Alþýðublaðið - 30.01.1969, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.01.1969, Blaðsíða 5
30. .janúar 1969 ALÞYÐUBLAÐIÐ. 5 Herranótt 1969 : ! BUBBl KÓNGUR Skrípaleikur í mörgum atriðuin ÞýíSandi: Steingrímur Gautur Kristjánsson Höfundur söngtexta: Þórarinn Eldjárn Höfundur og stjórnandi tón- listar: Atli Heimir Sveinsson Leikstjóri: Sveinn Einarsson r „Því að Bubbi er allt seni er, binn innsti kjarni í þér og mér,” — eða með öðrum orðuin: „Þú ert sjálfur guðjón bakvið tjöldin." Þessa staði úr söngvunum í Bubba kóng má sjálfsagt herma upp á leikinn sjálfan: leikurinn um Bubba eftir Alfred Jarry snýst um anarkistann, delerantinn sem býr Iijarta nær, innst í hverju sinni. Alfred Jarry befur verið kallaður frumherji og forgöngu- maður súrrealista og ahsúrdista seinni tírna, og höfð utn hann mörg hátíðleg orð, cn í upphafi og eðli sínu er leikur hans ærslafullur skólaleikur, spott og spé um hatað- an og fyrirlitinn kennara, og af- káraleg skopfærsla alls konar há- tíðlegs og hetjulegs cfnis af leik- sviði og skólabók. F.inn aðaltilgang- ur leiksins hefur í öndverðu verið að hneyksla — með sóðalcgu orð- bragði, afglapalegum tilburðum og tiltækjum ef ekki öðru. En þótt tíminn hafi unnið á þessum þætti leiksins og þurfi núorðið mcird til að lmeyksla menn að nokkru gagni en tala um drullu og veifa LEIKHÚS næturgagni uppi á Ieiksviði og annT að slíkt, er samt meira en nógur lífsandi eftir í leiknum um Bubba kóng, ærslafjör og fyndni leiksins, upprunalegur afkáraháttur hans ó- mengaður af einni eða neinni til- ætlunarsemi, og fyrst og fremst. sjálf lýsing Bubba, hins akfeita uppreisn- armanns gegn öllu velsæmi, siðutn og reglu. Hún hefur vaxið langt yfir sitt fyrsta tilefni, öðlazt eigið líf. og gikli sem leikurinn á fyrst og fremst að þakka varanlegan orð- stír sinn. Herranótt verður nú skemmti- legri með hverju árinu — og aug- ljóslega cr hinn forni skólaleikur um BubJia kóng kjörið viðfangsefni á Herranótt. En vafalaust eiga menntaskólnnemendur mikið að þakka leikstjóra sínum í þetta sinn, Sveini Einarssyni. 1 stað þess að ncmendur séu að hcra sig að leika „eins og fullorðnir,” og takist það misjáfnlega eins og gengur, fá þau nú að „leika sér” eins og krakkar, og fer það iniklu betur. Og með þessu lagi tekst að nýta nokkurn vcginn til hlítar þann efnivið til svningar sem Menntáskólinn hefur á að skipa á Herranótt; verkefnið er að vísu rhjög heppilcgt, en það m'tur stn líka furðulegn vel í með- förnnum. Eins og Utilcgumenn- irnír, frumgerð Skugga-Sveins sem Mcnntaskólinn lék í Háskólabíói fvrir nokkrum árum, er Bubbi kóngur frunilégt og frisklegt til- lag til leiklistarlífsins í bænum — krafa sem vert er að Herranótt geri til sjáifrar sín þó torvelt kunni að vera að uppfylla hana ár hvert. En ár hvert eru að vísu í skólan- um nemendur allvel fallnir til leiks við nógu góðá leiðsögn og af nóg- ttm verkefnum er að taka í klass- t'skum gleðileikjum, gömlu íslenzku leikritunum og alls' kortar nútíma- verkum gÖmlttm og nýjum. Vert er að geta þcss enrifremúr að í þetta sinn hefttr te'kizt betur en oftast endráriær að búa leikinn á hið stóru og kröfuharða svið Þjóð- leikhússins — en af fjölmenni menntaskólans stafar sú illa nauð- svn að halda Herranótt þar. Asamt ýmsu öðru sýnir leikurinn um Bubba kóng að þetta er reyndar hægt svo vel fari. Fjöldi1 fólks tekur þátt í sýning- ttnni og er hvorki rúm né ástæða til að geta hvers og eins — nema þess um alla í senn að sýningin heftir heillegri, samfelldari og fjör- legri svíd í heild sinni en algengt cr á Herranótt. Þó verður ekki kotriizt hjá að nefna Bubba og Buhbtt, hetiur leiksins, Davíð Odds- son og Signýju Pálsdóttur, sem bæði fara skvnsamlega og smekk- lega með sín afkáralegu hlutverk, og hina kostulegu söngva I’órarins Eldiárns flytja þau af list og sannri prýði, einkum söngvana um guð- jón og Island sem ortir eru af mik- illi og nútímalegri hagmælsku, enda á höfundur ekki langt að sækja það. Tónlist Atla Heimis Sveins- sonar við leikinn hljómar og miög skemmtilega, og hefur þann höfuð- kost að hún levfir söngtextúnum að njóta sín og heyrast, en þýðing Steineríms Gauts Kristjánssonar