Alþýðublaðið - 29.10.1968, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 29.10.1968, Blaðsíða 9
29- október 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 'ékkneski þjóðarleiðtoginii Alexander Dubcek er nú kominn í hóp stórmenna beirra sem eru að inna á vaxmyndasafni Tussaude í London. Frú Jean Fraser hefur vert vaxmyndina og sést hér eggfja síðustu hönd á verkið. Samráð við /aunþega nú þegar Launþegar eru fjölmennir í þjóðfélaginu. Samtök þejrra hafa jafnan uppi kröfur um að á rödd þeirra sé hlustað, og stundum eru hafðir í frammi tilburðir á opinberum vettvangi um að ihlusta á rödd viinnandi fólks. En Iþví miður — það hefir ofj, þurft að 'leggjia niður vinnu til þess að ráðandi menn hlu'sti. Og þegar verkfa-U er 'hafið reyn ist oft dýrara iað hlusta en orð ið liefði, ef eyrun hefðu verið opin strax. Við erum ekki óvön Iþví launþegar, iað Btjórnmála flokkar geri gælur við okkur á ráðstefnum allskonar og þing um, með því að gera samþykkt ir um okkar málefni, þetta er góðra gjalda vert, en meira er um vert að verkin tali, því að^ „af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá“. „Verkin tala“ lauðviíað fyrst og fremst hjá þeim sem valda aðstöðu hafa í þjóðfélaginu, hinir láta sér öft nægja að tata hátt. Því ber að fagna að tekið er undir einróma kröfu okkar launþega um að samráð skuli haft við okkur um lausn efna hasgvandans, en vita skulu þeir það, er svo mæla en hafast sv'o ekki að, þó að aðstaðan sé fyrir hendj, að við fylgjumst með því hver hugur fylgir máli. Vandinn ier ekki mikill, og krefst ekki skjótrar úrlausnar, ef ekki er enn kominn tími til að tala við - samtök okkar. Kannske eru öll gögn tiltæk, sem stjórnmálamenn telja að þurfí, og e.t.v. gagnar það okk ur, sem andstöðuflokkar r.íkis istjórnarinnar hafa fengið, en við höfum þó a.m.k. ekki fengið þessi gö^n í hendur ennþá. „Hvað dvelur Orminn langa?” Tímarnir eru breyttir, við skulum öll minnast þess, að við erum á móti því stjórnarfari, sem ákveðið stórveldi þvingar ‘sm'áþjóðir til að halda uppi, t. d. skammt „austan tjalds“. Við viljum ekki þola líkinguna við slí'kt stjórnarfiar 'hér á íslandi. Það er ekkert að fela í efna- hagis<máXunum, þess vegna legg ið spilin á borðið, leyfið laun þegunum a.m.k. .að Muisita á 'hver úrræði eru talin ti'ltæk áður en þið hafið ráðið til fulls hvað gert skuli. Við vitum að byrðarnar lenda á bökum alþýðunniar, en við vit um lekki hvaða byrðar aðrir 'ei'ga að axla. Við vitum að að gerða er þörf, en sjáum ekki að stjórnarherrar hafi ennþá fund ið nauðsyn þess að dnaga úr eyðslu sinni, og þess vegna trú um við varlega að fundin séu hin bezitu ráðin íil að mæta vand anum. Ráðamenn verið opin- skáir og djarfjr, þorið að leita samráðs vió Iaunþegasamtökin, þau eru þegar að er gáð, ábyrg ara þjóðfélagsafl en stjórn- málaflokkar í andstöðu við ríkis stjórn. Og þau eiga meira í húfi en ýmsir aðrir starfshópar í þjóð félaginu um að uppbyggingar- starfið sé hugsað og skipulagt frá sjónarmiði heildarinnar, en ekki út frá sjónarmiði víxlarans pyngju, eða Básenda-pundar- ans. G.B.B. Tilkynning um atvinnuleysisskráningu Atvinnuleysisskráning sanTkvæmt ákvörðun ilaga nr. 52 frá 9. apríl, 1956, fer fríam í Ráðn- ingarstofu Reykjavíkurborgar Hafnarbúðum Iv/Tryggvagötu, dagana 1. 4. og 5. nóvember iþ.á., og eiga hlutaðeigendur, er óska að skrá sig samkvæmt lögunum að gefa silg fram kl. 10—12 f Jh. og kl. 1—5 e.h., hina tilteknu daga. Óskað er eftir að þeir, sem skrá sig séu við- búnir iað iS'vara meðal annars spurningunum: 1. Um atvinnudaga og tekjur síðustu þrjá mán uði. 2. Um eignir og skulldir. Borgarstjórinn í Reykjavík. Byggingarfélag verkamanna, Reykjavík. TIL SÖLU tveggja herbergja íbúð í I. byggingarflokki, Þeir félagsmenn, sem neyta vilja forkaupsrétt ar að íbúðinni, sendi umsóknir sínar í skrif- stofu félagsins, Stófhiolti 16, fyrir kl. 12 á há- degi þriðjudaginn 5. nóvember n.k. STJÓRNIN. Auglýsing um lokafrest til tollaf- greiðslu vara án 20°]o innflutningsgjalds At'hygli innflytjenda er vakin á 3. mgr. 1. gr. laga nr. 68/1968, um innflutningsgjald o.fl.. þar sem heimild til að sleppa vörum, sem af- hentar höfðu verið viðtakendum með leyfi tollyfirvalda gegn tryggingu, sbr. 22. gr. toll skrárlaga, við 20% ilnnfiutningsgj aldi, er því skilyrði háð, að fullnaðartollafgreiðsla eigi sér stað innan tveggja mánaða frá gildlistöku lag- anna. Samkvæmt því er lokafrestur til fulln- aðartoilafgreiðslu framangreindra vara til og með föstudagsins 1. nóvember 1968. Fjármálaráðuneytið, 25. 10. 1968. i rí:l' t \ " - i' "' if. .1. ....'...... ' '1 . ».——■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.