Alþýðublaðið - 05.02.1969, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.02.1969, Blaðsíða 1
 Miðvikudagrur 5- febrúar 1969 — 50. árg. 29. tbl. AMMWMMMMMMMHMMVW Kínverskur sendiráðs- maður f lýr vestur yfir Kínverslri sendiráðsmað urinn, sem bað'st hælis í Hollandi fyrir nokkru, er nú farinn þaðan, og er tal- ið, að hann sé lagður af stað, eða jafnvel kominn til Bandaríkjanna en hann hafðj látið í ljós ósk um að halda þangað- Kínverjinn, sem heitir Liao Ho-sliu, gekk inn á lögreglu- stöð í Haag 24. janúar sl. og baðst hælis í landinu. Hann var þá klæddur náttfötum og regnkápu einum klæða. Sá orðrómur gengur. fjöll- unum hærra að Liao Ho-shu sé í raun einn fremsti njósn- ari Kínverja, og brezka stór- blaðið The Sunday Times seg- ir um helgina að flótti hans sé einn mesti ávinningur sem leyniþjónustur vestrænna ríkja hafa krækt í síðustu árin. — Samkvæmt fréttum frá NTB gekk sá orðrómur í Hollándi í gær, að bandaríska leyniþjón- ustan, CIA, hefði nú Liao Ho- shu í sinni vörzlu og væri að yfirheyra hann um njósnastarf- semi Kínverja í Vestur-Evrópu, ’én talið er að sendiráðið í Haag hafi verið njósnamið- stöð þeirra, eftir að Svisslend- irigar stöðvúðu þá njósnastarf- semi sem áður fór fram í Bern. Ostaðfestar fregnir herma að Liao Ho-shu hafi. fyrst er hann slapþ út úr kínverska sértdiráðinu snúið sér til sendi ráðs Bandaríkjanna i Haag, en þar hafi honum verið- bent á það að snúa sér til hollensku lögreglúnnar. Þar var honum tekið tveimur höndum, en síð- an hefur hann farið huldu höfði og hollenzk yfirvöld hafa stöðugt neitað - að láta uppi hver dvalarstaður hans væri. Ástæðan er sú, að aðrir kín- verskir sendiráðsmenn leita hans með logandi ■ ljósi, en Iiol- lenzkir leyniþjónustumenn 'fyjgjast hins vegar með hverju fótmáli Kínverjanna. Liao Ho- Framhald á lð. síðu. Stórbruni að Gröf / Laxárdal: ENGU BJARGAD NEMA ÞVOIIAVB. Búðardal MR7ÞG. , Um sex-leytið á sunnudaginn kom upp eldur í íbúðarhúsinu að Gröf í Laxárdal. Brann húsið til grunna á skömmum tíma, og bjargaðist ekkert nema þvottavél og miðstöðvarketillinn. Þegar eldurinn kom ulpp, var enginn í húsinu nema tvejr ung lingskrakkar. Gerðu |þeir for- eldrum sínum viðvart, um eld_ inn, en þeir voru í fjósi- Ætlaði bóndinn þegar að fara í síma, en komst ekki inn í búsið fyrir reyk. Fór bann þá í skyndi á næsta bæ. sem er í u.iþ.b- 3ja km. fjarlægð, og hringdi í slökkviliðið í .Búðardal en kaup túnið er í 18 km fjarlægð frá Gröf Þegar slökkviliðið kom á vett vang var húsið orðið alelda- Vatn var tekið úr litlum læk, sem rennur skammt frá bænum en von bráðar þraut það og var þá vatni dæft úr Laxá. Slöng- wtwwwwwmwwtMW urnar gerðu ekki meir,a en að ná niður f ána, en þó var það til þess, að eldurinn var slökkt ur, að sögn fréfctaritara. Húsið er nýlegt steinhús, klætt innan með timbri, og brann ,aHt, sem ibrunnið gat, nem-a bvað eldur- fnn komst ekki í þvottabúsið, svo að þvotitavélin og miðstöðv arketillinn sluppu. 1100 tillögur um nýtt nafn á Lidó Æskulýðsráð efndi á sínum tíma til samkeppni um nýtt nafn á samkomustaðinn Lídó, sem ráðið hefur fengið til um ráða. Skilafrestur rann út 25- janúar s.l- og er óhætt að segja að áhugi hafi verið mikill, því tæplega 1100 tillögur bárust um liðlega 600 mismunandi nölu. , Æskulýðsráð hefur nú valið úr tiJlögunum €00 og á næst- unnf velur borgarráð eitt nafn úr þeim, en það nafn verður svo samkomuhúsinu gefið. Sam Ikomubúsið verður opnað næst_ komandi laugardag- í samkomuhúsinu verða haldnar samkomur