Alþýðublaðið - 29.11.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.11.1968, Blaðsíða 4
•4 ALÞYÐUBLAÐIÐ 29- nóvember 1968 Lánasjóður Framhald af 3. síðu. lierra Iþað rétf, að star'fsmenn hans væru á annað hundnið, en á þeim árum, er bankinn (hefði starfað, hefðu honum ver ið faíin fjöldamörg ný verkefni auk verkefna, er hann 'hefði yfirtekið af Landsbankanum. l>ess bæri og að gæta, að margt af starfsliði bankans >væru stúlkur, er störfuðu að seðla- og mynttalningu, er væri mikið og tímafrekt starf. Það væri alveg út í 'hött að bera tsam.an starfsllð Seðiabankans og Sjómarráðsins, þar sem mik ið aí þeim mönnum-er í Stjórn arráðinu ynnu væru „hákva- 4ifiseraðir“ menn, sérfræðjngar í ýmsum málum. Væru þeir menn, er ynnu hjá Seðlabank- anum, og samsvarandi menntun liefðu, og þeir háskólamenntað- ir menn hjá Stjórnarráðinu eða svipað menntaðir, bornir saman, yrði sá samanburður, hvað f jölda •starfsmanna snerti hinni fyrr- nefndu stofnun í hag. Ragrnar Amalds talaði því íiæst aftur og áréttaði orð sín, en þar næst talaði Vilhjálmur Hjálmarsson (F) er fór að bera saman námskostnað fyrir 10 ár- 'iim og í dag og kvað þann sam- anburð hagstæðari hinum fyrri tímum. .Gylfi Þ. Gíslason tók þá enn til máis og siigði, að sú hefði verið tiðin, að hann hefði vérið í stjórn, sem menntamálaráð- iherra, á þeim tímum, er Vilhj. ræddi um og hefði Þá verið framsóknarmaður með sér í iþeirri stjóm sem fjármálaráð- (herra og kvaðst hann minnast með lítiHi ánægju samstarfsins við þann ráðherra um málefni námsmanna, er að fjárstuðningi við þá lutu. 11 ii ii ii ii im ii ii M n n 1111111111111111111111111111111111 ii iiiiiii iii ii •iiiiiimiiMi 11111111111111 iniimin ii illlliiiiiiiiiiiiiii 111111111 iiiiiiiiui!iIIiiiiniilfiiiiiiii 11111111 miijii 111111111111111111111 iiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiHmMiiiiiiiiií Alfreð Flóki opnar málverkasýningu: „Myndir á gamla verðinu 44 Reykjavík Þ.G. Á morgun opnar Alfreð Flókj sýningu í Bogasalnum á teikningum og kolamynd um, en þetta er seinasta sýn ingin 1 Rogasalnum á þessu ári. Flóki hefur sýnt fjórum sinnum áður hér á landi, auk einkasýningar í Kaupmanna höfn og samsýningar í Banda ríkjunum. Allar myndirnar á sýningunni eru gerðar á síð astliðnum 2 árum og kosta frá 4500—17000 krónur. Sýn ingin verður opin frá kl. 14— 22, 30. nóv. —8. des. Þema þeirra er ástin, syndin, dauðinn og goðsögnin, eins og í fyrri myndum hans, og teljast þær undir stefnu, sem suimii' erlendir gagnrýnsnd ur kalla „magískan real- isma“. Aðspurður kvaðst Flóki helzt hafa orðið fyrir áhrif um í list sinni af Gustaf Dore, sem hefur myndskreytt bæði Bjblíuna, Dante og önnur vefk, en einnjg frá þýzkri rómantík og að sjálfsögðu súrrealisma, sem gætir mik ið í myndum hans. Þegar litið er yfir sýning una, fær maður Það á tilfiml inguna, að þarna séu komn ar hugmyndir ýmissa gam- alla meistara. útfærðar á mjög frumlegan máta. Er þetta mjög skjljanlegt, þeg ar verkefnin eru höfð í huga enda ber þar mikið á ýmiss konar hugmyndum úr ævin týrum, eins og nornum, ham skiptum, djöflum og fleiru Alfreð Flóki cg frú viff eina af í svipuðum dúr. Sagði Flóki, að ekki þyrfti að lesa bækur um djöfladýrkun, miklu lær dómsríkara væri að labba niður Bankastræti, hvenær sólarhringsins sem væri, eða fá sér kaffi í Naustin þar fær maður hexasamband á hverju kvöldj. Flóki sagði einnig, að inn an fimm ára myndu verða tíndir fram gamljr akademi kerar, prófessorar, sem hefðu hingað