Alþýðublaðið - 02.11.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.11.1968, Blaðsíða 1
 ÚTVARPSVIKAN 3.-9. nóvember 1968 Hinn nýi Nixon '•, ’■ ,A. % J aám í*!* '.vt° % * * í'. ■■ |S9,*- 1 RICHARD NIXON, fram- bjóðandi repúblikana í banda- ríslcu forsetakosningunum, sem fram fara nú í vikunni, Iiefur verið tregur til að hafa viðtal við sjónvarpsmenn, eins og komið hefur fram í fréttum og frásögnum. Kappinn lét þó undan síga fyrir brezkum sjón- varpsstarfsmönnum ek.ki alls fyrir löngu, og það viðtal fáum við að heyra (og sjá'!) í íslenzka, sjónvarpinu á sunnudagskvöld, §. nóvember næstkomandi, í þætti, sem nefndur hefur verið „Hinn nýi Nixon” eða bara „Nýi Nixon”. Áróðursmenn frambjóðandans munu kynna hann fyrir íslendjngum og sjálf ur svarar hann ýmsum spurn- ingum um sjálfan sig og kosn- ingabaráttuna. Nú er kosninga- barátta bandarísku forsetaefn- anna hvað heitust, og því sann- arlega tímabært að heyra hvað þeir hafa að bjóða þjóð sinni. Er ekki að efa að þáttur þessi verður bæði fróðlegur og skemmtilegur undir öruggri umsjón Markúsar Arnar Ant- onssonar, hins vinsæla frétta- þuls. Kunnugir telja, að baráttan um sæti Bandaríkjaforseta verði óvenjulega hörð og tví- sýn að þessu sinni. Það þykir til dæmis sýnt af skoðana- könnunum þeim, sem efnt hef- ur verið til upp á síðkastið, að Hubert H. Humphrey, fram- bjóðandi demókrata, aukist stöðugt fylgi, en í fyrstu var staðfest mikið djúp á milli þeirra Nixons. Þá er og talið, að George Wallaee, þriðji fram Ibjóðandinn, sem býður sig fram fyrir „Óháða lýðræðis- flokkinn” svonefnda, setji tölu- vert strik í reikninginn. En það er semsagt ekki annað fyrir hendi en að bíða og sjá hvað setur!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.