Alþýðublaðið - 31.01.1969, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 31.01.1969, Blaðsíða 7
31. janúar 1969 ALÞÝÐUBLAÐlÐ / -mmnm í DAG verður til moldar borinn Helgi Jónsson, fulltrúi, sem lézt að heimili sínu, Réttarholtsvegi 4.3, hér í borg, hinn 20. þ. m. eftir erf- iða sjúkdómslegu. Verður útför hans gerð frá Garðakirkju á Alfta- nesi. Með Helga Jónssyni er genginn enn einn þeirra, sem lifað hafa þró- un Reykjavíkur úr þorpi í bæ og síðar borg, því að þótt Helgi væri ekki borinn hér, lifði hann hér og starfaði mestan aldur sinn. Helgi Jónsson var fæddur 11. apríl 1893 að Reykjum í Lundar- reykjadal í Borgarfirði. Foreldrar hans voru hjónin Þórdís Björns- dóttir og Jón Guðmundsson bóndi að Reykjum og Laugalandi, en síðast ráðsmaður á Vífilsstöðum í Gullhringusýslu. Þeim Þórdísi og Jóni varð fjog- urra sona auðið og var Flelgi þeirra yngstur. Hinir, sem allir eru látn- ir. voru: Jóhann P., skipherra, Guðmundur, bóndi á Hvítárbakka, og Björn, katmmaður í Reykjavík. Eitin hálfbróður áttu þeir bræð- ur; er það Rafn Jónsson, tann- læknir í Reykjavík, sonur Jóns og seinni konu hans. Foreldrar Helga fluttu búferlum til Reykjavíkur 1898, er hann var á 6. ári, og hófu búskap að Lauga- landi, sem þá stóð rétt utan við Reykjavík. Samhliða búskapnum hafði Jón með höndum póst- og mannflutninga frá Revkjavík austur að Odda á Rangárvöllum. Helgi missti móður sína er liann var á 10. ári, en ólst upp hjá föður sínum og seinni konu hans, Guð- björgu Narfadóttur, utan tíma, er hann dvaldi hjá móðurbróður sínum, Lárusi Björnssyni, bónda á Englandi. Bernska og uppeldi Helga og bræðra lians mun hafa verið- svip- uð og annarra er ólust upp á þeim tíma og hafa einkennzt af snörpu erfiði og ströngum skvldustörfum. Strax og hann hafði aldur til mun hann liafa tekið þátt í búskap föð- ur síns og ekki síður í mörgum erfiðum ferðalögum hans eftir að hann tók að sér póstferðir. Jón, faðir Helga, lagði kapp á að syn- irnir fengju þá menntun sem hug- ur þeirra stæði til. Sjálfur hafði hann alizt upp í miklu umkomu- leysi. Hann kom sonum sínum öll- um til nokkurrar menntunar eft- ir því sem völ var á. Helgi stund- aði nám við alþýðuskólann á Hvít- árbakka 1907 og 1908. Var hann síðan við nám í Verz.lunarskólan- um og lauk þaðan prófi 1912. Að því loknu hóf Helgi nám við verzl- unarskóla í Kaupmannahöfn og stundaði það í tvö ár. Eftir áð verzlunarnáminu lauk starfaði hann um skeið erlendis, en hóf við heimkomuna verzlunar- störf í Revkjavík. Hann var um skeið verzlunar- stjóri Kaupfélags Borgfirðinga, rak um tíma verzlun í félagi við Mar- tein F.inarsson, cn hóf síðan sjálf- stæðan verzlunarrekstur. Persónulegar ástæður ollu því að hann hvarf frá verzlun, þótt þau störf væru þonum ávallt hugstæð- ust. Síðnsta aldarfjórðunginn starf- aði Helgi sem fulltrúi hjá Vá- trvngingarfélaginu h.f. Störf sín þar rækti hann af ein- stakri trúmennsku og skyldurækni. Með glaðværð sinni og góðvild kom hann sér vel við alla, sem hann átti skipti við í störfum sín- um og var með afbrigðum vinmarg- ur og vel látinn. Þrátt fyrir glaðvært yfirbranð, sem Helgi mun hafa erft frá móð- ur sinni, var hann alvörumaður undir niðri. Hann var kappsamur við alla vinnu, afkastamaður en velvirkur. Enda þótt Helgi væri að niestu alinn upp í Reykjavík og dveldi hér mestan aldur sinn, hafði hann mikið yndi af ferðalögum, ckki sízt um óbyggðir landsins. Mun þar hafa gætt áhrifa frá ferðalög- um með föður sínum í uppvext- inum. Otaldar munu gönguferðir Helga og félaga hans, (Helga frá Brennu o. fl.) um fjöll og firn- indi, enda mun hann hafi verið í hópi fróðustu manna um kenni- leiti og örnefni hér í nágrenninu. Helgi Jónsson var maður