaði Don. — Ég hef vanrækt þig alltof lengi. En ég lofa þér því, að í kvöld skaltu ekki sofa ein. Rödd hans var orðin óskýr og varir hans leituðu hennar af græðgi og illa dulinni ástrfðu, sem fylltu hana ótta og viðbjóði. Hann þrýsti henni að sér og tautaði ástúðarorð í eyra henn- ar. Jean reyndi að hugsa skýrt', því að allt var undir því komið, að hún hagaði sér rétt. Don var eiginmaður henriar og hafðirétt til að búast við því, að hún hlakk. aði til þess að verða hans. Ef liún sýndi honum andúð núna, væri öllu glatað. Hún varð líka að halda Don hjá sér eins lengi og henni væri unnt, þvj að þá fengi Púkk lengri tíma til að aðvara Bruee. Þess vegna neyddi hún sjálfa ,sig ifil að hvtsla !feimnislega, en samt eins og hrifin en ósnert brúður: — Farðu ekki frá mér, Don. Hvaða máli skiptir það, hvort þú hefur einum tímanum lengur eða skemur til að elta ræningjana? Hún sá ástríðuglampa í aug- um hans. -— Elskan mín... sagði hann rámum rómi og Jean fannst, að nú hlyti að ljða yfir hana. En í þessu var barið ákaft að dyrum. Don sleit sig lausan og þaut til dyra. Þar öskraði hann öskureiður: —Hver dirfist að ónáða mig? Innfæddi maðurinn, sem stóð fyrir utan dyrnar, virtist hverfa inn í sjálfan sig, en samt tókst honum að stynja upp: — Litli froskurinn, Túan, stamaði hann. — Drengurinn, sem er þjónn ensku ungfrúarinn- ar. Við sáum hann á leið inní frumskóginn. — Hvað? Þetta hljómaði eins og reiði- öskur og það fór hroilur um Jean. — Það var ækki m>n sök, Túan, .sagði innfæddi maðurinn. —Ég heyrði ensku ungfrúna, veina og kom strax hingað. Dreng urinn hlýtur að hafa laumast á brott um það leyti. Ég sendi, menn á eftir honum, en ... — Farðu á þinn stað. Skip- aði Don. — Ég er að koma. Hann leit síðan á Jean og nú var hvorki hægt að merkja ást né ástríðu í svip hans. Þar sást aðeins hrá grimmd og girnd. Þegar hann greip um handlegg hennar, skárust fingur hans inn í handlegg hennar: — Þú hefur ráðgert vel, sak. lausa dúfan mín, sagði hann og^ beit á jaxlinn. — Drengurinn fór að aðvara Mason. En Jean kinokaði sér ekki vjð líkamlegum sársaukanum. Hún leit-fyrirlit'lega á (hann og augu Jnenn'ar 'leiftruðuK svo mjög létt henni við að geta hætt öllum leikaraskap. í augum hennar sá Don, hvað hún fyrirleit hann og Ihenti henni svo fast frá. sér, að hún rakst á rúmið og féll á gólfið. — Ég skal sjá um þig sejnna tautaði hann hásurn rómi, snerist á 'hæl og fór út. Hann skellti hurðinni í lás að bak: sér. Jean lá kyrr á gólfinu, stynj andi af sársauka og æsingi. Hún heyrði skipanir Dons fyr ir utan gluggann og skömmu seinna sá hún skugga inn fædds manns fyrir utan vírnet ið. Hann hafði greinilega ver ,ð settur á vörð fyrir utan glugg ann hennar. Nú gat hún ekki flúið. Samt óttaðist hún ekki um sina eigin velferð. Hún hugs- aði aðeins um velferð inn- fædda idrengsins, sem var á le ðinni umhverfis frumskóg- inn tii að aðVaha hinn lelskaða Túan Mason. Svo fann hún allt í einu, hvérnig kýrrðin yfirgnæfði allt. Hún heyrði hvorki tal hinna innfæddu eða fótatak á flísunum fyrir utan. Jean stirðn aði upp og reis upp v„ð