Alþýðublaðið - 17.01.1969, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 17.01.1969, Qupperneq 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ 17. janúar 1969 — í stjórnmálalegu tilliti er ég veikur, en minn flokkur er herinn og hann er sterkur, sagði Arturo Costa e Silva árið 1965. þegar hann gaf kost á sér sem forsetaefni. Þetta er rétt. Það eina og hálfa ár, sem hann hefur verið forseti Brasilíu, heíur leitt í ljós, að hann persónulega er ekki sterkur leiðtogi, heldur fulltrúi hersins, sem nú er ráðandi í brasilískum stjórnmáium. 'Það er ekki auðvelt að skil- greina hann stjórnmálalega, fyrir utan það, að hann er leiðtogi í- hnldssamrar herstjórnar. A hart- nær fimmtíu ára ferli sínum í hernum hefur hann gegnt flest- um embættum, sem brasilískur herforingi getur yfirleitt komizt í. Arið 1%7 var hann gerður for- seti í helzta ríki Suður-Ameríku. Þar með náði hann tindi á ferli sínum í hernum. En ekki er auð- vtlt að segja um, að hve miklu leyti hann er raunverulegur vald- hftfi, en ekki aðeins skrautfjöður. Það er altnenn skoðun, að staða htins sé tiltölulega veik, og að hann sjálfur hafi ekki mikið ráðrúm til að athafna sig að eigin vild, en að hann verði að laga sig eftir leið- beiningum frá nánustu herráðgjöf- um sínum. Upp á síðkastið hafa hægri öfl innan hersins verið allsráðandi og ■því h.nikar Costa e Silva sinni ; stefnu vfir til hægri. 1 vor var þessu öfugt farið. Þá vildi hann láta lýsa yfir neyðarástandi vegna stúdentaóeirðanna. En ráðgjafar hans studdu það ekki og hann varð að láta kvrrt liggja. Alla vega . er Costa e Silva ekki áhrifamikill leiðtogi eins og fyrirrennari hans, Castelo Branco, marskálkur. Costa e Silva fæddist í litlu þorpi í Rio Grande do Sul árið 1902. — Faðir hans var kaupmaður og átta barna faðir. Snemma gekk hann í herinn og hefur loðað við hann æ síðan. I mörg ár hefur hann verið kennari við herskóla. Hann hefur verið héraðsstjóri og 1962 á óróa- svæðinu í Norðausturhluta Brasi- líu. Líkt og margir aðrir suður- amerískir herforingjar, hefur hann verið við nám í Bandaríkjunum, en þar var hann á námskeiði í Fort Knox í Kentucky. Hann var kadett ásamt Castelo Branco, og þeir héldu alltaf kunningsskapn- um, þar til þeir urðu meðsamsær- ismenn 1964. Qadros forseti vildi fá hann fvrir hermálaráðherra ár- ið 1961, en því hafnaði hann. Árið 1964 varð hann sem elzti herfor- ingi samsærismanna, hermálaráð- herra og 15. marz 1967 varð hann forseti. Stjórnmálaferill hans er áhuga- verðari en herferill hans. Um tví- tugt hevrði hann hinum fra’gu „tenentes” eða lautinöntum til. — Þeir voru ungir og metnaðargjarn- ir herforingjar, sem oft gerðu bvltingar gegn landeigendum og lýðveldinu gamla. Þeir voru þjóð- ernissinnar, sem heimtuðu iðn- væðingu og þjóðfélagsumbætur. Einn af leiðtogum þeirra var Lu- is Carlos Prestes, sem síðar gerð- ist kommúnistaleiðtogi. Arið 1930 komu þeir Getulio Vargns til valda og höfðu mikil áhrif á stjórnmálaferil hans síðar meir. Flestir þeirra, þar á meðal Costa e Silva, urðu fljótt íhalds- samir og 1945 ráku þeir Vargas frá völdum. Í nokkur ár var íhalds- samur hershöfðingi leiðtogi og meiri hluti æðstu embættismanna í hernum var á þeirri skoðun, að hlutverk hersirts væri að verja lýðræðið án þess að taka völdin beinlínis í sínar hendur. Þetta var afstaða Costa e Silva til skamms tíma. F.n allan tímann var þetta yfirstéttarlýðveldi og framfylgt var ýmist íhaldssamari eða frjálslynd- ari fjárhagsstefnu. Þegar hluti hers- ins reyndi að gera uppreisn 1961, hjálpaði Costa e Silva við að bæla hana niður. Aukin áhrif vinstri manna um 1960 og stjórnarstefnan í Brasilíu þegar Goulart var við völd, gerði það að verkum, að margir hers- höfðingjar gerðust ha'gri sinnaðir. Og áður en langt um leið, var Costa e Silva orðinn einn af sam- sa'rismönnunum. J gagnbvlting- unni 1964 var hann einn af höfuð- paurunum. Castelo Branco var virkasti hugmyndafræðingurinn í samsærinu og Mourao Filho tók hernaðarleg frumkvæði, en Costa e Silva hafði yfirumsjón með hreinsunum í hernum og herlið- inu vfirleitt. Hann varð að tryggja stöðu sína, og um tíma hafði hann fjóra fimmtu hluta af æðstu mönn- utn hersins á sínu bandi. Það var eðlilegt, að hann yrði hermálaráð- herra og að sama skapi, að hann yrði eftirmaður fyrrverandi bekkj- arbróður. síns, Castelo Branco, í forsetastól. Við kosningarnar lofaði Costa e Silva því að halda frani „ábyrgðarstefnu” í fjármálum. — Þetta þýddi, að það mikilvægasta var, að tryggja gengi gjaldmiðils og stöðva verðbólgu. Landið er al- veg opið fyrir erlendu fjármagni og tryggur bandamaður Bandaríkj- anna j hvívetna. Þýðingarmesta verkefni ríkis- stjórnarinnar, eftir því sem hún sjálf lætur í ljós, er það, að stöðva framgang kommúnismans. Það er aðeins hægt með því að loka stjórn- málakerfinu og koma kúgunarað- gerðum í framkvæmd. Sjálfur leggur Costa e Silva ekki mikið af mörkum til skiinings á sinni stefriu, þegar hann segir, að helzta grundvallaratriði í bygg- ingu stjórnar sinnar sé „félagsleg mannúðarstefna.” Ástandið í Brasi- líu nútímans talar sínu máli. i I' mmmmm mmrnm öggli ’ mMm Wm ■ " r ym&' iíhí® ■■ ■ Miklir skógareldar geisuðu í Viktoríufylki i Ástralíu í fyrri t iku, og varð þar mikið tjón á og fólki. Að minnsta' kosti fjórtán manns fór- ust í eldunum og talsvert á annað hundrað hús urðu logunum að .bráð, og hafa skógareldar ekki gert jafnmikinn usla í Ástralíu síðan 1939. Myndin hér lil hliðar var tekin er eldarnir stóðu sem hæst, og sést á myndinni hvernig ■heilt íbúðarhús hreinlega hefst á loft eftir að eldurinn hafði náð að læsast í það. Þetta hús var á stað sem ncfnist Ðiamond Creek, en þnr voru eklarnir einna verstir (UPImynd). WM rnannv

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.