Alþýðublaðið - 30.01.1969, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 30.01.1969, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐ UBLAÐIÐ 30. janúar 1969 mMMM) Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og 'Benedikt Gröndal. Sím,ars 14900-14903. — Auglýsingastjóri: Sigurjón Ari Sigurjónsson. — Aug-. lýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu 8—10, Rvík. ■— Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald. •kr. 150,00, í lausasölu kr. 10,00 'eintakið. — Útg.: Nýja iítgáfufélagið h,f* ATVINNULEYSI ER ÓEÐLILEGT Samkivæmt frásögn Vísis hef- •ur Jónas Harálz, forstjóri Ef'na- Iha’gsstofnunarinnar, sagt á fundi uneð sjálfstæðismönnum, að at- v'tnnuleysið um áraimót hafi ekki verið meira en algengt sé í iðnþróuðum löndum — 3% eða <um 2200 rnanns. Síðan segir, að Jónas ha'fi bent á, að ísl'and teld- ist ekki fullkomlega iðnþróað. Hvað sem Jónas Haralz hefur sagt, þarf enginn að efast um skoðun og stefnu ríkisstjórnar- innar varðandi atvinnuleysi. Um það liggja fyrij* sve margar yf- irlýsingar ráðherra og flokka, að ekki verður um villzt. Ríkisstjórn in er á móti öllu atvinnuleysi og telur það óeðlilegí. Hún hefur Sivað eftir annað heitið að berj- ast gegn því og gera það, sem hún getur, til að halda uppi atvinnu. Skoðanir hagfræðinga geta eltki hreytt þessari staðreynd. Á flokksþingi Alþýðuflokksins txm miðjan október var gerð mik iivæg stjórnmálaályktun. Þar er þetta meginatriði: „Flokksþingið felur milðstjórn og þingflokki að vinna að því, að meginmarkmið ráðstafania þeirra, sem verða gerðar, verði að leggja grundvöll að inýrri eflingu at- vinnulífsins, og verði um þær haft náið samstarf við sam- tök ilaunþetga. Þingið telur nauð- synlegt, að eftirfarandi atriði verði þættir í væntanlegum efna hagsráðstöf unum: 1) Háðstafanir til að tryggja öllum vinnufærum fuila atvinnu“. Síðan fcoma fleiri atriði, en þetta setti þing Alþýðuflokksins ofar öllu öðru. Méð þess er að sjáMsögðu enn einu isinni.hafnað kapítalistískum kenningum um að, tiltekið atvinnuleysi sé „eðli- Iegt“. Ríkisstjórnin er gagnrýnd fyr- ir, hve seint hún gerir ráðstafan- ir til að spyrna gegn atvinnuleys- inu. Sú gagnrýni er ekki með öllu ástæðulaus, en skýring er á því, hvers vegna svo^ia hægt hef- ur verið farið af stað. Ríkisstjórnin gat að sjálfsögðu ákveðið í október eða nóvember að útvega 300 milljónir til at- vinnuaukningar og hafið úthlut- un á því fé fyrir nokkrum vik- um. En hún vildi hafa um þetta mál samráð við verkalýðshreyf- inguna. Það er eðlilegt og í sam- ræmi við ályktun Alþýðuflokks- þingsms. Ekki var unnt að hefja viðræður fyrr en eftir Alþýðu- sambandsþing í lok nóvember og hófust þær þá skömmu síðar. Þetta er þýðmgai’mikil 'skýr- ing. Það, er mikils virði fyrir þjóðina, að verklýðs'hreyfmgin ög latvinnurekendur skiu'li vera að’Har að því starf i, sem nú er haf ið í atlviinnunefndum um allt land. Atvinnuásta’ndið mun batna skjótlega, þegar sjómannaverk- fallinu lýkur. Þá munu atvinnu- nefndirnar taka í taumama og reyna í samvi'nnu við ríkisstjórn- ina að vinna gegn því átvinnu- leysi, isem eftilr verður. Sú kenning, að hér sé „eðli- legt“ að hafa atvinmuleysi, mýtur ekki stuðmimgs mema sárafárra ís lemdimiga. Mikill meirihluti trúir því, að hér sé hægt iað halda uppi mægilegril atvimmu. Að því vill þjóðim öll vimma með sameigin- legu átaki. ij LEIÐRETTING Ég hefi ekki lagt það í vana minn að leiðrétta mis- sagnir og rangfærslur í dag- blöðum varðandi ummæli Misseras'kipti Framhaia af 3. síðu. Walter, sem ráðinn er aðal- stjórnandi bljómsveitarinnar frá :marz til júníloka, mun stjórna tónleikunum frá og :með 6. marz. Fyrirhugaðir eru skólatón- leikar fyrir barna- og ungl- ingaskóla. Tónleikar fyrir verða dagana 24. og 25. febrú börn á aldrinum 6—12 ára ar og síðari tónleikamir 25. og 26. marz, og verður höfð um þá náin samvlnna við skólayfirvöldjn. Fyrir fram- haldsskólana eru fyrirhugað ir tónleikar 27. febrúar og 28. marz. Sala áskriftarskírteina fer fram um þessar mundir og er 'áríðandi að allir þeir sem ekki eiga ársmiða endurnýi skírteini sín r.