fróður Hislgi Jónsson. og víðlesinn. Hann hafði mikið vndi af Iestri góðra bóka og unni þióðlegum fróðleik. Bókasafn átti hann gott og lét sér annt um hverja bók, sem hann eignnðist, þótt hann væri vandlátur á val bóka. Helgi Jónsson var tvíkvæntur. Seinni kona hans er Lára Valda- dóttir, og lifir hún mann sinn á- samt 4 börnum þeirra, en eitt barn niisstu þau ungt. Auk þess gekk Helgi í föður stað þremur börn- um Láru og ól upp sem sín eigin börn. — Börn þeirra eru nú öll uppkomin, flest gift og hafa stofn- að eigin heimili. F.inn son átti Helgi áður en hann giftist hið fyrra sinni. Helgi Jónsson var einstakur heim- ilisfaðir, síhugsandi um velferð fjöl- skyldu sinnar, hvort sem börnin voru heima eða heiman. Hvergi naut góðvild hans og vinarþel sín betur en innan veggja heimilisins, sem hann hafði búið fjölskyldu sinrii "af mikilli kostgæfni — en þröngum efnum. Síðustu árin gekk Helgi ekki heill til skógar. Hann gekk undir mikla aðgerð fvrir um það bil 3 árum, komst til nokkurrar heilsu og tók til við sín fyrri störf, sjálf- sagt mest fvrir meðfætt og óvenju- legt viljaþrek. Engum var þó ljós- ara en honum sjálfum að liverju stefndi. Aldrei ntælti hann þó æðru orð af vörum, en lét sér til hinztu stundar annt um sína nánustu. — Hann lézt sem fyrr segir að heim- ili sínu 20. janúar síðastliðinn og hafði þá legið rúmfastur á þriðja mánuð. Með Helga Jónssyni .er genginn mærnr mnður og vammlaus. Blessuð sé minping hans. Oskar Halt'arímssöri. ,, Prospect of lceland ‘á - ný landkynningarkvikmynd UNDANFARIN AR hefur ver- ið starfað að gerð vandaðrar land- kynningarkvikmyndar um Island. Er hún kostuð sameiginlega af ut- anríkisráðuneytinu og upplýsinga- deild Atlantshafsbandalagsins, 30 minútur að lengd, tekin á 35 mm. litfilmu. Aðalhöfundur þessarar myndar er Henry Sandoz,, . svissneskur . kvik- myndastjóri, sem i mörg ár hefur starfað fyrir upplýsingadeild At- lantshafsbandalagsins, gerði m. a. árið 1951 stutta kvikmynd um ís- land, er varð til mikils gagns og kom út á mörgum málum. Tónlistín við ikvikmþncjiþa er eftir Nordal, leikin af Sinfóníu- hljómstæit íslánds. Aðalkvikmyndari var Frakkinn Jacques Curtis, einn frémsti nýað- ur Frakka á sviði héimildarkvik- mynda. Auk hans hafa margir er- lendir kvikmvndarar lagt hönd að svo og Islendingurinn Þorgeir Þor- geirsson. Þá var og notað efni úr Gcysismyndinni „Fjarst -í eilífðár útsæ." KÁPUÚTSALAN hefst i dag BERNHARD LAXDAL Kjörgarði BERNHARÐ LAXDAL Akureyri. Gæði / gólfteppi GÓLFTEPPAGERÐIN H.F. Grundargerði 8 — Sími 23570. ÚTSALA Ú T S A L A á barnafatnaði hefst í fyrramálið. Barnag'allar — Barnakjólar, barnaúlpur o.m. fl. 50—75% AFSLÁTTUR Stendur aðeins fáa daga. Verzl. EMMA Skólavörðustíg 5. Aðstoð við unglinga Mímir aðstoðar unglinga fyrir próf. Kennt er í ENSKU, DÖNSKU, STÆRÐFRÆÐI, EÐL- ISFRÆÐI, RÉTTRITUN og „íslenzkri mál- fræði ”. Nemendur velja sjálfir námsgreinar sínar. Innritun snemma. Það kann að verða of seint rétt fyrir prófið- Málaskólinn MÍMIR Brautarholti 4 - sími 1 000 4 og 111 09 (kl. 1-7). Sólþurrkaður saltfiskur Bæjarútgerð Reykjavíkur, við Grandaveg sími 24345. Kvikmynd þessi, sem á ■ ensku heitir „Prospect of Iceland,“ köm út um miðjan janúar í Englandi með sýningum á vegum stærsta kvikmyndafélags Breta, Rank Or- ganization. Innan s.kamms má gera, ráð fyrir, að örinur gerð myndarinnar á I* frönsku, verði sýnd ! Frakklandi og Kanada. Stcfní er að útgáíu á “““““^—————^^ fleiri, tungumáluin <)g,. éinnig verð- . * . , . , . « A f\ f\ + ur gerð útgáfn Í16. mm. hreidd. : AlJQIVSlílQdSl 171 lílH Gf /4906 .. UtanriCism.alaraðuneyúð,' . ' ** ' ■ 1‘ RcykjáVfk^SÝpfn.' - ■' ' ■ 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.