Alþýðublaðið - 26.10.1968, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 26.10.1968, Blaðsíða 9
* 26. október 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 fi Röttir ■ ■ ...■ L ORN EIÐSSON ÍÞR*TT1R Bandaríkjamenn unnu tvenn gullverðlaun í sundkeppnjnni á Olympíuleikunum í fyrra- kvöld, en Ástralíumenn og Hol lendingar e n. Mike Wendern, Ástralíu sigr aði í 200 m. skriðsundi og hafði forystu í sundinu frá upphafi til loka. Millitími hans við 100 m. var 56,4 sek., sem þyk r býsna góður tími í 100 m. Tími Wendern var 1:55,2 mín., sem er 4,1 sek. betri en olympíu- metið sem hann setti í undan rásunum. Wendern sigraði einn ig í 100 m. skriðsundinu. Keppnin í 200 m. flugsund- inu varð söguleg. Heimsmet- haíLnn Mark Spitz, USA tók forystu í upphafi, en rétt á eft ir honum voru John Ferris, USA og Svíinn Lars Feil. Hrað I inn var mikill og millitími Spitz var 1 mín, og 2 sek. En það var fullmikið og hann sprakk, ef svo má segja. Það var landi hans Carl Robie, sem hlaut gullverðlaunin, en Bret inn Woodruffe ógnaði mjög Sjgri hans og átti ágætan endasprett. Kom árangur Bret ans mjög á óvart. Tími Robie var 2; 08,7 mín. — olympíu met. Woodruffe synti á 2:09,0 mín., þriðji varð John Ferris, USA á 2:09,7. Fjórði varð Kuz mín, Sovét og fimmti Feil, Sví þjóð. Ada Kok, frá Amsterdam í Hollandi hefur verið ein bezta sundkona í he.mi undanfarjn átta ár og hún átti í harðri baráttu við Helgu Lindner, A. Þýzkalandi í 200 m. fjórsundi. Kok sigraði, en lítill var mun urjnn, eða 1/10 úr sek. Tími Kok var 2:24,7 mín., sem er nýtt olympíumet. Önnur varð L ndner og þriðja Ellie Dan- iel, USA. Loks var keppt í 800 m. skriðsundi kvenna og Debbie Meyer, USA sigraði örugglega á 9:24,2 mín., sem er nýtt ol- ympíumet. Þar með hlaut Meyer, sem aðeins er 16 ára gömul sín þriðju gullverðlaun á leikunum. Önnur varð Kruse, USA og þrjðja Maria Ramirez, Mexíkó. Annar varð Don Schollander, USA, sem hlaut fern gullverð laun á Ol. í Tokyo 1964. Tím'. hans var 1:55,8 mín. og þriðji John Nelson, USA, 1:59,1 mín. Handbolti um helgina Reykjavíkurmótið í hand- bolta heldur áfram um helg- ina- Á sunnudag kl. 2 leika Ármann Víkngur og Fram — KR í mfl. kvenna og Ármann- Valur, KR-Þróttur og ÍR-Fram í mfl. karla. í kvöld kl. 20 verða leiknir nokkrir lejkir í 2. flokki karla og kvenna. í dag lýkur sundkeppni Olympíuleikanna og leikunum sjálfum á morgun. Keppt verður til úrslita í eftirtöldum sundgreinum í dag: 4x100 m. fjórsundi karla, 4x100 m. skriðsundi kvenna, dýfingum karla, og 1500 m. skriðsundi karla. Þá verða úrslitaleikir í knatt- spyrnu, sundknattleik, blaki, landhokki, fimleikum, glímu og hncfa leikum Á morgun er aðeins keppt í einni grein, reiðmennsku og þá fcr fram lokaathöfn. Hér er mynd frá skylmingum, það eru tvær vígalegar dömur að kljást. | * Japan sigraði Mexíkó í knatt spyrnunni í keppninni um bronsverðlaunin með 2 mörk um gegn engu. Japanir hafa aldrei fyrr hlotið verðlaun í knattspyrnu á OI. Þeir liafa átt ágæta leiki á Ol, sigruðu m. a. Frakka 3:1. * Júgóslavar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Ungverja í sundknattleik í tfyrrakvöld með 8:6. Flestir voru á þeirri skoðun, að þeir myndu sigra í þessari grein. Það verða því Sovétmenn og Júgóslavar sem leika um gullið í sund- knattleiknum og Ungverjar og ítalir um bronsverðlaunin. * Japan vann tvenn gullverð laun í fimleikum karla í fyrra kvöld, það var Kato, se'm sigraði og Japanir i sigruðu einnig í flokkakeppninni. So- vétmenn voru í öðru sæti í báðum tilfellum, og Vestur Þjóðverjar þriðju. Bandaríkin eru I langbezt á OL *[ Skipting verðlauna og stiga(( [i á OI. eftir keppnina á fimmtu\ dag var sem hér segir: Lönd G S B stig[, 1» USA, 37 34 27 591é Sovét, 16 21 16 3755 A.Þýzkaland 5 5 6 162 f V.Þýzlcal. 4 7 7 134 J Ungverjaland 4 7 9 1201 Ástralía 5 6 4 118 » Frakkland, 7 1 5 114 j England 4 5 3 96] ítalía, 2 4 8 86, i Pólland, 4 0 7 85< Alls hafa 47 þjóðir af 120 |sem þátt taka í Olympíuleik^ Framhald á' 8. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.