Alþýðublaðið - 20.12.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.12.1968, Blaðsíða 6
6 . ALÞÝÐUBLAÐIÐ 20. desember 1968 i ! c T'hor Vilhjálmsson : FLJÓTT FLJÓTT SAGÐI FUGLINN Helgafell, Reykjavík 1968. 278 bls. ) ÞAÐ er handhægt ef eða þegar lýsa skal hinni nýju b°k Thors Vílhjálmssonar, sem er hans stærsta og fjölskrúðugasta rit- verk til iþessa, að taka líkingu af öðrum bstgreinum en bók- menntum, tala um myndlist, kvikmvndir, tónlist, ljóð, mælsku list. Nóg er mælskan, framborin með hinum myridsWrúð'uiga lotuþunga stilshættj sem Thor hefur jafnan iðksð og fágaður vfr til mestrar hlítar í Svipum dagsins og nótt pem út kom fyrir sj<j áimm. Hvert hefur Thor borið síðan? Það verður fyrst fyrir að Sv'pir dagsins var mikhi einfaldara verk í sniðum en Fijótt fliótt sagði fuglinn, þættir veruleika og hugarflugs auðgremdarj sundur í samspuna verksins. Þessi klofningur „stíls” og „efnjs” var ef til vill helzti ágalii þe'rrar bókar, lesanda þótti veruleíkinn sem grilla mátti að sögubaki ónóg uppi- staða hins íboma glæsilega stíls háttar, verkið bresta sannfær- andi sjónarmiðju. SHkum klofn- ingí er ekki til að drejfa í nýju sögunni: sjónarheimur verksins er veruleiki bess slíkur sem hann er. Með myndriki sinu stendur eða fellur sagan. Hitt kann að vera að myndauður, myndvöxtur hennar ofbjóði les. anda, mynd sem er mynd í mynd sem er mynd í mynd sem er mynd í mynd .... og þannig án enda, hann sundli við hringiðu sögunnar, greini þar engin sjón- armíð. aldrei neitt samhengi myndmálsins. Maður, hann, maðurinn nefn- ist söeuhetja / söguhetjur Thors Vilhjálmssonar í Fljótt fljótt sagði fugLnn, maðurinn sem allt af er einn. Verkið skiptist í niu þætti sem sumpart eru sér um efni, gætu staðið sjálfstæðir hver fyrir sig með fáum breyt- ingum þó þræðir þeirra flétt- ist margvíslega saman, þeir end- urtaki, snegli og bergmáli hver annan. Engan dóm skal ég leggja á þá tónlistarlíking sem kunni að mega fínna í stílnum sjálfum, kliðí málsjns, endurtekning sömu hugmynda og minna í verkinu. En eigi að greina leið- arstef í þykkni frásögunnar, sem er ejnkennilega kyn-stæð þó hún greini jafnt og þétt frá ■heimi sem neitar föstu formi, tekur á sig nýja og nýja og nýja mynd, þá er það „einsemd” mannsíns, einmana dagar hans. Einasta hjálpræðið virðist vera samræði karls og konu sem lýst er með rómantískri innfjálgi í þriðja, fjórða, fimmta þætti sög- unnar, hjálpræði sem þó er jafnan vikizt undan eða vísað á bug. Því að Thor Vilhjálms- son er ekki að lýsa fólki, sam- neyti manna, og þá ekki ástum, — heldur einstak- ling; sjónarheimur hans er hug- arheimur þar sem maöurinn, manneskjan í heimi hans er innilokuð. „Hann var einn á báti ofan á þessu dýrðarinnar flóði: ein- mana, aleinn; og hún horfin í ást sinni á honum; órafjarri al- veg undir honum með þessu yf- irborði þykku, og fljótandi safa hins goðsagnalega víns, og hann ihvolfdi bátnum og reyndi að sökkva; en hann flaut uppi, þögull, gnístandi tönnum af ang- ist þess að vera einn og geta ekki sameinast himni hennar.” Þannig lýkur samfaraþætti í bók'nni sem án efa er með til- þrifameiri ástalífslýsingum á ís- lenzku, og kaflamir þrír sem fyrr getur einna samfelldastir í bókínn’. Aðrir þættir verksins eru lausari í sér, en stef þeirra er e;tt og hið sama : mannleg einvera og þjáning hennar, hvort heldur þeir segja „framúrsögur” af fólki og ferðum um Evrópu, eins og fyrsti og sjötti þáttur, eða myndfjálgar dæmisögur í líkingu við fyrri þætti höfundar, eins og sá sjöundi. — „Smám- saman undir máltíðinni færðist það sem var næst nær honum og var næstum því nálægt,” seg- ir af manninum í upphafi bók ar; og á öðrum stað, í upphafi sjötta þáttar: „Hann saug að sér myndirnar sem riðluðust á sjónhimnunni og brengluðust á sjóum sem steyptust stórir um tilfinn;ngar hans”; „og þá komu raddirnar aftur og töluðu til þín,” segir í þriðja stað, „og þú sást skugga þeirra vefjast saman og greiðast sundur á blikfleti þessa dökka auga sem var svo hrvggt af þeim dansi og af því að þurfa að bera þér hann þeg- ar þú gazt varla borið meira og þurfa að binda þig þarna þess- um voðalega galdri.” Raddirnar: