Alþýðublaðið - 11.01.1969, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.01.1969, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ 10- janúar 1969 Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og 'Benedikt Gröndal. Símar:- 14900-14903. — Auglýsingastjóri: Sigurjón Ari Sigurjónsson. — Augi lýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu 8—10, Rvík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald. •kr, 150,00, í lausasöíu kr. 10,00 'eintakið. — Útg.: Nýja útgáfufélagið h,f. Magrtús ræðst á Emil Það kemiíir fáum á óvart, 'þótt ,Magnús Kjartansson, ritstjóri Þjóðv.'íljans, leggi sig fram um GÖ ráðast á Emil Jónsson. Nú hef fUi' Magnús skrifað Iheilan pistil tíi að sanna, að Emil hafi ekki átt Itúgmynd að stofnun atvinnú- iQysistryggiingasjóðs 1955, held- dir sé Brynjólfur Bjarnason faðir fsjoðsins! -•Það er að vísu tilgangslítið að deila um fortíðina, þegar svo mikil verkefni bíða óleyst tnæstu íramtíðar. En þó getur Alþýðu- ftolaðið ekki látið hjá líða að mót rnæla 'folefckingum Magnúsar Kjartanssonar í þessum efnum. Verkfallið mikla 1955 stóð í sex vifcur. Að sáttum störfuðu Torfi Hjartarson og með honum nefnd fitmm manna. Einn þeirra vnr Emil Jónsson. ‘Það er söguleg Istaðreynd, að í þessari nefnd flutti Emil þá (hugmynd, að leysa verkfallið með stofnun atvinnuleysistrygg- ingasjóðs. Þessi hugmynd fékk góðar undirtektir, og verkalýðs- hreyfingin fékk sjóðinn. Var það merkasti árangur verkfallsins. í útvarpsumræðum rétt eftir ;lok verkfaHs.'tns var frá því skýrt, að Emil Jónsson hef ði foent á þessa lausn. Síðan hefur .þetta oft ver ið fullyrt opinberlega en aldrei mótmælt, þar til Magnús Kjart- ansson vaknar mú við vondan draum. Alþýðufolaðið foefur aldrei sagt, iað Emil hafii fundið upp atvinnu leysistryggingar, þótt foonum dytti í hug að n'ota þær til að leysa þetta mikl'a verkfall. Hug- myndÓr um slíkar tryggingar eru ekki nýjar af nálinni. Magnús reynir að eigna Brynjólfi Bjarna isyni tryggingarnar og segir, að hann foafi flutt frumvörp um þær tólf sinnum í röð á Alþingi. Ekki er ástæða til að draga í efa áhuga Brynjólfs á þessu máli Hins vegar ffluttu Alþýðuflokks- V|mennirnir Erlingur Friðjónsson uog Jón Baldvinsson frumiviarp um atvinnuleysistryggingar á Al- þingi 1928, heilum áratug áður en BrynjólfUrkom á þihg. Þar að auki höfðu þeir flutt tillögur um að dkrá atvinnuleysi og bæta úr því, Jón Balldvinsson 1923, Héð- dnn Valdimaiisson 1927 og Sigur- jón Á. Ólafsson 1928. Skyldi Magnús Kjartansson enn vilja halda því fram, að Al- þýðuf lokksmenn séu í þessu máli að eigna sér annarra verfk? í þeirri grein, sem varð til- efnið að pistli Magnúsar, var skýrt fram tekið, að öll forustu- sveilt verfcalýðsmálanna 1955 hefði sameinazt um atvinnuleys istryggingamálið, eftir að hug- myndin um það kom tfram. Var því alls ekki verið að draga úr hlut lannarra tflokka, þótt nefnd væri sú isögulega staðreynd, að Emil lagði fram (hugmyndina um að leysa verfcfallið á þennan hátt. Um langt árabil hefur verið sá munur á verkallýðs- og kjarabar áttu Alþýðuflokksmanna og kommúnista, að Alþýðuflokks- menn hafa lagt mlkla áherzlu á félagslegar umbætur, ien kommún istar á krónutölu kaupsins. Þetta vita allir, sem koma nálægt verkalýðsmálum. Þýðing atvinnuleysistrygginga- sjóðsins í dag er greinileg sönnun þess, hve Alþýðuflokfcsmenn hafa haft mikið til síns máls. Allir eiga erindi í Mími Enska Danska Þýzka Franska ítalska Spænska Sænska Norska Rússneska íslenzka íyrTir mtlendinga. Sími 10004 og 11109 (fcl. 1—7). 1 Aog B gæðaflokkar MarsTrading Companylif Laugaveg 103 sími 1 73 73 Vér ieyfum oss hér með að tilkynna, að sam- kvæmt ákvörðun gjaldeyrisyfirvaldanna eru gjaldeyrisveitinigar til almennra erlendra nám skeiða, er standa skemmri tíma en venjulegt skólaár, allt að kr. 17.600.— einu sinni á ári fyrir hvern þann, sem isækir slíkt námskeið, enda fær hann þá eigi annan gjaldeyrá til far arinnar. Er gjaldeyrisveiting þessi jafn há hinum almenna ferðaskammti. Um námsyf irfærslur til þeirra, er istunda nám erlendis beilt skólaár eða lengur, gilda sér- istakar reglur svo sem verið hefur. GJALDEYRISDEILD BANKANNA. Erlendar fréttir í stuttu máli KAIRÓ. 10. jan, (ritb—reut- •er): Egypzka blaðiö „A1 Ahr. ari” gaf í dag yfirlýsingu þess efnis, að verði ísraels- menn sér úti um atómvopn, muni Arabaríkin einskis láta ófreistað um að viðhalda eðljlegu hernaðarjafnvægi 1 löndunum 'fyrir botni Mið. jarðarhafs. MOSKVU 10.1. (ntb-reut- er): Sovétmenn skutu í dag á lof t ómönnuðu geim fari í átt til Venusar. Er það búið ýmsum rann- sóknartækjum, en Rússar byggjast freista mjúkrar lendingar á Venusi, LONDON. 10. jan. (ntb.— reuter): Kenneth Kaunda, forseti Afríkuríkisins Zam. biu, stakk upp á því á ráð- stefnu brezku samveldisland- anna í London í dag, að inn rás verðj gerð í Rhódesíu til að steypa af stóli minni- hlutastjórn Ian Smiths for- sætisráðherra. ROMABORG 10.1. (ntb- reuter): Mikill umferðar- hnútur myndaðist á aðal þjóöbrautinni til Rómar í dag, er almenningsvagn ar og sporvagnar stöðvuð ust í sólarhring vegna verkfalls. Er þetta í annað skipti á þremur vikum, sem gripið er til slíkra aðgerða. PARÍS. 10. jan. (ntb-reut- er): Skýrsla, sem birt var í París í dag, leiðir í ljós, að halli viðskiptajafnaðar hjá Frökkum í fyrra nam 5.649 milljónum franka á móti 5.. 053 milljónum franka árið 1967.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.