Alþýðublaðið - 10.12.1968, Síða 3

Alþýðublaðið - 10.12.1968, Síða 3
10. desember 1968 ALÞÝ€HJBLAÐIÐ 3 FLÓTTINN Frambald af 1. síðu. svaraði því til, að ég væri ekki til neinna samningaviðræðna við þá. Svaraði Georg því til, ag þá væri ekkert annað að gera en binda mig. Auðvitað mátti ég mín lítils á móti þeim þremur. Töluverðar stympingar urðu, á meðan þeir voru að binda mig. Býst ég við, að ég hafi hlotið þau meiðsli, sem ég hlaut í þeim stympingum. Þeir munu hafa notað fang- elsislyklana til að komast inn á skrifstofuna. Hins vegar höfðu þeir ekki útidyralykilinn. Síðan liafa þeir annað hvort farið út um glugga eða komizt í gegnum. eldhúsið út í portið og síðan yfir vegginn. Um það bil ein klukkustund leið, unz mér barst hjálp. Dóttir eins fangavarðarins, sem býr á efri hæð fangahúss- ins vaknaði við köll einhverra fanganna á milli glugga. Hún skynjaði strax, að ekki væri allt með felldu. Fór niður og hringdi á dyrabjöllinni við skrifstofuna, en enginn svaraði. Hún tók því bíl föður síns og ók í skyndi á lögreglustöðina. Þaðan kom hóp- ur lögreglumanna í lögreglubif- reið. Fangavörður vaknaði um svip- að leyti og stúlkan fór út. Opn- aði hann fyrir lögregluþjónun- um. Þegar þeir komu síð&n að mér, var ég bújnn að leysa mig úr böndunum. Skömmu síðar, eða þegar ég hafði gefið skýrslu um það, sem fyrir hafði komið, fór ég á slysa- varðstofuna, þar sem ég hafði slæma verki á milli herðanna og í vinstri handleggnum. Við rannsókn kom í ljós, að afltaugin ofan úr hálsi niður í handlegg hafði marizt og við það hafði upphandleggurinn lamazt að verulegu leyti.” HVERNIG VARSTU Á ÞIG KOMINN, ÞEGAR HJÁLPIN BARST? „Ég var alls ekki illa á mig kominn, að vísu var ég lokaður þarna 'inni og dasaður eftir á- tökin, enda er ég orðinn fimm- tíu ára gamall -maður og mesta harkan kannski farin úr manni.” HVAÐ VILTU SEGJA AÐ ATBURÐI ÞESSUM LOKN- UM? „Það hlýtur að vera krafa þeirra, sem vinna við fangagæzlu í hegningarhúsinu, að manna- FL0KK88TABF1Ð Hafnarfjörður og Kópavogur Alþýffufloklisfélög-in í Hafnarfirffi og FUJ á sömu stööum halda sam ciginlegan fund í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirffi í kvöld kl. 8,30. Fjall að verffur uin efnahagsmál og mun dr. Gylfi Þ. Gíslason við- skiptamáíaráöherra mæta á fundinum. Sýnikennsla Kvenfélag Alþýffuflokksins í Reykjavík gengst fyrir sýnikennslu í jóíaskreyt’ngrm og fer hún fram í Ingólfscafé í kvöld og hefst tkl. 8.30. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 15020. Jóíafundur Al- Jb ýðuflokkskvenna Jólafundur Kvenfélags Alþýðuflokksins í Reykjavík verður hald jnn n.k. fimmtudagskvöld, 12. desember kl. 8,30 i Ingólfscafé. 1. Venjuleg félagsfundarstörf. 2. Upplþstiu’. 3. Sveinbjörn Sigurjónsson skólastjóri sýnir skuggamyndir frá Grikklandsför. 4. Jólahappdrætti. Félagskonur eru hvattar til að fjölmenna og taka með sér gesti. STJÓRNIN. BRIDGE - BRIDGE Spilum bridge í Ingólfscafé n.k. laugardag, kl. 2 eftir hádegi. Stjórnandi Guðmundur Kr. Sigurffsson. I Alþýffuflokksfélag Reykjavíkur. •úVt'-. • ' i" ; ■■‘v ... ‘ i: hald þar sé nákvæmlega hið sama og er austur á Litla- Hrauni. Þar eru þrír menn á vakt allan sólarhringinn. Sömu- leiðis hlýtur það að verða krafa okkar, að í hegningarhúsinu sé sérstakur maður, sem sjái um matinn fyrir fangahópinn, eins og er á Litla-Hrauni. Við verðum meira að segja að elda matinn og skammta hann og koma honum til fanganna. — Þetta hefur það í för með sér, að ekki er nema einn maður við fangagæzluna a.m.k. fyrri hluta dagsins, þar