Alþýðublaðið - 22.11.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.11.1968, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ 22. nóvetnber 1968 Innlendar fréttir í stuttu máli Farfuglinn. Farfuglinn, 2. tbl. 12. árg. er komið út. í blaðinu er m. a. viðtal við Brynjólf Oddsson á Þykkvabæjarklaustri um Kötlu gosið 1918. Friðlýsing bruna- hóla í Álftaverí, tillaga og greinargerð Náttúruverndar nefndar Hins ísl. náttúrufræði félags, m. a. með tilliti til Kötlugosa og Kötluhlaupa. Þá er í blaðinu leiðarlýsing eftir Einar Hauk Kristjánsson, Upp til Laka, skýrsla um starfsemi Farfugla á s. 1. sumrj á'samt ýmsu öðru efni. Teikningar og myndir prýða ritið. í Nýrar enskunáms bækur. Rikisútgáfa námsbóka hefur gefið út tvær nýjar enskunáms bækur, Lesbók II. og Vinnu- bók II. Bækurnar samdj Heim ir Áskelsson, menntaskóla- kennari, í samráði við ein. hvern þekktasta sérfræðing Breta í enskukennslu fyrir út- lendinga, dr. W. R. Lee, rit- stjóra tímaritsins English Lang uage Teaching. Baltasar annað ist myndskreytingu. Bækurnar eru prentaðar í Grafik hf., en setningu annaðist Prentsmiðja Jóns Helgasonar. I Viískipaskrá in. Viðskiptaskráin 1968 er ný- lega komin út og er 31. árgang ur bókarinnar. Skiptist skráin í 10 kafla eða flokka. Þá er í bókinni uppdráttur í fjórum litum af Reykjavík, Kópavogi, Garðahreppi, Hafnarfirði og Seltjarnarnesi, og loftmyndir með áteiknuðu vegakerfi af Akranesi, ísafirði, Akureyri og Sauðárkróki. Útgefandi Viðskiptaskrárinn ar er Steindórsprent h. f. IVIvnd um Kenne- dy. Kvikmyndin „Years of light- ing, Day of drums“ verður sýnd í Ameríska bókasafninu í Bændahöllinni fösrtudaginn 22. nóvember kl. 21, en ;þann dag eru 5 ár liðin síðan John F. Kennedy bandaríkjaforseti lézt af skotsárum. Myndin er með íslenzku tali og er aðgang ur ókeypis. Ver'kstjóranám- skeið. Verkstjóranámskeiðin hafa ákveðið að stofna til sérnám- skeiðs fyrir verkstjóra slátur- húsa. Verður hér um að ræða 4 vikna námskeið, sem hald ið verður dagana 2. - 14. des. 1968 og 20. jan.- 1 febr 1969. Námsefni verður í meginat riðum svipað og á' venjulegum verkstjóranámskeiðum, en nokkuð aðlagað sláturhús rekstri og stytt, en þess í stað bætt við ýmsu, er sérstaklega varðar tæknimál sláturhúsa og meðferð sláturafurða. Fullnægjandi rakstrar. Neytendasamtökin hafa sent frá sér svohljóðandi fréttatil. kynningu: „Vegna auglýsinga sem nýlega hafa komið um rak vélablöð, einkum í sjónvarpi, vilja Neytendasamtökin birta. niðurstöður athugunar, sem bandarísku Neytendasamtökin létu gera um endingargildi rak vélablaða úr ryðfríu stáli: — Eftirfarandi blöð veita að meðaltali 10 fullna-gjandi rakstra á hvert blað. Þau. eru talin í stafrófsröð, Gillette Super Stainless, persona Sup- er Stainless, Scl ick Super Stanless, Wilkinson Super Sword. Úr „Consumer Re- ports“, marz 1968. Islendiugar í I London. Aðalfundur Félags íslend- inga í London var haldinn fyr ir skömmu. Að loknum umræð um var kosin stjórn, en tveir stjórnarmenn, þeir dr. Árni Kristinsson og Ólafur Jónsson báðust undan endurkjöri, enda á leið til íslands, alfarnir. í stjórn voru kjörnir: Ólafur Guðmundsson, dr. Valdimar Jónsson, Páll Heiðar Jónsson, Sigurður Kristjánsson og frú Svandís Jónsdóttir Witch. Félagið byggst minnast 50 ára afmælis fullveldisins með samkomu laugardaginn 30. nóvember. Ráðleggingar- stö«. Ráðleggingastöð þjóðkirkj- unnar í hjúskapar- og fjöl- skyldumálum hefur tekið til starfa í nýjum húsakynnum, þ. e. i Heilsuverndarstöðinni, mæð radeild. Fær stofnunin þar ó- keypis aðstöðu til starfa. Viðtals tími prests verður framvegis á þriðjudögum og föstudögum eftir kl. 5 og viðtalstími lækn is á miðvikudögum eftir kl. 5. Gengið er inn í deildina frá Barónsstíg. Á viðtalstímum verður svarað í síma 22406. i Námsstyrkir. Norsk stjórnvöld hafa ákveð ið að veita íslenzkum stúdent um styrk til háskólanáms í Nor egi næsta skólaár. Styrkurinn nemur 800-1000 norskum krónum á mánuði, en auk þess greiðast 400 norskar krónur vegna bókakaupa o. fl. Þeir sem kynnu að hafa hug á að hljóta styrk þennan, sendi menntamálaráðuneytinu um- sókn fyrir 15. desember 1969 á samt afritum prófskírteina og meðmælum. Sérstök umsóknar eyðublöð fást í ráðuneytinu. Uppsögn samn- inga. Verkalýðsfélagið Baldur á ísafirði hélt félagsfund sunnu daginn 17. þ. m. Á fundinum var ákveðið einróma að segja upp öllum kaup- og kjarasamn ingum við atvinnurekendur frá og með 1. des n. k. Samþykkt