Alþýðublaðið - 30.11.1968, Page 1

Alþýðublaðið - 30.11.1968, Page 1
næsfu viku ÚTVARPSVIKAN 1.-7. desember 1968 SJÓNVARP OG ÚTVARP: Á FIMMTÍU ÁRA AFMÆLI FULLVELDISINS SUNNUDAGINN 1. desember veröur mikið um dýrðir, er minnzt verður fimmtíu ára afmælis fullveldis á' íslandii Bæði sjónvarp og útvarp flytja af því tilefni vandaðar dag- skrár - hvora annarri betri. Af skiljanlegum ástæðum er út- varpsdagskráin þó öll yfirgrips mciri. Kl. 20,20 á sunnudagskvöld flytur sjónvarpið klukkutíma dagskrá byggða á sögulegum heimildum um þjóðlíí og at- burði á fullveldisárinu 1918. Þeir Bergs(.einn Jónsson, sagn- fræðingur, og Þorsteinn Thor arensen, rithöfundur, hafa tek- ið þáttinn saman í tilefnj full- velctisafmælisins og" búið úit fyrir sjónvarp. Segja má, að hátíðardagskrá útvarpsins 1. descmber hefjist með bókaþætti Ólafs Jónsson- ar, ritstjóra, klukkan 10,25 á sunnudagsmorgun, en þar spjallar hann við tvo unga mcnn um ættjai'ðarljóð; klukk an 11 liefst svo hátíðarguðs- þjónusta í Dómkirkjunni, Bisk- up íslands, herra .Sigurhjörn Einarsson, messar, en guð- fræðinemar syngja undir stjórn dr. Róberts Abrahams Ottóson- ar, söngmálastjóra þjóðkirkj- unnar. Kl. 13,15 eftir hádegi, flytur dr. Bjarni Benediktsson, forsæt isráðherra, hádegiserindi um dansk-íslenzku sambandslögin. Klukkan 14,30 hefst svo full- veldishátíð Stúdentafélags Há- skóla íslands í Háskólabíói, — þar flytur forseti íslands, herra Kristján Eldjárn, aðal- ræðu dagsins. X barnatímanum klukkan 17,00 minnist stjórnandi þátt- arins, Ólafur Guðmundsson, fullveldisins, og um kvöldið klukkan 19,30 hefst svo sam- felld dagskrá um fullveldisdag- inn 1, dcsembcr 1918 í saman tekt Haralds Ólaíssonar og Hjarlar Pálssonar; Sverrir Herra Kristján Eldjárn flyfur ræðu dagsins. Krisljánsson talar um ástandið í heiminum haustið 1918, rætt er við Jörund Brynjólfsson, Pétur Ottesen, Sigurð Nordal og Þorstein .M Jónsson; enn- fremur verður flutt tónlist. Auðsætt er, að mjög hefur verið vandað til tíagskrárinnar, að þessu sinni og er það vel. Fimmtíu ár í sögu þjóðar eru að vísu ekki langur tími, en á þeim tíma getur margt gerzt - og hefur gerzt. Þess vegna er ekki úr vegi að staldra við á þessum tímamótum, horfa um öxl, og. IspyrjEu... „ áunnizt?”

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.