Alþýðublaðið - 20.12.1968, Síða 9

Alþýðublaðið - 20.12.1968, Síða 9
20. desember 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 nwmiiiíiiíuiiiiiittáiiiiiniMiuuiiiiiiiiiiiiiimiiiiiii 111111111111111111 UlllllltlllllllUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIillllllli l■■llllllll••■l■■lll■■<•■llllllllll• Fátt um íslenzk jólatré í ár Þau koma á markaðinn í sférum stíl síðar Eittlivað mun vera selt af íslenzkum jólatrjám í ár, eins og raunar áður. Við höfðum samband við Ágúst Árnason, sem vinnur hjá skógræktarstöð Landgræðslusjóðs suður í Foss- vogi nú fyrir jóíin, en annars sér hann um skógræktargirðing una í Skorrdal í Borgarfirði. — Er selt mikið af innlend- urn jólatrjám hér í Repkjavík? — Nei, það er ekkert selt af þeim hér í Reykjavík. Ég hef sent nokkur tré úr Skorradaln- um niður í Borgarnesi en það er ekki meira en svo að það borgaiv sig ekki að selja þau utan Borgarfjarðar. Það hafa líka verið seld tré austur á Hér aði, þau eru höggvin á Hall- ormsstað. — Hvað er það mikið af trjám, sem er höggvið á þessum stööum? — í Skorradalnum voru höggv in um 100 tré í ár. Ég veit ekki, hvað var höggvið mikið austur á Hallormsstað núna, en undan- farið hafa það verið á milli 100 og 200 tré. Við seljum aftur á móti furugreinar og toppa hér í Reykjavík. — Er það úr Skorradalnum? Nei það er úr Rauðavatns reitnum. — Stefnið þið ekki að að auka jólatrjáasöluna? — Jú, við stefnum að því, en það tekur tíma að rækta þau upp. Á 15 árum eigum vjð að fá um 7000 tré á hektarann í Skorradalnum. Það, sem við höf- um selt, er tekið við grisjun, en þau eru ekki ræktuð með það fyrir augum að selja þau. Árið 1962 gróðursettum við í reit tré til sölu og þau verða söluhæí eftir 10 ár. — Eru þessi íslenzku tré eins falleg og þau innfluttu? — Já, þau eru eins falleg, og þau falla að mörgu leyti mönn um betur í geð, því að greinarn ar eru þéttari á þeim en inn- fiuttum trjám. Það stafar af því, að þeim er gefinn meiri tími til að vaxa en þeim trjám, sem eru ræktuð beinlínis til sölu. Ekki dauður úr öllum æðum Fred Astaire er einhver fræg- asti dahsarj tuttugustu aldarinn ar. Hann er nú 68 ára, en þó ekkj dauður úr öllum æðum, því hann hefur nýlega leikið í kvikmynd, „Midas Run”. Þar leikur hann hlutverk leyniþjón- ustumanns. Heimurinn þekkir «Fred Astaire úr kvikmyndum eins og „Blue Skies”, „Top Hat”, „Holyday Inn” og Easter Par- ade”. •Hanil lifir nú mjög kyrrlátu lífi í Reverly Hills í Kaliforníu. Öldruð móðir hans býr lijá hon umu en kona hans, Phyllis, dó fyrir fjórtán árum. Um hjóna- Ferdandel á liksviði Mexíkánski trúðurinn Ferd- nandel,. sem lék Pepe í sam nefndri-. mynd, býst nú til að leika fyrsta sviðsihlutverk sitt í tuttugu ár, en það er í „Fred- dy“ efir Robert Thomas. band þeirra hefur hann sagt, að það hafi verið eins hamingju samt og yfirleitt er hægt að hugsa sér. Honum hefur ekki komið til hugar að gifta sjg aftur. Fred Astaire dansaði fyrst opinberlega, þegar hann var níu ára. Systir hans, Adele, dans- aði fyrst á móti honum. Síðan hefur hann dansað á mótj mörgum og frægum kon- um. svo sem Joan Crawford, Cyd Charisse, Ritu Hayworth og svo auðvitað Ginger Rogers. Hann talar aldrei um þær. Sé hann spurður, segir hann: „Það var, sem var”. Fred Astaire heldur mikið upp á hesta, svó mikið, að eitt sinn, er barnabörn hans spurðu, hvað hann hefð viljað verða, ef hann hefði ekki orðið dansari og leik ari, sagði hann hlæjandi: „Þá hefði ég viljað verða hestur”. llllllllllllllll ..............................................................................................III ■■■.......I........................................................................................................ lœkjarforgi & vesfurveri llppjnottavéiis, setn þér bafii beiii cftir Kenweosl ER FULI.KOMLEGA SJÁLFVIRK. KENWOOD uppþvottavélin tekur í einu fullkoinhm borðbúnað fyrir 6. ( KENWOOD uppþvottavélin getur vcrið hvar sem er í eldhúsinu, innbyggð — frí- standandi, eða uppi á vegg. Viðgerða og varahlutaþjónusta.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.