Alþýðublaðið - 19.10.1968, Síða 1

Alþýðublaðið - 19.10.1968, Síða 1
ÚTVARPSVIKAN 20. TIL 26. OKT. 1968 BÓKASKÁPURINN: Gunnar Gunnarsson MEÐAL þeirra dagskrárliða sjónvarpsins, sem að líkindum mun vekja hvað mesta athygli þessa vikuna, er nýr þáttur, BÓKASKÁPURINN, sem hef- ur göngu sína á föstudags- kvöldið. Að þessu sinni verð- ur fjallað um Gunnar Gunn- arsson með tilliti til þess, að nú er nær hálf öld liðin síðan Saga Borgarættarinnar var kvikmynduð, en í þættinum vexð'a einmitt sýndir kaflar úr henni. Umsjón með þætt- inum hefur Helgi Sæmunds- son, ritstjóri. Svo sem kunnugt er, er Gunnar Gunnarsson einn af fremstu rithöfundum íslend- inga fyrr og síðar; hann fædd- ist 18. maí 1889 á Valþjófs- stað í Fljótsdal, gerðist rit- höfundur ungur að árum, flutt- :st snemma til Danmerkur og dvaldist' þar flest sín mann- dómsár. Hann ritaði margar beztu bækur sínar á dönsku og öðluðust þær fljótt viður- kenningu þarlendra og er- elndra bókmenntamanna. Árið 1939 fluttist hann heim til ís- lands og hefur búið hér síð- an við vaxandi vinsældir og lýð-hylli. Nokkrar síðustu bækur hans eru frumsamdar á íslenzka tungu. Saga Borgarættarinnar var upphaflega rituð á dönsku, þó að henni hafi seinna verið snú- ið til íslenzks máls, og birtist hún í fjórum bindum: Ormarr Örlygsson, 1912; Den danske Frue paa Hof, 1913; Gæst den enöjede, 1913, og Den unge Örn, 1914. Saga Borgarættar- innar er ættar- og örlaga saga eins og nafnið bendir til, — skemmtileg og spennandi lesning og hefur öðlast miklar vinsældir, sem m. a. lýsa sér í því, að hún var fyrst ís- lenzkra skáldverka kvikmynd- uð. Kvikmyndin um Borgar- ættina hefur verið sýnd hér á' landi og þótti takast vel; meðai leikenda var hinn góð- kunni íslenzki listamaður Muggur eða Guðmundur Thorsteinsson. Myndin var að miklu leyti tekin hér á landi og var myndatakan hin sögu- legasta; er ekki ólíklegt, að Gunnar Gunnarsson segi sjón varpsáhorfendum og heyrend- um eitthvað frá henni á föstudagskvöldið kemur. j

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.