var tillaga, sam- hljóða, þar sem gagnrýndar voru efnahagsráðstafanirnar, en jafnframt lögð rík áherzla á að gerðar verði hliðarráðstaf anir sem tryggi örugga vinnu og afstýrt verði þeirri kjarasker ingu sem lóglaunafólkinu sé nú búin. Páll Hannesson: Áhugi rninn beindist fyrib nokkrum árurn að sjónvarps- efni og framsetningu þess, og framar öðru hinum ritaða þætti þess, seriptwriting sem kallað er á erlendu máli, og las ég um Iþað efni slatta af fiagbókum. Mér varð snemma ljóst, að rit- un fyrir sjónvarp svo og reynd- ar hljóðvarp var byggð á öðr- um forsendum en ritun annars óbundins máls, svo og frágangur allur annar á því ihandriti held- ur en öðrum handritum. Auk þess, hvað sjónvarp snertir, þá er raunverulega verið að skrifa beint fyrir myndatökumenn og stjórnendur efnis, en óbeint fyrir áhorfendur og eigi að fullu fyrr en efnið hefur verið tekið til meðferðar af hinum ýmsu starfsmönnum sjónvarpsins. Sjónvarpshandrit TH eru hinar ágætustu sjón- varpsbókmenntir, sem ég hefi rekizt á í bókarformi, svo sem eftir bandaríkjamanninn Rod 'Sterling, milcinn snilling í hand ritasmíði fyrir sjónvarp, og fleiri væri hægt að nefna. Afar erf- itt er þó að handsama slík verk því þau eru oftast í eigu sjón- varpsstöðva, hafi þau ekki ver- ið gefin út sérsj;aklega. Sjón- varpshandrit svo og prentað leikrit er ekki fullkomlega skap að listaverk á sama 'hátt og prentuð skáldsaga, og lesandinn verður að læra að skilja tákn frumatriðanna, sem gefa í skyn, vekja og hvétja, og treysta á leikræna eðlishvöt og hið skap- andi 'hugmyndaflug hugans og augnanna á sama ihátt og leik- inn ihljómlistamaður lærir að „heyra“ músik nótnanna. í aug um sjónvarpshöfunda er skrifað handrit og tilbúið til sýningar ekki eiginlegt leikrit, heldur að- eins handrit. Slíkt verk er ekki bókmenntir til lestrar; 'hinn rétti endir er sýnjngin. Og þá um leið er það orðið bókmennt- ir. Leikhöfundur á þessu sviði er ekki endilega bókvís maður. Starf bans er að miklu leyti praktísk vinna við hjálpartæki sitt — sjónvarpið. Það skiptir ekki máli 'hvernig. verkið lítur út á prenti, heldur hvernig það sviðsmyndast og hljóðar. Vinnubrögð höfunda Höfundur rjrynir í skrifi^n sínum að skapa hljóðhæf og sýningarhæf atriði með tilliti til efniviðar verksins, og önnur fyrirmæli ihjálpa til að byggja upp atburðarás hreyfinga og athafna sem mynda heildargang verksins. Til þess að svo megi verða, eru hreyfingar og stjórn un venjulega túlkaðar í tákn- um-ýmiskonar, til að spara rýmí í handriti og til tímasparnaðar, og þessi merki og önnur fyrir- mæli segja til um gjörðir myndavélarinnar eða réttara sagt þess, er henni stjórnar. Öll þessi „skot“ (,.shots“) er svo 'hægt að tengja saman sem röð hreyfinga innbyrðis. Sá sem þetta ritar, gerði sér dálitla von um að verða að liði við hið nýstofnaða íslenzka sjón varp í sambandi við handrita- gerð, en þegar nánar er að gáð, þá er þess ekki að vænta að sjónvarp okkar geti rekið studíó sérstaklega og tekið til með- ferðar heil verk. Slíkt er fjár- íhagslega ofviða ekki fjölmenn- ari iþjóð. Enda þótt áhugi minn fyrir 'handritagerð hafi dofnað í bili, vonast ég til að . ungir ntenn, og einkanlega þeir sem við ritstörf fást, sjái þarna verk ■efni fyrjr sig á þessum vett- vangi. Kemur þá 'helzt til grejna ritun heimildarverka og fræðslu þátta. R-Hun heimjldahandrita - Sjónvarpið mun nú þegar eiga í fórum sinum safn kyrra- mvnda, ,atburðamynda og áhrifs atriða — og slíkt safn mun stöðugt aukast með tímanum — sem nota má í slíka handrita- smíði, sem ég nú nefndi. Slík verkefni gæti ég trúað að yrðu innan tíðar framkvæmanleg við s.iónvarp okkar og viðráðanleg fjárhagslega. Sjónvarpss'tarfsemi okkar íslendinga er nú rekin með ágætum og var svo þegar Páll Hannesson. í upp'hafi, og að mínu áliti alveg furðulegt hvað vel hefur tekizti Eiginlega olii það undrun minni, hversu góða myndatöku- menn við eigum, og er ég þó svo að segja viss úm, að þeir vinna ekki eftir fyrirfram gerð um og reglulegum starfshandrit um. E.t.v. mætti þó segja, svona til að finna að einhverju, að í aðalatriðum virðist vanta nánari rijskoðun í vissu tilliti á vissum mórölskum atriðum, þe. — hvað er hægt eða iviðeigandi. Engu þarf þó að kvíða um þetta, því að það mun fást næmari tlifinn- ;ing fyrjr sliku með laukijnni sferfsreynslú. Ritskoðari með skilgreinandi handritaþekkineu og bókmenntasmekk gæti þó

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.