Alþýðublaðið - 31.10.1968, Síða 9

Alþýðublaðið - 31.10.1968, Síða 9
31- október 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 VISUBOTNAKEPPNIN: ymferðar Úrslit í fimmtu umferð í vísubotnakeppni Alþýðublaðs ins urðu þau, að hlutskarpast ur varð Árni Júl. Árnason, Ak ureyri, og hlýtur hann verð- laun blaðsins. Vísan er svona eftir að hann hefur botnað hana: Séð hef ég skötuna skaka strokk, skógarþröstinn elda graut, páfagaukjnn prjóna sokk, pödduna leysa gestaþraut. Margir botnar bárust, ' eins og í hjnum umferðunum, og var erfitt að gera upp á milli ýmissa þeirra. Öfugmælavísnagerð er ekki ný af nálinni, þær hafa lengi tíðkazt, og er talsvert til af þejm frá ýmsum tímum. Fólk hefur haft gaman af að leika sér að fjarstæðunum og eru sumar þeirra býsna hn'ttilega gerðar. í sejnni tíð virð^st þó hafa d.regið úr þessari tegund kveðskapar. Enn hafa ýmsir orð ð til að senda okkur kvjðlinga með botnunum, jafnvel heilar dráp ur, fyrir al-lt slíkt þökkum við, þótt ekki sé unnt að birta það hér í vísubotnaþættinum. T. d. auglýstum við eftir höfundi einnar vísu sem vjð bjrtum í síðustu umferð og reyndist hann vera Haraldur Zophóní asson, Dalvík, en hann lét eftjr farandi vísu fylgja til frekari skýringar: Þó lítið sé hún gæðagrey og gjörð af naumri snilli, föðurlau? skal flækjast ei frónshornanna milli. Ég mun nú halda venjunni og birta nokkur sýnjshorn af vísubotnunum af handahófi. Ólafur Hólm Thedórsson, Reykjavík: ÞúfutittHng þæfa sokk, þeytast hval um Mjklubraut. Magnús Árnason, Reykjavík; Þúfutittling þeyta rokk og þrastarunga mýla naut. Gúnnfríður Rögnvaldsdóttir, Reykjavík: Músina veiða murtu og smokk, mýfluguna rofa naut. Frjðrikka Björnsdóttir, Siglu- firði: Gráa rollu greiða lokk, gaukinn ráða myndaþraut. Steinn Emilsson, Bolungarvík: Marfló draga mikinn smokk, músarindil beizla naut. J. Björnsson, Kópavogi: Ljón íklæðast silkjsokk, synda fisk í berjalaut. Jósefína Þórðardóttir, Fá- skrúðsfirði: E nnig spröku spinna á rokk, spóa leysa reiknjngsþraut. Guðlaugur E. Einarsson, llafn- arfirði: Snjgil fara skeið og skokk, skríða á rúðu þrevett naut. r Kraki: Spóann vellandi spinna á rokk, sprökuna keppa í fimmtar- þraut . Haraldur Zophóníasson, Dal- vík: Spóa hreykinn splnna á rokk, sprökuna leysa reiknings- þraut. Jón Helgason, Hafnarfirði: Spranga um landið sprölcu- flokk, spóann vella í djúpri laut. Við sláum hér botnjnn í botnasýnishornin að þessu sinni og hvetjum alla vísna- sm.öi sem þetta lesa til að vera með í sjöttu umferð, um leið og vjð þökkum vísubotna og kveðjur þátttakenda. GG. m í f'nitr.tu umferð vísubotnakeppninnar varS Akureyringnr aftur hlutskarpasíur, Árni .Túl Árnason og sjáið þið botnjnn hans á öðrum stað hér á síðunni. Þá hefst 6. um- ferð og gefum við sldlafrest til mánudagsins 11. nóvember. Næsti fyrripai'tur hljóðar svo: Freistinganna gata er greið, gutla ég hana löngum Seinnipartur: Merkið umslagið seinnipartur. Alþýðublaðið hefur póst hólf 320. Góða skemmtun. Viðgerðir ðnnumst allar viðgerðlr á Skoda bifreiðum. Enrsfrerrtur réttingar. ÁkveðiS gjald e^a timavinna eftir samkomulagi. SÆHjyiVI — SENDUM SKODA-verkstæðið hf. Dalshrauni 5 — Sími 51427. Útvarpsviðgerðir VÉLAR OG VIÐTÆKI, L'augavegi 147, símar 22600 — 23311. Bæjarritari Staða bæjarritara hjá Hafnarfjarðarbæ er laus til umsó'knar. Laun samkvæmt 24. launa- flokki. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu sendist undirrituðum fyrir 1. desember n.k. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Bachtónleikar Bachtónleikar í Laugarneskirkju sunnudaginn 3. nóveimber kl. 5 s.d. Aðgöngumiðar hjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og við innganginn.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.