Alþýðublaðið - 26.10.1968, Side 4

Alþýðublaðið - 26.10.1968, Side 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ 26- október 1968 Áttræður málari opnar sýningu í gær var opnuð sýning: í Ilrafnistu á 32 verkum gömlu kempunnar, ísleifs Konráðsson ar. Hann er nú kominij fast að áttræðu; byrjaðs ekki að mála fyrr en um sjötugt. Sagð5 nð bað hefði einu sinni hvaiilað að scr. Við inntum hann eftir því, hvernig stæði á því, að hann hefði farið að mála. „Ja, það var nú svoleiðis, að ég hítti' hann einu sinni, hann meistara Kjarval, og segi við 'hann, að mikið eigi hahn nú gott að mála. Og hann segir það sé ekkerl því til fyrirstöðu fyrir mig að mála; og lcauptu þér bara græjur. Ég sagði honum, að það væri ekki hægt, ég væri ekkert lærður. Kjarval sagði, að það þj’rfti ekki til og skipti engu máli. Og ég hallast helzt að því. fíú, en ég fór semsé og keypti mér græjur.” Björn Th. Björnsson, lisV- fræðingur, var viðstaddur opnun sýnjngarinnar og aðspurður um list ísleifs, sagði hann það sam- dóma álit þeirra, er til þekktu, iað enginn „naivisti" í Bvrópu kæmist með tærnar, þar sem ísleifur hefur hælana. Hafa ýmis erlend söfn falað myndir af honum. Fyrstu sýninguna hélt ísleif-* ur í Bogasal Þjóðminjasafnsins, árið 1961, en þetta er fimmta sýning lians og verður opin frá tvö til tíu, að líkindum í hálfan mánuð, og er til húsa í Hrafnistu, eins og áður er getið, en þar dvelst ísleifur Konráðsson nú. GEKKILLA * Bandaríkjamönnum gekk jlla í undanúrsFtum í linefaleik- um Olympíuleikanna í fyrra- kvöld. Þeir töpuðu í fjórum þyngdarflokkum af sjö, en Sovétmenn fe'ngu fimm menn í úrslit af sex. Finnjnn Arto Njlsson var eini Norðurlanda- bújnn, sem hlaut verðlaun í hnefalcikum, eða brons. Rætt um Nefnd sú á vegum Evrópu- ráðsjns, sem hefur því hlutverki að gegna að liafa samband við þjóðþing aöildarríkja ráðsins og víð almenning í aðildarlöndun- um, hélt fund hér í Reykjavík, sem lauk í gærkvöldi. Fulltrúar frá 12 aðildarríkjum Evrópuráðs ins tóku þátt í fundinum, en að Hinn aldnj Iistamaður, ísleifur Konráðsson, í setustofu Hrafnjstu, þar sem nú fer fram sýning á verkum hans. Þorvaidur Garðar Kristjánsson og Karl Czernitz, formaður Evrópuráðsnefndarinnar, sem hélf fundi hér á landi tvo síðustu daga. (Ljósm. B.B.) eiturlvf á Evróoufundi hé íldavríkin eru 14 talsins. Eng ir fulltrúar komu frá Möltu og Kýpur, en bæði þessi ríki hafa nýlega bætzt í hóp aðildarríkja ráðsins. Sömuleiðis sat fundinn enginn fulltrúi frá Grikklandi, sem er í Evrópuráðinu, þrátt fyrir að núverandi stjórnarfar þar í landi brjóti í bága við stofnsáttmála Evrópuráðsins. Spánn og Portúgal eru ekki að ilar að ráðinu, þar sem eingöngu lýðræðisríkj fá að því aðild. Á iþingfundi Evrópuráðsins í Strassbourg í síðasta mánuði var mikið um það rætt, hvort Grikkland yrði ekki að hverfa úr Evrópuráðinu, þar sem það er ekki lýðræðisríki, en þar er 'ekki þingræði og ekkert þjóð þing starfandi nú. Ákveðið var, að Grikklandsmálið skyldi tek ið fyrir á þingi Evrópuráðsins í janúar næstkomandi og verður þá að líkindum tekin ákvörð un um það, hvort Grikklandi Verði vísiað úr Evrópuráðinu eða ekki, ef stjórnarfar breytist ekki þar fyrir þann tíma. í há.deginu