Alþýðublaðið - 29.11.1968, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 29.11.1968, Blaðsíða 16
SfOAtt KaHinn fékk um daginn ein hverja kauphækkufa undir borðið. Hann segist því hafa fengið verðlagsuppbót á laun á laun. FH l<omst í 4:0 áður en Sig- mundur skoraðj úr vítakasti. Þá komast Hafnfirðingar í H:l, þegar Geir Friðsteinsson skorar 11:2 eftir nær 27 mín útna leik. VÍSIR. Þessi hundur á heima í Noregi og hann er sorg-mæddur vegna þess að hundahald I Reykjavik er bannað. Hann bað okkur fyrir innilegustu baráttukveðjur til allra hunda og hundavina í Rvík, með þeim vonum að réttlætismál þeirra fái hljómgrrunn hjá réttum aðiljum. Gömlu góðu dagarnir voru þeffar kaupmennirnir gátu reiknað út verðið í liuganum. Bros kostar ekkert — Og nú segja þeir að hægri handaraksturinn sé orðinn sex mánaða gamall og nokkrum dög um betur. Það skal ekki lagður á það dómur hér, hvort það sé vel eða hitt, þ.e.a.s. hvort ástæða var til að flytja gramsið yfir til hægri, en margir eru komnir á þá skoðun, að nú sé kominn tími til að flytja gramsið aftur yfir til vinstri. Ástæða: Jú, sumir kvarta yfir því, að löggan sé hætt að brosa og þeir kunnu svo vel við lögguna brosandi, að þeir eru hlynntir breytingu yfir i vinstri á þeim forsendum að löggan geti alveg brosað fyrstu dagana í vinstri, alveg eins og hún hélt það út í nokkra daga I hægri. Bezt væri þó að hafa umferðina einhvers staðar mitt á milli hægri og vinstri, þannig að lögg- an kæmist ekki hjá því að brosa bæði til hægri og vinstri. Fyrirmynd liægri aksturs mun vera frá nágrannalöndum okkar, því við verðum auðvitað að gera allan fjárann af því að nágranna þjóðir okkar gera allan fjárann. Hins vegar er álit margra að nær tækara hefði verið að taka fyrir- myndina úr biblíunni, t. d. —• Þröngi vegurinn í biblíunni er að vísu þröngur, en um hann fara þeir góðu. — Nærtækast hefði því verið að taka Þrönga veginn til fyrirmyndar og stúd- era umferðina á honum. Það er hvergi getið um beina umferð-' arhnúta á Þrönga veginum og vísast er það vegna þess, að hann er einstefnuakstursvegur. Þar eru engin umferðarljós, því eng- ir hliðarvegir liggja á Þrönga veginn. Engin blindhorn eru á Þrönga veginum, því hann liggur . bara I eina átt. Hins vegar er Þröngi vegurinn holóttur, en hvaða vegir á íslandi eru ekki holóttir? Mér er spurn. Hefði það nú verið Þröngi veg urinn, vegurinn, sem tekinn var til fyrirmyndar, þá væri hér á öllum götum og vegum einstefnu akstur og þá væri þjóðin bless- unarlega laus við rifrildið — Hægri? — Vinstri? Sú þjóðsaga gekk meðan lög- regluþjónamir brostu, að þá hefði ekki verið aðalatriðið hjá strákapjökkunum hvort hann pabbi væri lögga, heldur að hann pabbi væri lögga með stærsta brosið. Allir vildu eiga löggu- pabba með stærsta brosið og þeir, sem lengst komust áttu pabba, ekki einungis með bros út að eyrum, heldur með bros allan hringinn. Nú eru sem sagt löggurnar hættar að brosa og skeifan komin í staðinn. Ég hef nú samt ekki heyrt strákapjakk- ana metast á um hver pabbinn væri með stærstu skeifuna, en hvað um það. —• Sem sagt, hægri handar aksturinn er orðinn hálfs árs De Gaulle vildi ekki yfirgefa gullið. Þess vegna yfirgaf gull- ið de Gaulle, Auðvitað höfðum við eins mörg vandamál áður en sál- fræðingarnir komu til sögunn ar. Við yissum bara ekkert um þau. gamall og hvernig væri að lögg- an gæfi honum bros í afmælis- gjöf, þótt ekki væri nema part úr degi? Hvílík dýrðargjöf, sem um leið gæti verið skussunum í umferðinni eins konar jólagjöf. Bros kostar ekki peninga og það er kostur í dýrtíðinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.