Alþýðublaðið - 15.12.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.12.1968, Blaðsíða 2
ELLIÐAÁRNAR Paradís Reykjavíkur Hver er það sein kannast ekk; við þennan gim- stcin Reykjavíkur, einu laxveiöiá veraldarinnar, sem rennur inni í miðri borg? Guðmundur Daníelsson rithöfundur hefur sett saman bók um EUiðaámar og rekur þar sögu þeirra og Iýsir umliverfi í máli og myndum. Auk þess hefur hann átt viðtöl við ýmsa kunna laxveiðimenn, sem stundað hafa veiðar í ánum um árabil. Ejölmargar myndir prýða bókina, og eru fjórar þeirra í litum. Tvö kórt fylgja bókinni. Er annað frá 1880 og gert í sambandi við hin kunnti EUiðaármál. Hefur Benc- dikt Gröndal skáld teiknað það. — Hitt kortið sýnir umhverfi og veiðistaði í dag, og hefur Ágúst Böðv- arsson gert þaö. Þessi bók er jafnkærkomin þeim, sem unna sögu- legum fróðleik, fallegum myndum eða laxveiðum. Verð bókarinnar er 595 kr. án sölusk. GEORGIE SHELDON: Hefnd jarlsfrúarinnar Þetta er hrífandi ástarsaga, sem fjallar um miskunnarlaus örlög vonsvikinnar eiginkonu og fórnfúsrar móður, er læt ar aldrei bugast. Ilefnd jarlsfrúarinnar er eins konar ættarsaga stórbrotinna manngerða, gæddum einstæðum glæsileik og ríkri fórnarlundu og á hinn bóginn dæma- fárri mannvonzku og undirferli, Höfundurinn leiðir lesendur sína um völundarhús ástar og afbrýði, lýsir hrokafullum metnaði og ættardrambi og lýkur spennandi bók méð sætri hefnd, sem engan hlaut að meiða. t'. '.j. ^ Verð bókarinnar 275 krónur án söluska tts. . Hefnd jarlsfrúarinnar birtist neðanmáls í Morgunblaðinu 1921 og var þá sérprentuð vegna áskorana lesenda. Bókin vakti þá svo gífurlega athygli, að upplagið seldist upp á fá- um dögum. — Höfundurinn, Georgie Sheldon, hefur með- al annarra bóka skrifað Sysfur Angleu, scm ejnníg hefur verið gefin út I tveimur út- gáfum. RITSAFN JÖNSIRAUSTA Sögur Jóns Trausta og þá ekki sízt Heiðarbýlissögur hans urðu afar visælar, þegar þæ r komu ut, og hefur svo hald- izt fram á þennan dag. Það sést bezt á hinni miklu eftir- spurn eftir Ritsafninu. Öll á ta bindi þess eru fáanleg og kosta í skinnlíki 2500 krónur án söluskatts. ÞESSAR BÆKUR FÁST HJ \ BÓKSÖLUM EÐA BEINT FRÁ ÚTGEFANDA. BÓKAÚTGÁFA GUÐJÓNSÓ HALLVEIGARSTÍG 6 A — SÍMI 15 4 34.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.