í gær bauð for- maður nefndarinnar (Committee on Parliamentary and Public Relations), sem er ausíurrískur þingmaður, Karl Czernetz blaða mönnum til hádegisvei’ðar með nefndiarmönnum. Þorvaldur Garðar Kristjánsson á sæti í mtefndinini fyrir íslands hönd, ien hann er formaður íslenzku fulltrúanefndarinnar á ráðgjafa þingi Evrópuráðsins. •Meðal þeirra mála, sem rædd voru á fundi nefndarinnar í Ii.eykjavík, var eiturlyfjavanda málið í Evrópu, en það var sænskur þingmaður Daníel Wik lund, sem hafði framsögu um þetta efnli. Wiklund sagði við íblaðamann Alþýðublaðsins við hádegisverði-nn, að æ erfiðara væri að berjast gegn þessu mikla vandamáli og lagði hann áherzlu á, að eiturlyfjavandamál ið t.d. í Svíþjóð, Bretlanid.i og Danmörku yrði þeim mun flókn ara og erfiðara viðureignar sem lengri tími liði, áður en ein hvað raunhæft yrði gert til að kveða það niður. Á næsta 'ári eru tuttugu ár liðin frá stofnun Evrópuráðsins og fjallaði fundur nefndarinn- ar m.a. um undirbúning há- tíðarhalda í tilefni afmælisins. Verður haldið upp á afmæli Evrópuráðsins í London dagana 5. og 6. maí' á næsta ári. Þá verður einnig haldið upp á nf mæiið í Strassbourg ,í Frakk- landi, þar $em aðalstöðvar Evrópuráðsins eru til húsa, hinn 12. maí 1969. Verður þá lagður Ihornsteinninn að þeirri stofnun innan Evrópuráðsins, sem á ensku -nefnist „flhe European Youth Centre“, sem annast mun hin ýmsu samskipti ungmenna í aðildarríkjum Evrópuráðsins. T.he European Youth Centre hef ur verið starfrækt sem tilrauna stofnun innan Evrópuráðsins um nokkurt skeið, en það ier norsk ur maður, sem stjórnar uppbygg ingu þesaanar merku stofnunar innan Evrópuráðsins. í fyrradag iheimsóttu nefndar menn Ailþingi íslendinga og 'flutti Birgir Finnsson, forseti Snmeiinaðs þings, við það tæki færi fyrirlestur um störf Al- þngis og sögu þess. Síðdegis í gær fóru nefndar mennirnir í flerðalag trl Þing- valla og víðar og skoðuðu meðal annars Sogsvirkjun og Hvera- gerði. Athugasemd og leiðrétting iSíðaslliðinn miðvikudag hélt stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur blaðamianmafund til þess að kynna starfsemi fé lagsins á vetri komanda. Telst það til nýmæla, að stjórnmála 'samtök hér á landi boði full trúa dagblaðanma samtímis til fundar. Var því nokkur eftir vænting um, hvort önnur en eigið flokksblað, Alþýðublaðið, birúi slíkar pólitískar félags- fréttir óbremglaðar. Það gerðu þau nemn Þjóðviljimn. í frá sögn bLaðsins verður aðalefni fundarins laukaatriði, víkur tfyrir Lítilli fyrirspurn, sem toeint var til mín um viðræð ur, sem hafa átt sér stað milli ungra manna úr Alþýðubanda laginu og Alþýðuflokknum. Stendur í Þjóðviljamum s.l. fimmtudag á baksíðu, að ég hafi sagt, að nefndum viðræð um „hafi lokið fyrir um það bil ihálfu ári, enda ágreining' ur mikill um ýmis mál, einkum utanríkismál". Það sem ég sagði á blaða mannafundinum varðandi þetta jefni var að síðasti fundur okk ar hefði verið 'haldinn fyrir um það toil hálfu ári, — en. hitt er hugarfóstur blaðamannsins, að þar með hafi viðræðum lokið vegna ágreinings. Þetta leiðréttist hér með. Reykjavík 25. október 1968, Arnbjörn Kristinsson.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.