Alþýðublaðið - 31.12.1968, Page 2

Alþýðublaðið - 31.12.1968, Page 2
2 ALÞYÐUBLA0ÍÐ 31. desember 1968 Eitstjórar: Kristján Bersi Olaísson (áb.) og Benedikt Gröndal. Símarj 14900-14903. — Auglýsingastjóri: Sigurjón Ari Sigurjónsson. — Augi lýsingasími: 14900. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu 8—10, Rvík. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Simi 14905. — ÁskriftargjalH kr. 150,00, í lausasöíu kr. 10,00 eintakiff. — Útg.: Nýja útgáfufélagiff h,f, Alvöruár í líkræðu, sem séra Einar Guðnason í Reykholti flutti fyrir nokkrum dögum, leit hann yfir 1968 og sagði, að það hefðj verið alvöruár. Hafís lagðist að landj og harðindi voru mikil fram á sumar, kal í túnum og hey. Xéysi. Þannig var iþjóðin minnt á alvöru pessa liarðbýla lands, sem er svo fljót að gieymast í hlýindum góðra ára. Aflabrögð voru léleg á árinu og sild brást hrapalega, þótt mikið væri í liúfi, Þar birt- íst alvara óvissunnar í sjávarútvegi, sem er svo fljót að gleymast, þegar vel aflast. Vei-ðlag á útflutningsafurðum Xslendinga hélt enn áfram að lækka og urðu gjald- eyristekjur þjóðarinnar aðeins helmingur þess sem þær voru fyrir tveim árum. Þar kom fram alvara viðskiptalífsins, sem gleym ist, þegar allt er miðað við hæsta verð- Xag. Ekki hefur tekizt aff sameina þjóðina Cil baráttu gegn þeim miklu erfiðleikum, sem hún á við aff etja. Þvert á' móti hafa sundrung og flokkadrættir aukizt, og er ekkj séð fyrir endann á þeirri ógæfu. Þar birtist sú alvarlega staðreynd, aff þaff !þarf félagslegan þroska til að sigrast á CrfiS- leikum og varðveita sjálfstæðj þjóðarinnar. Allt þetta og ýmislegt fleira veldur þvi, að alvöruár er réttnefni fyrir 1968. Mun þess án efa verða minnzt í sögu þjóffar- innar. Enda þótt íslendingar þurfi margt að læra af þessu ári, er ekki rétt að staðnæm. ast við það, heldur horfa til framtíðar, Flestir bera ugg í brjósti um árið 1969, en þó er rétt að missa ekki vonina um, að það verði betra en 1968. Vonandi glæðast aflabrögð og hækkar verðlag afurða. Vonandi blómgast atvinnu- vegir til lands og sjávar, bæði hinir gömlu og aðrir nýir. Vonandi verður næg atvinna fyrir fólkið, en :það er undirstaða þolanlegrar afkomu. Vonandi helzt vinnufriður, því aff verka- lýðurinn getur, eins og nú standa sakir, ekki bætt kjör sín með meirj háttar verk- föllum. Hins vegar er leið samninga væn- leg og verður að knýja fram hverja kjara- bót, sem unnt er að fá fyrir láglaunafólkið og raunar allt vinnandi fólk. Vonandi tekst meira og betra samstarf milli flokka og manna á sviði stjómmál- anna, því að illdeilur og flokkarígur geta aðeins valdið þjóðinni tjóni. Vonandi skilja stjórnarandstæðingar ekki síður skyldu sína en stjómarsinnar. Á erlendum vettvangi hefur 1968 ver ið ár ófriðar. Stríð hafa leitt til mik- illa hörmunga í Vietnam, ísrael, Ní- geríu og víðar. Frelsisvonir Tékka voru barðar niður með miskunnar- lausu herveldi. Ólga var í háskólum víða um lönd. Vonandi verður 1969 ár friðar. Von- andi tekst vopnahlé í Vietnam og Ní- geríu og linnir ófriði Gyðinga og Ara- ba. Árið endaði á glæsilegum vísinda sigri, er þrír Bandaríkj amenn flugu um hverfis tunglið. Vonandi verða vísindin til þess á komandi ári að bæta líf mann anna, létta þrautir, bægja frá hungri. Þrátt fyrjr allt er mikilsvert að missa ekki trúna á manninn, trúna á að hann fari batnandi og eigi bjarta framtíð. Vonandi rætast þær frómu óskir, sem hér hafa verið fram settar um hið nýja ár. Tjl að svo verði þai’f hver og einn að leggja nokkuð fram og taka þátt í baráttunni. í þeirn anda óskar Alþýðu- blaðið landsmönnum árs og friðar. Yfirlit um sjósókn og aflabrögö á Vestfjö rðum Valur Svanur 96,3 45,0 20 12 SJÖSÖKNIN í nóvember ein- Tienndist af einmuna gæftum, en jafnframt af fádæma aflaleysi. 