Alþýðublaðið - 13.12.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.12.1968, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ 13. desember 1968 NÝJU BÆKURNAR Darto Alighieri: Tólf kviður úr Gieðileiknum guðdómlega (La Divina Commedia). Guð- mundur Böðvairss. íslenzkaði. Skreytt myndum eftir Botti- celli. Jóhann Sigurjónsson: Bréf til bróður Áður óprentuð bróf td Jó- jhanaesar Sigurjónss., bónda á Laxamýri. Kristinn Jóhann- esscn sá um útgáfuna. Jah n Galsworthy: Saga Forsytanna Skáldritið, sem nú er sýnt .sem framhaldskvikmynd í sjór varpinu. Gils Guðmundsson: Færeyjar Yfirlitsrit um land og þjóð. Skraytt fjölda mynda. Calendarium íslenzk rímbók frá 1597, ljós- ' prentuð útgáfa. Dr. Þorsteinn Sæmundsson ritar formála. ★ Við minnum einnig á eldri út- gáfubækur, sem margar eru hentugar til jólagjafa. Þar á meðal eru: Jóhann Briem: TiS Austurheims Einkar vel rituð og fögur bók, myndskreytt af höfundi. Step'han G. Stephansson: Andvökur I—XV, heildarútgáfa. Isfenzk orðabók Yefnaðarbók HaLdóru Bjamadóttur. Békaútgáfa íiiílenningar- sj©ðs og Þjóð- ; * finafélagsins Jón frá' Pálmholti: TILGANGUR í LÍFINU Sögur Helgafell, Reykjavík 1968. 114 bls. Steinar Sigurjónsson: BROTABROT Prentað á kostnað höfundar, 1968. 144 bls. Jón frá Pálmholti hefur gefið út nokkrar ljóðabækur og skáld- sögu, en þetta er fyrsta smá- sagnasafn hans, Stejnar Sigur- jónsson nokkrar skáldsögur, ljóðabók og smásagnasafn á und- an þessu. Bækur beggja kunna að vera til marks um það umrót og umbrot sem á stendur í ís- lenzkri sagnagerð. Það er raunar einkum og sér í lagi Steinar Sigurjónsson sem með sanni verður nefndur um- brotamaður í skáldskap sínum. í öllum sínum sögum er hann að bisa við að koma sér upp stíl, láta uppi lífsýn sem í senn er harla hroðafengin, gróf og klúr, og jnnblásin einhverskon- ar öfgafengínni rómantísku. Þetta hefur Steinari tekizt til engrar hlítar enn sem komið er, tekst kannski aldrei, en í öllum bókum hans eru áminnilegir og eftirtektarverðir þættir og sprett ir. Það er harla grófgert, frum stætt og frábreytt mannlíf sem Steinar lýsir, og lýsing þess færist jafnan í hrikalegar öfgar, en þar sem honum tekst bezt hiilir undir raunverulegt mann- legt líf-, viðhorf, viðbrögð, til- finningar að baki hinnar hrika- grófu skppgervingar. Og frásagn ir hans bera vott andsetnu erf- iði við málið sem hann skrifar, með brigðulum smekk og við leiðsögn brjóstvitsins eina, en viðleitni allt um það sem meira gildir en stílkækir - eins og að rita „ans” fyrir „eins og” eða iþvílíkt. í þessari nýju bók eru bækur sundurleit brotabrot héðan og þaðan og líkast til á ýmsum aldri, stuttir einfaldir þættir í ætt við prósaljóð (Maður, hestur, hundur; Hinn einstaki; Hvert?) og lengri og viðameiri sögu- þættir. Þeir virðast sumir hverj- ir samstæðir efnislega, en sögu- efni Steinars eru jafnan náskyld ef ekki sí og æ hið sama; nokkr- frá Pálmholti Steinar Sigurjónssostl ir þættirnir fjalla um sjávar- þorp, hernámsár og ástand, oft frá sjónarmiði barna og/eða annarra óvita, en margt sem Steinar skrifar bezt fjallar um börn. Sögur af því tagi hér í bókinni eru Her, Níu, fjórtán, diggadigg og Minning sem að- hyllast einhverskonar raunsæis- stefnu, en Baldur og Óna og Kossinn munu bera vitni um rómantískari hugmyndir höfund- arins; Landi og hrossakjöt, Tungl ið óð í skýjum lúta hins vegar að meiri háttar drykkjuskapar og kynsvalislýsingu, en hvers kon- ar svall er Steinari hugleikið viðfangsefni. Að öllu samanlögðu mun bók þessi allvel fallin til viðkynningar við Steinar Sigur- .jónsson og þann hugarheim sem er hans og hans eins og hann erfiðar við að bókfesta; hún veitir hins vegar enga úr- lausn um hvort það eigi eftir að takast til meiri hlítar en orð- ið var áður. Jón frá Pálmholti er í alla staði hversdagslegri höfundur en Steinar Sigurjónsson. Það má að sjálfsögðu segja um sögurn- ar í nýrri bók hans að eín sé skárri, önnur lakari en aðrar; en alit á litið hygg ég að þessi bók nægi engu fremur en fyrrj verk hans til að vinna honum fótfestu sem rithöfundi. Það kveður að vísu við dálítið fersk legan tón raunhæfrar hversdags írásagnar í fyrstu sögunni í bók hans, sem einnig heitir Tilgang- ur í lífinu, æskulýsing úr sveit- inni: Fr.imhald á 12. síðu. JENNA OG HREIÐAR STEFÁNSSON: ULF ULLER; Jtmna «% HnSSar Std3n*ijr«n ULF ULLFH VALSAUGA OG _ Á- MINNfTONKA/' \ STÚLICA MEÐ LJÖSA LOKKA 1 þessari bók lenda þeir fétagar, Valsauga og Síiuon Henson í margvisleguin hættum og mann- raunum. Sögurnar um Valsauga eru ósviknar indíánasögur, sem allir strákar ertt hrifnir af. Sig- urður Gunnarsson ltefur þýtt allaf bækurnar um Valsauga. Þetta er framhald af bókinni „Stelpur í stuttum pilsum“, sag- an af Emmu, unglingssttilku í Reykjavík, sem á við margs kon- ar vandamál að glíma. Emma ræður í lokin fram úr vandan- uin og framtíðin blasir við henni, björt og full fyrirlieita. Afbragðs bók fyrir unglinga. VERÐ KR. 180.00 án söluskatts. VERÐ KR. 170.00 án söluskatts. téinssoti^ hmmn kr.einarssoU GUÐJÓN SVEINSSON: ARMANN KR. EINARSSON: finnagiiUsklpló Ný bók um þá félaga, Bolla, Sktila og Adda, sem eru nú á lcið í útilegu í afskekktum*eyði- dal iiini á öræfum, þegar þeir verða varir við grunsainlegar mannaferðir. Þetta cr framúr- skarandi skcmmtileg og spenn- andi uuglingabók. Þetta er 7. bókin í flokki óla- bókanna, og sú bókin, sem allir unglingar hafa bcðið eftir ntcð einna inestri eftirvæntingu. — Var hollenzka kaupfarið í raun og veru grafið i sandinn, þar sent þeir voru að leita? Hafði það flutt ineð sér slík auðæfi, sem af var látið? Ráðgátan leys- út í þessari bók. emwrns VF.RH KR. 220.00 VERÐ KR. 200.00 B®jl án söluskatts. án söluskatUi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.