Alþýðublaðið - 13.12.1968, Side 3

Alþýðublaðið - 13.12.1968, Side 3
13- desember 1968 ALÞYÐUBLAÐH) 3 Brezkt blað kemur með nýjar upplýsingar um Tékkóslóvakíumálið: Gieymdist aö reikna með tíma- muninum milli Moskvu og Prag? Varð tímamunurinn, sem er á Meskvu og Prag til þess að koma í veg fyrir að Rússar gætu náð sér í átyllu til innrásarinnar í Tékkóslóvakíu? Og varð þessi tímamunur um leið óbeint til þess að Dubcek og nánustu samstarfsmenn hans héldu lífi, þrátt fyrir hrottalega meðferð í Brezka stórblaðið The Sun- day Times skýrir frá því um 'helgina, að tveir menn í fram- kvæmdastjórn tékkóslóvakíska ikommúnistaflokksms þeir Indra og Kolder 'hafi vitað um innrás- ina fyi'ir fram. Kvöldið fyrir innrásina var boðaður fundur í framkvæmdastjóminni kl. 22, og þar 'áttu þessir rússnesku lepp- ar að leggja Rússum til réttlæt ingu á innrásinni með því að 'ásaka Dubcek um gagnbylting- starfsemi og undirróður gegn Sovétríkjunum og skora um leið á Varsjárbandalagslöndin að ÖKUMENN byrjun? koma til aðstoðar. Þetta átti að gerast um leið og innrásin hæf- ist eða um miðnætti. T í m a-munurinn En þessi ráðagerð fór út um þúfur, af því að það gieymdist að reikna með tímamuninum. Rússar gerðu innrásina á til- skildum tíma eftir sinni klukku, þ.é. um miðnætti, en þá var klukkan aðeins 10 að kvöldi í Prag og framkvæmdastjcimar- fundurinn rétt að hefjast. Hálf- tíma síðar var flokksstjómar- mönnunum tilkynnt um innrás- ina, en þá höfðu þeir Indra og Kolder enn ekki hafið ásákain- irnar gegn Dubcek, og orðið var of seint að bera frarn beiðn ina um aðstoð. ÖKUMENN Látið stilla í tíma. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjón- usta. Bílaskoðun & stilling Skúlagötu 32 Sími 13-100. ©ps<3 aSlan sólarhringinn Smurt brauð — heilar sam- lokur — hamborgari — djúp- steiktsir fiskur. SENT EF ÓSKAÐ ER. RAMÓNA', Álfliólsvegi 7, Kópavogi .— sími 41845. Blaðið segir, að yfirmaður tókknesku leyniíþj ónustunnair hefði hins vegar ekki gert þessi sömu mistök. Bamn var mættur á flugvellinum í Prag klukkan 10 eftir tékkóslóvakískum tímr til þess að taka á móti hinum rmsn esku húsbændum sínum op iþröngvaði fhigvallarstarfsmönn. um þar til þess að kveikja lend ingarljós. Þar voru einnig starfs menn úr sovézka sendiráðinu en fyrsta vélin sem lenti þóttist vera venjuleg áætlumarflugvél á leið til Parísar og bað um nauðlendingarleyfi vegna vélar- ibilunar. Þessi vél flutti hjns vegar brynvagna, sem fáeinum mínútum EÍðar voru lagðir af stað inn í miðborg Pragar. Handtakan. Blaðið segir að bílstjóra sovézka sendiherrans hefði ver- ið falið það hlutverk uð vísa sovézkum ihermönnum leið að húsi miðstjórnar kommúnista- flokksins þar sem framkvæmda- istjórnarfundurinn stóð yfir. Ilermennirnir umkringdu bygg- inguna, en í sömu andrá var Dubcek kalláður í símann, þar sem honum var skýrt nákvæm- lega frá innrásinni og öllu sem gerzt hafði. Þá ruddust hermenn irnir