það er nokkuð nýtt, annars er alltaf verið að tala um mynd- ir. Níundi þáttur greinir frá' manni sem er knúinn röddum, hugurinn klofinn í einsemd sinni og knýr önnur helft hans hina; og hann greinir frá ein- hvers konar sáttum, jafnvægi að lokum sem er niðurstaða bókarinnar: „Var hann hólp- bækur inn? En aldrei öruggur, alltaf varð hann að vera á varðbergi. Svo þær næðu honum ekki aft ur, næðu ekki átrúnaði hans að nýju.” í níunda þætti tekur mað- urinn á sig einhverskonar krists- líkingu, kominn út fyrir skyn. heim; en annars er hann inni- lokaður skynheimi sínum, sjón- arheimi sem er hans eins. í ná- lægð, komnir „næstum því ná- lægt” leysast hlutirnir upp fyrir „sjóum t'lfinninga.” Og af því hvað sjóngáfan í bókinni er hug- læg og einkaleg manninum/ mönnunum í sögunni er tómt mál að tala um mannlýsingar, þrátt fvrir alla ytri nákvæmnL átök fólks eða hugmynda, mann- legt samneyti í sögunni, hvað þá atburðarás; ÖU hreyfing hennar stefnir í hring, hringrás hugar sem grípur dauðahaldi t;l hins ytri veruleika, leysjr hann upp, samlagast honum. Mvnd. ræn aðferð sögunnar, ofhlæði- stíll hennar beinist allt að upp- málun eins og sama mannshug- ar, manneskju í heiminum; sjón- gáfa hennar setur heiminum sem lýst er sín níðþröngu tak- mörk þrátt fyrir alla fjölbreytni efnisins. Þessi myndræna aðferð m;nnir ekki einasta á málaralist, ex- pressjónisma, súrrealisma, held- ur á kvikmyndir; og ekki ein- asta kvikmyndalist heldur til- tekna mynd: í fyrra í Marien- bad. Áreíðanlega er hugmynda- fræði Thors VUhjálmssonar í þessari bók bejnlínis innblásin af aðferð Robbe-Grillets og Al- an Resnais í þe;rri mynd, ef til vill með íslætti frá Fellini: la dolce vita, Svið sögunnar er ev- rópskt landslag, borg, höll, veg- ir, fljót, og m;kið af veitjnga- stöðum; fólkið í sögunni snögg- ar skyndimyndir nútímafólks, sumpart ýktar eða afskræmd- ar, sumpart raunhæfar; en það er fremur manngervingar „nú- tíma” en sjálfstæðir einstak- l;ngar, fólk í sögu, eins og ein- semdin, firringin sem sagan lýs- jr er tízkuvandi nú á dögum ekki síður en persónulegt vanda- mál einstaklinga.Thor Vilhjálms- son er einkennUega berskjald- aður höfundur að þessu leyti, að aðferð hans er huglæg og persónuleg, hann stefnir að uppmálun frumlegrar eigin líf- sýnar; en söguefni hans, mynd- efnið sem hann vefur úr sinn htskrúðuga, margbreytta vefn- að í sögunni, er einatt kynlega ópersónulegt í allri sinni of- gnótt, einhæft í allri sinni til- brevtni. Hann dregur upn af mikilli mælsku, mikilli íþrótt völundarhús mannlegrar tilveru og tilfinninga í sögunni þar sem tímjnn og hlutirnir standa kyrr- ir þó allt taki stöðugri breyt- ingu. En hin sjálfhverfa róman- tíska lifsýn, mannskilningur sem virðist undirrót alls mynd- ríkis sögunnar, hins andheita Thor Vilhjálmsson. þungfæra stílsháttar hrekkur ekki til að veita öllum þessum sjónarhe;mi samhengi og merk- ingu, vekja og laða með sér á- huga lesandans. Þess vegna, með- al annars, verður Fljótt fljótt sagði fuglinn furðu torlesið verk og að líkindum tímafrekt viðkvnningar. Það bjrt;r niður- stöðurnar af nær tuttugu ára rit- störfum höfundar, tilraunastarfi með mál og stíl, myndsýn og ílieimssýn, mynd hans af manni í he'minum. Hinn yfirbragðs- mikli blæsterki stíll Thors Vil- hjálmssonar, sem þá og þegar virðist ætla að snúast upp í skop- stælingu á sjálfum sér, er ein n'ðurstaða þessa starfs; hin sundurleita og sundraða heims- sýn sem þetta verk hans lýsir önnur með öllum sfnum áhuga á hugmyndafræöum, hugmynda- tízku samtímans önnur; þriðja sjálf sjóntaug sögunnar, skynj- unarháttur hennar. Hann hygg ég áð sé upprunalegastur og varanlegastur í verki Thors Vil- hjálmssonar, efldur til æ meiri hlítar í ótal mörgum smámynd- um þessarar síðustu og mestu sögu hans. Af henni er hins veg- ar torvelt að sjá hvort takist að draga upp að þessum hætti heila og sanna mynd manns og heims, mannshugar í he;minum — þó það kunni að vera metnaður verksins. — Ó.J. BLÓM Komið og sjáið blómaúrvalið, eða hringið. Við sendum. GRÓÐRARSTÖÐIN v/MIKLATORG SÍMAR 22-8-22 og 1-97-75.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.