Alþýðublaðið - 29.11.1968, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 29.11.1968, Blaðsíða 8
8 ALÞYÐUBLAÐIÐ 29- nóvember 1968 WWUHVWWMWMWWWiWVVWHVIWWVWWWHWVVWVVVWWVtWVtWVWHHWWWHWVWWWWWHtWWlWUWWWVVWWWtWtUVUWHV Heimsókn i Bókasafn Hafnarfjarðar SJónvarpið getur orðið békasöfnum lyftistöng Bókasafnið í Hafnarfirði er gömul og gróin stofnun, sem skipar mikinn sess í bæjarlífinu svo sem sjá má af því, hvemig að því er búið og hve mikið hlutverk það rækir. Síðastliðið ár voru lánuð þar út samtals 60.000 bindi, en þetta ár hafa útlán stóraukizt. K Opnan gerði sér ferð suður í Hafnarfjðrð um daginn til þess að hafa tal af bókaverð inum, Önnu Guðmundsdóttur. Þegar ég leit inn til hennar í safninu, sat hún { skrifstofu sinni, sem líktist raunar ekki mikið skrifstofu eins og þær gerast, heldur miklu fremur vistlegu aðsetri menntamanns, þar sem á öllu er menningar- bragur, allt ber vitni um snyrti mennsku, hvert sem litið er. En það eru bækurnar, sem ráða svipmótinu, og það ligg ur í loftinu, að þær eru það, sem ræður umræðuefni, þeg ar hér er komið. En því fer fjarri að þetta, sem ég hef sagt um skrifstofu bókavarð- ar að umgengni og öllum brag eigi við hana eina. Þegar geng ið var um önnur húsakynni safnsins, var hvarvetna hið sama að sjá: reglusemi og snyrtimennsku. safninu núna? — Rúmlega 32 þúsund, og árleg aukning er frá 12—1300 bindi. — Er það ekki óþarflega mik ill bókakostur í ekki stærri bæ og á öld sjónvarps og bítla? — Jæja, Anna, hve gamalt er nú þetta safn þitt eigin- lega? — Uss, þetta er barn að aldri, liðlega fertugt, eða um það bil 100 árum yngra en amtsbókasafnið á Akureyri. Þetta bókasafnshús hérna var eitt veglegasta bókasafnshús landsins, þangað til fyrir fá um dögum, er hin nýja og veg lega bókhlaða á Akureyrj var ( vfgð og tekin til notkunar. Síð an er þetta hérna svo sem ekki umtalsvert. — Hvað eru mörg bindi í — Nei, alls ekki. Á síðast- liðnu ári lánuðum við út 60.000 bindi, að lesstofu með talinni, og fyrirsjáanlegt er, að það verður meira í ár, og hvað sjónvarpinu viðvíkur 'er engin ástæða til að óttast, að það útrými bókasöfnum. Þvert á móti álít ég, að það geti orð ið þeim beinlínis lyftistöng, eins og útvarpið hefur oft á tíðum reynst. Komi eitthvað á hvorum staðnum sem er, sem varðar bækur, þá eykst óðara eftirspurn og útlán í bókasafn inu. Rsyndar var það svo á fyrsta kvöldi sjónvarpsins, að aðeins ein sál kom í bókasafn ið, en það er raunar ekki um talsvert, þar sem mér var sagt, að í Reykjavík hefði jafn vel ekki sézt bíll á götunum það kvöld. Þannig var það á ,,sjónvarpskvöldunum“ f fyrra vetur, að hér var að vísu frem ur fátt um manninn, en það komu þá bara þeim mun fleiri næsta dag. Þannig sýnir það sig að þeir sem á annað borð hafa tamið sér bóklestur, leggja hann ekki auðveldlega niður. — Hvað les fólk helzt? — Fólk les mest af skáldrit Anna Guðmundsdóttjr, bókavörður. Alla daga er hvert börnum. Eins og sést á myndinni, er mikið að g:era í útlánunum, og veitir ekki af að þær séu báðar í aígreiðslunni, Anna og Þor- björg. sæti í útlánasalnum skipað af lestrarfíknum um, en fræðiritin eru í miklum minnihjuta. Það er reyndar býsna athyglisvert, að' hlut- fallstala skáldrita er geysihá í útlánum bókasafna hér hjá okkur miðað við hin Norður löndin. — Ég gerði það einu sinni að gamni mínu að gera „statistik“ eða „stikkprufu" eftir bókaskrá bóksalafélags ins á bókaútgáfu okkar í 10 ár, og bera saman lestrar hneigð þjóðarinnar eins og hún birtist í skýrslum almenn ingsbókasafna á sama tíma. Það var skemmtilegur saman burður og ólíkar niðurstöður. Samkvæmt þeim var útgáfa skáldrita, að frátöldum barna bókum, í talsverðum mjnni- hluta við fræðibækur eða öf ugt við útlán safnanna. — Ber að skilja þetta þann ig, að bókaútgefendur séu að gsfa út bækur, sém lítið eru lesnar? — Nei, því fer víðsfjarri, sem betur fer. Ég álít, að fræði bækur séu mikið lesnar, enda þótt það sé meira í gegnum al menna bókasölu. Þar að auki eru það nærri eingöngu fræði bækur, sem lesnar eru í gegn um sérsöfn, og ekki megum við gleyma þeim mörgu og stóru einkabókasöfnum, sem til eru á landinu. Þar trúi ég, að sé að finna meira af fræði bókum en skáldritum. — Álítur þú þennan mikla lestur skáldrita í bókasöfnum bera vott um slæman bók- menntasmekk almennings? — Það þarf hreint ekki að vera. Vitanlega eru til bæði vond og góð skáldrit. En ég álít fátt betra til þroska og að víkka sjóndeildarhring, auka samúð og skilning, en gott skáldrit. , — Finnst þér að bókaverðir eigi að hafa áhrif á bókaval lesenda? — Það er auðvitað sjálfsagt að bókaverðir leiðbeini fólki um bókaval, ef þess er óskað, - og þá vitanlega að benda þeim aðeins á góðar bækur. En hins vegar álít ég það sjálf sagða skyldu hvers almennings bókasafns að hafa Þar bækur við allra hæfi, á hvaða þroska stigi, sem þeir eru, því öllum má koma til nokkurs þroska. — Ég sá, að hérna frammi í útlánasalnum var mikið að gera, og margir sátu þar við lestur. — Já, útlánasalurinn þjónar tvennum tilgangi. Auk útlán anna er þar, eins og þú sást, búið í haginn til lestrar, eink anlega fyrii/börn og unglinga, og þar má heita að sé: hvert •sæti' skipað allan dáginn. — Hafið þið þá engan sér stakan lestrarsal? WMMMMMMMMMMMMIMMMWMMMWWMMMMMMMMMMVWlMW WWMMMMMlHMiHMtMMMWMMMMMMMMMMMMMMMMVMMMM tMWWWHMW

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.