dogg. Mennirnk voru víst lagðir af stað til að refsa uppreisnar- mönnunum. Hún hrökk hrædd við, þeg ar hún heyrði að dyrnar voru opnaðar. Don var að koma. Hann gekk inn í stofuna og virti hana íyr 'ir sér og hann glotti, þegar hann sá, að hún varð hrædd. — Mennirnir eru farnir af stað, sagði hann blíðlega. - En Nik alí ætlar að sjá um að losa okk- ur við drenginn, vin þinn og Mas on. Það var skemmtilegt, að mað. urinn, sem átti að fara með hann í vélbátnum, gat ekki lokið verk inu. En Nikalí tekst það, hann er svo slægur. — En Sara . . . hvfslaði Jean. — Drap Nikalí hana samkvæmt ósk þinni? Don hrist'i höfuðið. — Nei. Það var sameiginlegt takmark. Nikalí hefur alltaf haft horn í siðu þeirrar kvensu. Hún vildi ekki eiga hann að elskhuga — og ég gat ekki búizt við því, að hún þegði til lengdar. — Þegði! stundi Jean. — Svo sonur Söru er einnig sonur þinn? Don yppti öxlum. — Ég kunni bara vel við hana. En hún var svo heimsk, að hún varð leið á mér, áður en ég verð leiður á henni. Þess vegna stakk hún af með Mason, vini þínum. Nú, hún hefur þegar borgað fyrir það og hann fær sín laun innan skamms. — En hvað ég hef verið blind! grét Jean. — Að ég skyldi verða ástfangin af þér. Og nú ... — Ertu konan mín! greip Don fram í fyrir henni — og þú verður kpnan mín meðan ég vil eiga þig. Ég þeld, að Jteð verði langt þangað til að ég verð leiður á þér, elskan, Pening- arnir þjnir stuðla að því. — En eitrið! veinaði Jean. — Svo Kardíjurtin er ekki hættu laus eins og þú sagðir. Það er rétt, sem Bruce sagði og ... — Já, hann Mason. Don glotti. — Þú varðst víst ástfangin af honum hjá ræningjunum. Frúm. skógarnæturnar eru hættulegar. Hann sá, hvað hún roðnaði og skellti upp úr. — Þú skalt ekki halda, að ég taki svona smá glappaskot alvar- lega. Ég held jafnvel, að þú verðir aðeins meira aðlaðandi fyrir mig. í hvert einasta skipti, sem ég á’eftir að taka þig f faðm minn hér eftir, mun ég minn. ast þess, að ég hef rænt Mason því, sem hann mat mest á jarð- rjki. Svo verð ég fljótur að fá þig til að gleyma honum. Hann greip skyndilega um handlegg hennar með annarri hendinni. Hinni stakk hann nið- ur í jakkavasann og náði þar í sprautu. Hún var full af lit. lausum vökva og Jean glennti upp augun af skelfingu. Don skellti upp úr. — Já, vinkona. Nú færðu sjálf að reyna Kamardíeitrið. Ein inhspýtipg og þú neitar mér ekki um neitt. Kamardíeitrið, sem ) Bruce hafði sagt að eyðilegði vilja mannanna og gerði þá að þræl- um þess. —. Ég vann sjálfur eitrið úr jurtunum, sagði Don. — Ég bjóst við þvj, að það kæmi að góðum notum. Fyrstu áhrif þesS eru einstaklega áhrifamikil. Þér mun líða vel og ótti þinn og áhyggjur hverfa algjörlega. Þu munt hlýða mér gjörsamlega eins og Kabúla. Athugið opið frá kl. I — 8 e.h. Haustútsala Okkar árlega haustútsala. stórlæikikað verð á lífstykkjavörum og undir- fatnaði, — Lítilsháttar gallaðar lífstykkjavör- ur. FYLGIZT MEÐ FJÖLDANUM. KAUPIÐ VÖRUR FYRIR HÁLFVIRÐI. Laugavegi 26. 5. sept. 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIO |,5 1*1

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.