31 lixátur stundaði róðra í mánuð- í.num og nam lieildaraflinn, sem 'barst á land í fjórðungnum, 1787 iestum. Af þessum bátum réru 28 Lxátar með línu, og nam heildar- afli þeirra 1668 lestum í 471 róðri. Á sama tíma í fyrra stund- Uðu 33 bátar róðra með línu, og var heildaraflf þeirar 1610 Xestir í 409 róðrum og haustið 1966 réri 31 bátur með línu í nóvember, og var aflinn þá 1942 iestir í 400 róðrum. Er meðalafl- ínn í róðri því um 1,3 lestum minni nú en fyrir tveimur árum. Aflahæsti báturimx í mánuðfn- um var Hugrún frá Bolungavík með 99 lestir í 24 róðrum, en í fyrra var Guðný frá ísafirði afla. íiæst með 90 lestir í 19 í’óðrum. Enginn bolfiskafli barst á land í 4 verstöðvum, en í þremur þess- ara verstöðva var ágætur rækju- Sif 72,5 18 afli. Nokkrir togbátar sigldu með Stefnir 18,7 10 afia sinn á brezkan rnarkað, og Vilborg 16,2 9 er sá afli ekki talinn á þessu yfir, liti. BOLUNGAVÍK: AFLINN í einstökum ver- Hugrún 99,0 24 stöðvum: Sólrún 94,2 25 Einar Hálfdáns 86,5 24 PATREKSFJÖRÐUR : Guðm. Péturs 84,1 25 lestir Sædís 45,1 17 saltf. Húni 24,2 10 Vestri m. 29,0 Geirólfur f. 10,3 12 TÁLKNAFJÖRÐUR : HNÍFSDALUR : Enginn afli. Ásgeir Kristján 90,4 23 BÍLDUDALUR : Mímir 49,0 10 Engjnn afli. ÞINGEYRI; ÍSAFJÖRÐUR: lestir róðrum Víkjngur III. 94,4 23 Framnes 72,2 19 Gunnhildur 89,8 23 Fjölnir 59,0 19 Guðrún Jónsd. 87,9 22 FLATEYRI: Guðný 82,8 23 Bragi 52,0 17 Víkingur II. 81,8 22 Ásgeir Torfason 39,0 13 Straumnes 78,7 23 SUÐUREYRI : Hrönxi tr. 36,0 5 Ól. Friðbertsson 88,0 21 SÚÐAVÍK: 1 i. 25 bátar stunduðu rækjuveiðar í ísafjarðardjúpi í mánuðinum, og varð heildai-afli þeirra í mánuðinum 259 lestir. Aflahæst- ir voru Gissur hvíti með 13,2 I. Svanur 11,8 lestir og Dynjandi 11,7 lestir. Á sama tíma í fyrra var heildarafli 23 báta, sem þá stunduðu veiðar, 217 lestir. RÆKJUVEIÐARNAR Frá' Bíldudal voru gerðir út 8 bátar til rækjuveiða í Arnarfirði, og varð heildaraíli þeirra 75 1. í 177 í’óðrum. Aflahæstir voi’u Jörundur Bjarnason með 12,2 1., Pétur Guðmundsson 11,2 lestir, Freyja 11,1 lest í 24 róði’um og Vísir 10,9 lestir í 23 róðrum. í fyrra öfluðu 5 Bíldudalsbátar 38 lestir á sama tíma. Frá Drangsnesi og Hólmavík voru gerðir út 9 bátar tþ rækju- veiða í Húnaflóa, og varð heild. araflinn í mánuðinum 83 lestir. Fóru 40 lestir af aflanum tfl vinnslu í Drangsnesi en 43 lestir á Hólmavík. Aflahæstir voru Pól- stjarnan með 10,7 lestii’, Sóli’ún 10,2 lestir og Guðrún Guðm. 10,0 lestír. Á sama tíma í fyrra stunduðu jafn margir bátar þess- ar veiðar, og var heildaraflinn þá 51 lest í mánuðinum. !. (» Erlendar * fréftir í stuttu máli RÓMABORG (ntb- rcut er): ítalska kvikmynda- leikkonan Sophia Loren eignaðist son á sunnudag, en hún hefur áður misst fóstur f jórum sinnum. Eig innxaður hennar. kvik myndaframleiðandinn Carlo Ponti, skýrði frá því samdægurs, að ákveð (|í ið væri að drengurinn hlyti nafnið Carlo. Vjð sama tækifæri lýsti Ponti því yfir, að liann hefðj í hyggju að hefja bráðlega gerð nýrrar myndar með eiginkonu sinni í hlut- verki móður. NÝJU DELHI (ntb-reut- \\ er): Tíbezk r flóttamenn brutust í gær inn í kín- € verska sendiráðið í Nýju DehJí, í’éðust að starfs- fólkinu með bareflum og ollu miklum óskunda, Brutu þeir rúður og eyði- lögðu rnnbú, en urðu að lokum að láta undan síga fyrir lögreglu, sem kvödd var á staðlnn. Tíbetarnir, sem halda til á tjaldstað í borginnj, höfðu fyrr um daginn tekið þátt í frið v samlegum mótmæJ.aað- .] »j gerðum gegn árás Kín verja á indverskan rit stjóra í Nepal á fimmtu dag, en bi’ostið þol'nmæði og gripið til vopnaðra ó eirða. HONG K0NG (ntb-rcut- er): Ho Chi-Minh, forseti ] Norður Vietnam, sagði í dag í nýárshoðskap til bandarískra andstæðinga Vietnam stríðsins, að Bandaríkin gætu því að eins komizt frá styrjöld- inni í Vietnam með ' heiðri og sóma, að þau , kölluðu þegar í stað heim i allar sínar hersveitir í 1 Suður Vietnam. Forsetinn ] lagði á það áherzlu, að i Norður Vietnamar mundu ( berjast til þrautar, svo ] lengi sem árásum á þá ( yrði haldið uppi. Þeir ( væru hertir í tuttugu ára ] stríði og róstum og því öllu vanir; hins vegar í ] væri friðarþrá þeirra ein- ]( læg og ættu þeir raunar '( enga ósk lieitari en varan-1 i legan frið og stjómarfars ] j legt sjálfstæði,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.