inn í bygginguna, skipuðu Tékkóslovökunum að standa í röð út við vegginn og rifu sím- ann úr höndum Dubceks. Við þetta tækifæri var hann sleginn að minnsta kosti einu sinni yfir augað, og bar' hann nienjar um það högg, er hann kom heim frá Moskvu síðar. Leiðtogarnir þrír, Dubcek, Smrkovsky þingforseti og Cernik forsætisráðherra voru síðan leiddir upp í bi-ynvagna og flutt ir til flugvallarjns í Prag. Þar fóru sovézku hermennirnir með þá eins og ótínda glæpamenn, hrundu þeim og börðu, en að lokum voru þeir fjötraðir og bornir upp í flugvél. Tvennum eða jafnvel fleiri sögum fer af því, með hvaða hætti þeir voru fluttir til Moskvu, en fyrst virð- ist hafa verið farið með þá til bækis'töðva sovézku leynii'þjón- ustunnar í Úkraínu, og þar var þeim skýrt frá því að ný stjórn værj þegar tekin við völdum í Tékkóslóvakíu, og þeir þyrftu nú aðeins að meðganga glæpi sína. Síðan voru þeir fluttir til 'Moskvu og þar var þess krafizt af þeim, að þeir undirrituðu skjal, þar sem þeir lýstu inn- rás Varsjárbandalagsins löglega. Þeir neituðu, en þá var þeim sýnd fölsuð fréttamynd frá Tékkóslóvakíu, þar sem almenn- ingur í landinu var sýndur knékrjúpa fyrir framan sovézka hermenn og biðja þá að koma á röð og reglu í landinu. Hótun Svoboda. Eftir mikinn þrýsting frá Sovétríkjunum féllst Svoboda forseti loks á |þ,að að fara til Moskvu til „samninga“. Strax og hánn kom þangað krafðist hann þess að fá að hitta þá Dubcek, Smrkovsky og Cerinik. Bresnev færðist undan, ©n þá tók Svoboda af sér öll sovézk iheiðursmerki og fleygði þeim frá sér á borðið. Síðan tók hann upp skammbyssu og sagði: Ef þið leyfið mér ekki að sjá ráðherrana mína strax skal ég svipta mig lífi, og það með þessari byssu, sem Stalin gaf mér til minningar um samejgin lega baráttu okkar gegn Hitler. Þið getið svo sagt heimimum, að ég hafi framið sjálfsmorð, — og það trúir ykkur enginn! imm Áiistair MacLean ARHAR' BORCIH Það er ótrúlegt, en satt: ALIS- TAIR MACLEAN hefur aldrei áð- ur skrifað jafnspennandi bók og þessa, nema ef vera kynni BYSS- URNAR í NAVARONE, enda er útbreiðsla bókarinnar og viðtök- ur lesenda í samræmi við það. Alistair MocLeon ARNAR- BORGIN Sjö karlmenn og ein kona svífa til jarðar á dimmri vetrarnóttu í fjallshlíð í þýzku Ölpunum. Heimsstyrjöldin síðari er í al- gleymingi. Hlutverk þessara áttmenn- inga er að þjarga þandarískum hers- höfðingja, sem er fangi í óvinnandi virki á fjallstindi — í sjálfum aðalstöðvum Gestapós. — en ER þetta í rauninni aðalerindi þessa fólks, sem nánast e’r sent beint í opinn dauðann? Nú er verið að kvikmynda ARNAR- BORGINA og leikur Richard Burton aðaihlutverkið. Er kvikmyndar þessar- ar beðið með mikilli óþreyju. ■I*8 IÐUNN Skeggjagötu 1 símar 12923, 19156 FLOKKSSTAKFIÐ BRIDGE - BRIDGE Spilum bridge í Ingólfscafé n.k. laugardag, kl. 2 eftir hádegi, Stjórnandi Guðmundur Kr. Sigurð'sson. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.