ú þegar, en síð asti sölud. þeirra er 29. jan. mín eða skoðanir um efna- hagsmál. Skrif tveggja dag- blaða, Tímans og Þjóðviíjans, undanfarna daga gefa þó á- stæðu til að frá þessari venju sé brugðið. ' Tilefni þessara skrifa var ónákvæm og vill'- andi frásögn dagblaðsins Vís- ir af erindi, er ég flutti í Landsmálafélaginu Verð; s.L laugardag. Þessa frásögn lelö’- rétti blaðið sjálft næsta tlag, en til þeirrar leiðrétt' gar liafa hin blöðin tvö ekkert tillit tekið. í erindi mínti nefndi ég þá staðreynd, að s sumum löndum V-Bvrópu hefði atvinnuleysi á s.í. vetsi verið um 3% af mannafla, eða svipað því og það vköist hafa verið , hér á landi um áramótin. A hinn bógiiin hvorki sagði ég, né lét að því liggja, að slíkt atvinnu- leysi væri á neinn hátt eðli- legt eða nauðsynlegt til að ná öðrum efnahagslegum mark- miðum. Ég gerði þvert á móti grein fyrir, að atvinnuleysi í V Evrópu hefði í fyrravctur verið meira en í heilan óra- tug, og fjallaði í erindinu ein- mitt um leiðir til þess að sam ræma fulla atvinnu öðrum þýðingarmiklum markmiðuni í efnahagsmálum. Ummæli þessara tveggja dagblaða um skoðanir mínar eru því al- gerlega úr lausu lofti gripjn og sömuleiðis ályktanir þeirra um stefnu hérlendra stjórn- valda. Þær skoðanir, sem mér eru eignaðar, eru ekki mínar skoðanir, né heldur hefi ég viðhaft nein þau ummæli, er til slíkra skoðana gætu bent. Reykjavík, 28. janúar, 1.969 Jónas H. Haralz. Orbsending til sveifarstjórna Vér leyfum oss að hvetja þá aðila, sem hafa með höndum verklegai’ framkvæmdir, 'að Ihefja nú þegar lokaundirbúning þeirra fram- kvæmdla sem ráðgerðar eru á þessu ári. Hag- stætt hefur reynzt að bjóða iverk út snemma árs. Fást þá j'afnan hagstæð boð og auk þess vitneskj a um fjárþörf til viðfcomandi fram- kvæmda. — VJnsamlega hafið samband við oss isem fyrst varðandi lundirbúning sumar- framkvæmd'anna. H.F. ÚTBOÐ OG SAMNINGAR Sóleyjargötu 17, Reykjavík. wmwwwwwuwwvwww) Erlendar fréttir í stuttu máli TEHERAN 29. 1. (ntb- afp); Að minnsta kosti 18 manns hafa farizt í miklum flóðum, sem að undanförnu hafa gengið yfir Suður-íran. Eyðilagzt liafa meira en 700 bygg ingar og um 8000 manns eru heimilislaus í i\hw az-héraði,, BEIRÚT 29. 1. (ntb- reuter): Enn hefur hópur manna verið leiddur fyrir herrétt í Beirút. sakaður um njósnir í þágu ísra els. Ekki iiefur verið skýrt frá því, hversu margir sakborningarnir séu r.é frá einstökum liðum á kærunnar. SAIGON 29. 1. (ntb- reuter): Þjóðfrelsishreyf ing Suður-Vietnam skýrði frá því í gegnum útvarps stöð sína í dag, að her sveitir Vietcong í Suður- Vietnam myndu gera sjö daga vopnahlé í sambandi við vietnömsku áramótin I í febrúarmánuði næstliom andi. PRAG 29. 1. (ntb- reuterþ Um 60,000 maims hafa mú flúið Tékkóslóv- akíu, síðan innrásin var gerð í ágúst í sumar. Aö’ eins 17.000 hafia. snúið aftur heim, að því er skýrt var frá í Rude Pravo, málgagni tékkó slóvakiska kommúnista flokksins í dag. MADRID 29. 1. (ntbreut er): Lögregla Francos ruddist inn í nátfúruvís- indadcild Saragossa-há skólans í Madrid í gær og varpaði út 250 stúd entum, er har liöfðu hú- ið um sig í mótmælaskyni við hið þriggja mánaða neyðarástand, sem Franco hefur lýst yfir í lantlinu. BRÚSSEL 29. 1. (ntb- afp) Talsmaður belg- iskiai utanríkisráðuneytis- ins skýrði frá því í dag, að Belgar væru nú að gera það upp við sig, hvort taka eigi upp ut- lanríkissamband við Al- þýðulýðveldið Kína. mHMWMMMWMMHMMUWI

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.