til verið notað ir sem grýlur á unga lista- menn, og er það samkvæmt þeirri nýrómantík, sem hann sagði, að væri ráðandi í list um nú til dags. Samkvæmt myndunum á sýnjngunni. þeirri stefnu sagðist Flóki vera á móti öllum nýmóðins uppfinningum, o.g vildi gjarn an fá berkla og kertaljós í staðinn fyrir þær. — Hefurðu kennt mönnum dráttlist, Flóki? — Ég hafði einn nemanda í Kaupmannahöfn j 3 mán uði. Afleiðingin varð sú, að stúdentinn gerði þrjár til- raunir til þess að myrða mig, reyndi einu sinni að henda mér út úr sporvagni. Seinna framdi unglingurinn sjálfs morð, en ég held að það hafi ekki verið að kenna drátt- listarkennslu minni. Alfreð Flóki er kvæntur danskri konu, Annette Boud er Nielsen. — Hvað hefur þú 'búlð lengi á íslandi? — í fimm ár. — Hvernig líkar þér það? — Mjög vel, það er bara dálítið dimmt, en það hefur sína kosti. Ég hafði aldrei séð norðurljós fyrr en ég kom hingað, þau eru mjög falleg. Og að lokum: þegar ejn hver sagði, að myndirnar væru of ódýrar, sagði lista maðurinn, að þær vaeru á gamla 'verðinu, og í þeim væri lögð aðaláherzla á mannkærleika. Þær eru eink ar vel fallnar til jólagjafa. niiiiiiiii iiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiii ■••••iii niii iii "•••iii 11111 iiiiiiiiiiiiii ■111111111111 ■•iiiiiiiii 11111111111 lllllflllllllll lllllllllll|•l||||•l|||||•|•l|| IIMI) Barnaleikrit frum- sýnt á sunnudag N.k. sunnudag þann 1. desem lier frumsýnir Þjóðleikhúsið nýtt barnaleikrit eftir Tlior- björn Egner, og nefnist leikur iiin „Síglaðir söngvarar“. Egn er er sem kunnugt er höfund ur að tveimur vinsælum harna leikritum, sem áffur hafa ver ið sýnd í Þjóðleikhúsinu. Þessi lejkrit voru: Kardimommubær inn og Dýrin í Hálsaskógi. Eng in barnaleikrit hafa náð við Uka vinsældum hér á landin . og leikrit Egners. ■ Síglaðir isöngvahar, er því þriðja leikritið eftir Thorbjörn ♦' Egner, sem sýnt er í Þjóðleik ' húsinu. Leikstjóri er IClemenz Jónsson og hefur hann sett öll " leikrit Egners á svið fyrir Þjóð T leikhúsið. Þýðendur eru Hulda Valtýsdóttir. sem þýðir cbund - ið mál og Kristján frá Djúpa læk, sem þýðir ljóðin. Egner hefur sjálfur gert leikmyndir og búningateikn- ingar og auk þess hefur hann samið tónlistina við leikinn. Segja má því með sanni að Thorbjörn Egner, sé þúsund þjala smiður. Carl Bjllich hefur æft söngv ana og stjórnar tpnlistarflutn ingi við þetta leikrit. Ballett meistarar Þjóðleikhússins, Coll jn Russell, hefur samið og ■stjórnar dansatriðum. Um það bil 25 leikarar og aukaleikarar taka þátt í þess ari barnasýningu Þjóðleikhúss ins. Aðalhlutverkin, hlutverk söngvaranna fimm í lejknum eru leikin af; Bessa Bjarna syni,-Árna Tryggvasyni. Mar- gréti Guðmundsdóttur, Jóni Júlíussyni og Flosa Ólafssyni. Auk þess fara leikararnir, Val ur Gíslason, Lárus Ingólfsson, Anna Guðmundsdóttir, Gísli Alfreðsson og fleiri með stór hlutverk í leiknum. Um 25 söngvar eru sungnir í leiknum og auk þess nokk ur dansatriði. Leikurinn fjallar um fimm farandsöngvara og hljóðfæra leikara sem koma öllum í gott skap með léttum og skemmti legum söng. Því höfundur held ur því fram að gleðin eigi að Framhald af 4. síðu. ■illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllliilllllllflllllilllllllllilliilllllllilllililllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllMlllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllMllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllli

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.