sem það hefur verið talið fullt eins manns verk að hugsa um mat fyrir um þrjátíu manns. - Sömuleiðis hlýtur það að vera krafa okkar, að ráðin verði bót á húsnæðismálunum frá því sem nú er. Þrátt fyrir erfiða tíma, hlýtur að vera unnt að bæta úr því ófremdarástandi. Vegna f járhagshliðarinnar væri vert að spyrja, hvort nokk- urn tíma hafi verið reiknað út, hve margar milljónir farj árlega í útsvikna og stolna fjármuni, fyrjr utan þá eyðileggingu á húsum og húsbúnaði einstaklinga og fyrirtækja, sem óbótamenn hafa valdið, og sömuleiðis vegna örkumlunar fólks, sem hefur orðið fyrir árásum bæði á götum úti og í heimahúsum.” Að lokum vil ég segja þetta: „Alþingi, sem hefur fjárveitinga- valdið, og viðkomandi yfirvöld, sem með framkvæmdavaldið « fara, verða að hætta að líta fang elsismálin sem einhver feimnis- mál og láta þau til sín taka, áð- ur en afbrotalýðurinn vex þjóð- félaginu yfir höfuð.” í þessu viðtali við Gunnar Guðmundsson fangavörð, sem starfað hefur við hegningarhús. ið við Skólavörðustíg í 12 ár, kemur í ljós, að öll aðstaða til fangavörzlu í þessu gamla og vjrðulega húsj er með öllu óvið- unandi. Um fjörutíu ár eru liðin síðan fangelsið að Litla-Hrauni var tekið í notkun. Má segja, að á því tímabili, sem liðið er síðan, hafi ekkert verið gert til að bæta úr fangelsismálum hér á landi. Þó ber þess að geta, að fyrir nokkrum árum var skipuð nefnd, sem skyldi velja nýju ríkjsfang- elsi stað og mun teikning pð því liggja fyrir. Hins vegar e 1 ekki að sjá, að um frekari framgang málsins hafi verið að ræða ástæða til þess nú, þegai Værí ljóst er, að í algjört óefni er kómið í fangelsismálunum að gera gang- skör að byggingu nýs fan^elsis. -----------------í--- . Minningarrit um Harald Nielsson Sálarrannsóknarfél. íslands hef ur gefið út minningarrit um Har- ald Níelsson prófessor, en hundr að ár eru nú liðin frá fæðingu hans. Séra Benjamín Kristjáns- son sá um útgáfu ritsins sem nefnist Haraldur Níelsson — stríðsmaður eilífðarvissunnar 1868—1968. í formála segir séra Benjamín m.a: „í mjnningarrit þetta er safnað nokkrum ritgerð- um um séra Harald Níelssoii próf Framhald á 12. síðu. Jónas Þorbergsson BROTINN ER BRODDUR DAUÐANS % ffiOTINN- g BIiOÐDUIl -%0: Þessi síðasta bók Jónasar Þorbergssonar fjallar um „mikil- vœgasta mólið ■ heimi". Hann rœðir hér um orku og efni og framlífið að loknum líkamsdauðanum, — um manninn og samsetning hans, — langur kafli er um sólfcrir og segja þar ótta landskunnir menn fró eigin reynslu, — kafli er um djúptrans miðla og loks er hér að finna brot úr sam- tölum sem Jónas ótti við framliðna vini sína. — Sem bókar- auki eru minningargreinar nokkurra vina Jónasar um hann lótinn. Verð kr. 365,50 S K tt 6 G S J Á James Leasor ^ LÆKNIR í LEYNIÞJÓNUSTU „Þegar K gékk inn um hverfidyrnar ó Park-gistihúsinu, gerði hann sér ósjólfrótt grein fyrir, hvers vegna þreknu mennirnir tveir stóðu og biðu við móttökuborðið. Þeir voru komnir til að drepa harin . . ." Hver var K, og hvers vegna hafði einhver óhuga ó að drepa hann? Hver var stúlkan í Róm — þessi með mar- blettina? Hver var flóttamaðurinn i Kanada? Og hvers vegna lagði rauðhœrður Skoti óherzlu ó að nó sambandi við mann, sem hann hafði kynnzt í Burma 20 órum óður? í fljótu bragði virtist ekkert þessara atriða snerta Jason Love, énskan sveitalœkni, og þó snertu þau hann ö.ll óður en lauk. „Fróbœrlega skrifuð og spennandi njósngsaga" — Sun- day Express. Verð kr. 344,00 5 K U G G S J Á

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.