fyrir ung- linga á vegum Æskulýðsráðs, en undanfarið hefur verið mik ill hörgull á vistlegum stað, þar sem unglingar- gætu komið eaman á kvöldin til skemmtan.a. Þá er einnig í ráði, að gamalt fólk. geti átt athviirf í húsinu við lestur og sitthvað fleira- Að Gröf bjó Sigurður Sæ- imundsson ásamt konu, tveimur börnum og einum áttræðum manni, sem er heimilisfastur þar- Stendur þessi fjölskylda nú uppi allslaus og á ekkerit nema fötin, sem hún stendur í. Húsið var vátryggt, en inn- bú lítið sem ekkert- í gær var verið að hreinsa úr húsinu það sem brunnið hafði, og stóð ekk ert uppi nema sviðin eldhús. innrétting og hluti ,af þakinu. Málaði ráðherrann rauðan! NICE Frakklandi 4.2. (ntb reuter): Franskur málari tók sig til í dag og sprautaði rauðri málningu framan í franska mennlngarmáiaráð- herrann André Malraux, er hann var að leggja hornstein að nýju safnhúsi í Nice- Malraux þreif þegar í öxl málaranum, sem við það snerist á hæli, þannig að báðir urðu þeir brátt útatað ir. Lögregla kom fljótlega á vettvang, handtók hinn máln ingaróða mann og færði á brott. 4WMMMMMMMMMMMMMM Enn ber talsvert á milli Reykjavík — VGK- Samningafundi deiluaðila í sjómannadeilunni, sem hófst í fyrra- kvöld, lauk um kl. sjö í gærmorgun. Annar fundur hafði ekki ver-, ið boðaður í gærkvöldi.- Torfi Hjartarson, sáttasemjari ríkisins, sagði í viðtali við blað- ið' í gær, að of mikíl bjartsýni væri að ætla, að samningar vaeru aðj itakast, en sá orðrómur komst á kreik í gær. Sagði Torfi, að ekki; væri enn með neinu móti séff fyrir endann á verkfallinu. Á fund-; inpm í fyrrinótt hefði m a. verið rætt um kröfur bátasjóuianna um aðild að lífeyrissjóði og bæri énn töluvert á milli. 600 bilar eru nú í Vestmann aeyjum: Eyjamenn vilja fá enn meiri afslátt af flutningsgjöldum Ibúar Vestmannaeyja eru rúm 5000, en þar eru hvorki meira né minna en 600 bílar, að því að \^estmannaeyja- blaðiff Bravtin hermir. Bif- relðaeigendur í Vestmannaeyj um þinguðu fyrir skömmu, og þar kom ma. fram: Þejr vilja, aff flutningsgjöld á bifreiðum milli Reykjavjkur og Vestmannaeyja verðí lækk uð' niður í 6—800 krónur- fram óg tii baka, og á leið_ inni Vestmannaeyjar Þorláks- höfn verði gjöldjn 3—500 krónur fram og til baka, mis munandi eftir stærð bifreiða. Bifreiðaeigendur færa fram þau rök til stuðnings sínum málstað', að þeir leggi hlutfallslega sama skerf af mörkum til hins almenna vega kerfis með' benzjnskatti og þungaskatti, og þeir nota. hvorki meira né minna en 650 {t'úsund lítra af ^enzíni ár- lega. Þá benda þeir á. að flutn ingsgjöld, er nú gilda fyrir bif reiðar milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja séu nær helm ingur þess, sem gilda frá Reykjavík til Kaupmanna- hafnar, enda þótt leiðin sé margfalt lengri- Því skora þeir á stjórnar. völdin, að flutningsgjöldin verði lækkuð- En þá er spurn- ingin, hvað kostar að flytia - fólksbíl á milii Reykjavíkur og Vestmannaeýja? Þar njóta Vestmanmaeying ar mun betri kjara en að'rjr bíleigendur. Ef bíll er skrá- settur í Vestmaunaeyjum, og vegur allt að 1 tonni, greiðir Vestmannaeyingurinn 1000 krónur í flutningsgjald og 120 krónur í uppskipunargjald. Þegar hann fer til baka og hefur kvittun í höndunum fyr ir ferðinni til Reykjavíkur- þá þarf hann ekki að greiða nema 240 krónur í flutnings- gjald og 120 krónur í uppskip vnargjald, eða alls krónur 1480. Vestmannaeyingar greiða engin hafnargjöld- En hvað þá með reykvískan Framhald á 9. síðii.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.