Alþýðublaðið - 29.10.1968, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 29.10.1968, Blaðsíða 12
12 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 29- október 1968 IPRÚTUR ritstj. ÖRN BÐSSON Áflog þegar Ung- verjar unnu 4:1 Úrslitaleikurinn í knatt- spyrnu á OL í Mexíkó verður léngi í minnum hafður vegna ruddaskapar leikmanna. Marg- ir eru á þeirri skoðun að fella ætti niður keppni í knait- spymu á Olympíuleikum með tilliti til ruddalegrar og ó- drengilegrar framkomu leik- manna á OL, ekki aðeins í leik Búlgara og Ungverja, — heldur mörgum öðrum leikj- um knattspyrnunnar á Olymp íuleikjum knattspyrnunnar á Olympíuleikum. En snúum okk- ur ag gangi leiksins. Búlgarar skoruðu fyrsta markið, en Ung- verjar jöfnuðu fljótlega metin og skoruðu síðan annað mark, en þá sauð fyrst upp úr. Einn leikmanna Búlgaríu réðist á dómarann og barði hann. Þeim leikmanni var að sjálfsögðu vís- að af leikvelli, en eftir þetta voru sífelld áflog leikinn á' enda og þegar þessum lejðin- lega leik var lokið hafði dóm- arinn vísað þremur Búlgörum og einum Ungverja af leikvelli vegna ruddaskapar. Ungverjar sigruðu með 4 mörkum gegn .1 Bandaríkin höfðu yfir- burði á Olympíuleikunum k-^ Bandaríkjame in höfðu mikla yfirburði á Olympíuleikunum og er langt síðan þeir hafa verið siíkir. Keppt var alls í 172 greinum á Olympíuleikun- um og verðlaun og stig í hinni óformlegu stigakeppni skipt- ast þannig : l G. S. B. St. USA 45 37 34 707,5 Sovét 29 32 30 592,0 A.-Þýzkal. 9 9 7 237,5 Ungverjal. 10 18 12 194,0 Japan V.-Þýzkal. Ástralía Pólland 11 7 7 189,5 5 10 9 175,5 5 7 5 139,0 5 2 11 127,5 Frakkland 7 2 5 119,0 Engiand 5 5 3 107,0 Rúmenía 4 6 6 104,0 Tékkóslóvakía 7 2 4 102.5 I Svíar voru fremstir af Norð- urlandaþjóðunum, hlutu 2 gull, 1 silfur og 1 brons og í stiga- keppninni voru þeir í 17.—18. sæti með 52 stig. Danir hlutu 1 gull, 4 silfur og 3 brons og í stigakeppninni voru þeir í 21. sæti með 45 stig. Finnar voru með 1 verðlaunapening af hverri gerð og næstir á eftir Dönum í stigakeppninni með 32,5 stig. Norðmenn hlutu 1 gull og 1 silfur en ekkert brons, en ekki höfum við frétt af stigafjölda þeirra vegna slæmra móttökuskilyrða um helgina. Við munum birta ná- kvæma töflu um verðlaun og stig síðar. □ í undankeppni HM í knattspyrnu urðu úrslit þessi á laugardag: Júgóslavía — Spánn 0:0 Búlgaría — Holland 0:2 Sambía — Súdan 4:2 USA — Kanada 1:0 iWtmMWVMUHHHtWMMV Gleðitár Kaye Hall, Bandaríkjun- um varð Olympíumeistari í 100 m. baksundi og tíminn var nýtt heimsmet, 1:06,2 mín. En það var meira en hin unga stúlka gat þolað, hún grét gleðitárum og það er Lynette Watson, einnig frá Bandaríkjunum, sem óskar henni til hamingju. Debbie Meyer, Bandarík'n vann þrenn gnllverðlaun í einstaklings^ sína. Hún sigraði í 200, 400 og 800 m. skriðsundum. > Bandaríkin unnu 23 gull af 33 í sundi Yfirburðir Bandaríkjamanna voru jafnvel enn meiri í sundi en frjálsum íþróttum á Olymp- íuleikunum. Keppt var í 33 sund greinum og Bandaríkjamenn sigruðu í 23! Á laugardag varð ftalinn Di- abinais olympíumeistari í dýf- ingum karla af háu bretti, Au.- Þjóðverjinn Roland Matthes setti nýtt heimsmet í 100 m. baksundi, sy.vti á 58 sek. Vegna siæmra móttökuskilvrða gekk illa að fá úrslit í boðsundunum og 1500 m. skriðsundi, en Banda ríkjamenn hlutu gullverðlaunin. Júgóslavía varð olympíumeist arl ’ í sundknattieik. Júgóslavar isiglruðu Sovétmenn ií hörðum og'ruddalegum leik með 13 mörk um gegn 11. Jafntefli var að venjulegum leiktíma loknum, en í framlengdum leik skoruðu Júgóslavar tvívegis, en Sovét- mönnum tókst ekki að skora. Fram - FH leika á fimmtudaginn Á fimmtudag verður háður leikur milli FH og Fram í hand- knattleik í íþróttahúsi Seltjarn- arness. Þetta er eins konar vígslu leikur eða fyrsti stórleikurinn á þessu glæsilega ijþróttahúsi. Alls geta um 800 áhorfendur fylgst með keppni í þessu húsl og má búast við að aðsókn verði mikil. í leikhléi munu íþrótta- fréttamenn sjá mest spennandi keppni árslns!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.