heyrðist mér á lipru og skemmti- legu máli þó ég kurini ekki að dæma um verðleika hennar að öðrtt levti. Húsið var troðfullt og sýn- ingunrii virktavel tekið eins og vandi er á Herranótt, og hún á sem sagt erindi við fleiri en nem- endttr sjálfa og aðstandendur þeirra. — O. J. L Norðmenn leitð a5 nýjum miöum vestan hafs Fiskimálastíórnin í Noregj hefur ákveðið að taka á leígu* línubátinn Pero frá Vartda# stjóri er Rolf Vartdal, en liaitta frá Nj'fundnalandi og leita að> nýjum fiskimiðum í sjónuirx þar suður af °S við Grænlantl. Tilraunasjóður fiskveiðanna Ieggur kr. 500.000 norskar ii tilraunaveiðar þessar. Við Grænland telja menn, að þegar séu þekkt öll fiski mið, svo að þar þarf aðeins að vera lejtarskip, sem til- kynnir fi.skiskipunum um fisk, þegar það verður vart við hann. Þegar um er að ræða leit a8 nýjum fiskimiðum fyrjr norskrv sjómenn. eru bundnar miklar vonir við svæðin fyrir sunnan Nýfundnaland. Það er svæðiði frá Grand Bank, suður fyrtr Nova Scotia-miðin, allt suður á Gulí' og Main. Ákveðið er. að Pero leggi úr höfn 25. janúar, og skip- er vel kunnugur á þessum slóðum. Hvernig taka Bretagne búar á Bnóti de Gáulle? Þrótfug skilnaðorhreyfing á skaganum A morgun fer ■ de Gaulle Frakklandsforseti í þriggja daga heimsókn til Bretagne, og sumir stuðningsmanna hans eru óneitanlega dálít ið uggandi um að hann kunni að fá misjafnar mót- tökur. í Bretagne er nefni lega við lýði sjálfstæðishreyf ing, og ekki er við því að búast að De Gaulle líti þá lireyfingu jafnblíðum aug- um og skilnaðarstefnu frönskumælandi Kanada- manna. „Svonefnd „ÞjóðfrcJsis hreyfing Bretagnc“ (FLB) hefur staðið fyritvað minnsta lcosti 30 sprerigjutilræðum síðustu tvö árin og öryggjs verðir forsetans óttast að þjóðernissinnar kunni að gera tilraun til að heilsa for sctanum með sprengingu. í varúðarskyni hafa liðlega 40 þegar verið handteknir, þar af 4 prestar, cn oddvit ar hreyfingarinnar sitja ó- hultjr í írlandi, og á þvi er enginn vafi að margir fylgis manna þeirra ganga enn lausir þrátt fyrir þessar handtökur. íbúar Bretagneskaga eru af keltncsku bergi brotftir, og FLB fer frant á það að þetr fái sjálfsstjórn og unt leið leggja þeir sig ft’rtm um að viðlialda sérstæðri menningarerfð sinni og tungu, scm er ekki ósvipuð vélsku. Fyrr á öldum var Bretagne sjálfstætt hcrtoga dænti, en síðan 1532 hefuv það verið hluti Frakklands. Héraðíð er talsvert van- þróað efnahagslega og það veldur því meðal annars að árlega flytjast þaðan um 30 þúsund manns í atvinnuleit til annarra landshluta, Þetia á líka sinn þátt í því að talsvert hefur borið á ólgu meðal íbúanna síðustu árin, og nteðal annars var flokks skrifstofa gaullista í bæn- Quimper lögð í rúst haustið 1967, en þá kom til götubar daga milli mannfjölda og lögreglu í bænum. En þrátt fyrir þetta hafa Bretagnebú ar leitgi stutt de Gaulle og við hverjar kosningar fær hann yfirgnæfandi meiri- hluta í liéraðinu. Erfiðleikar atvinnulífsius í Brctagne eru margvíslegir. Námur eru þar engar og landbúnaðurinn þar stenzt ekki samkeppni við lándbún- að í öðrum hlutunt Frakk- lands. Af þesstim sökunt hafa Bretagne húar lengi trcyst á sjóinn, en á síðari árunt hcf- ur afli brugðizt þar og Bvel- agnebúar liafa ekki getað fylgzt með þróuninni í snu'ði fiskiskipa og leitað til fjar- lægari miða í stað heimamið anna. Hins vegar gctur verið að V ****** 4 % ■ ** 3; -*** * ÉHaMyg.-. Bretagncskagi er dekktur á kortinu. eitthvað sé mi að birta í mál- efnuitt héraðsins. Lokun Sú ezskurðarins fyrir tveimuv árum varð til þess að byggð voru svo stór olíuskip, að þau geta ekki fárið uin Erntarsund. Ríkisstjórnin lief tir því ákveðið að byggja oliulireinsunarstöð í Bret- agne sent gcti afkastað 3 til 4 milljónum tonna, og í tengslum við þessa fram- I kvæntd verða reist mikil • hafnarmanitvirki í Brest. Ferðalag de Gaulles til Bret agne núna stendur í sam- bandi við þessa þróun, og hann mun eiga fundi með mörgunt leiðtogum héraðS- ins til þess að ræða um framtíðarmöguleika héraðs ins. MMMWMMWMMMMM%MMMMMMMM%MMMWtWVMMMMMWMMWMMM»WMM%WWWMMMMMMMMlMWMMMtMMMtMMtW»MMMMMMMMMMMMMM»

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.