Alþýðublaðið - 05.02.1969, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.02.1969, Blaðsíða 7
ALÞYÐÚBLÁÐIÐ 5 ' febrúar Í0G9'7 Kennaranámskeið I skyndihjálp Erfitt oð hætta oð starfa vegna aldurs Það er oft erfitt fyrir fólk að hætta störfum fyrir aldurs sakir. Mannfólkið fær margvíslega þjálf- un og miklar ráðleggingar til að búa það undir að taka við starfi eða skipta um starf. En það hefur lítið verið hugsað um, hvort nokk- ur vandamál fylgi þeim umskipt- um, er látið er af störfum og að- gerðarlaus elliár taka við. Nú er þetta sem betur fer að brevtast. í Bretlandi láta 1100— 1200 manns af störfum vegna aldurs á hfrerjum degi, og hefur nú verið byrjað á rannsóknum á vandamálum þessa fólks. Stofnun, sem heitir „National Old People's Welfare Councií1 hóf athuganir árið 1955 og var þar lögð áherzla á, að nauðsynlegt væri að undir- búa fólk undir þetta tímabil í ævi þess eins og gert er fyrir önn- ur tímabil. Árið 1960 var stigið þrepi framar og byrjað að tala um beinar áætlanir fyrir elliárin. Arið 1964 var gerð atlnigun á 101 karlmanni frá fimm stórfyrir- tækjum í London, og voru þeir spurðir um viðhorf sín til vanda- mála, sem skapazt höfðu eftir að þeir létu af störfum vegna aldurs. Það kom i Ijós, að 9 voru „mjög ánægðir" með tilveruna eftir að þeir hættu að starfa, 22 voru „ánægðir“, 40 fannst lífið „ekki sem verst." Hins vegar voru 20 „vonsviknir" og 10 „mjög óánægðir." Það kom í Ijós, að ófaglærðir menn voru óánægðari en hinir og áttu erfiðara að sætta sig við breytinguna. Þessir hundrað öldungar voru einnig spurðir að því, hvers þeir söknuðu mest eftir að þeir hættu að starfa. Svar 14 var hið reglu- lega verkefni hvers dags. Svar 20 voru ýms atriði varðandi vinnuna, svo sem að sýsla við vélar, hafa verkefni til að leysa o. s.frv. Svar 27 var, að þeir söknuðu hærri tekna, sem þeir höfðu áður. Loks svöruðu 75, að þeir söknuðu mest félagsskaparins á hinum gamla vin nustað. Það reyndist að sjálfsögðu vera ýmislegt, sem var til bóta við að hætta störfum. Þannig voru 28 ánægðir með að losna við líkam- legt erfiði, sem hafði fylgt vinnu þeirra. Þá sögðu 22, að nú gætu þeir gert ýmislegt, sem þeir aldrei höfðu tíma til áður, og 40 þótti til bóta að vera nú sjálfs sín herr- ar — hafa engan húsbónda yfir sér. Það kom í ljós, að 29 af hundr- aðinu höfðu fengið sér ný störf. Hafa nokkur ensk fyrirtæki sér- stakar aukavinnudeildir fyrir þá starfsmenn, sem hætta vegna ald- urs. Þar mega þeir koma og fara eins og þeir vilja, en fá greitt eftir tímafjölda, sem þeir vinna. Finnst mörgum gömlum mönn- um þetta rnikil bót, þar sem þeir halda tengslum við vinnuna og geta unnið eftir fastri stundatöflu, ef þeir óska þess. I sambandi við hinar brezku athuganir hefur komið fram, að það gerbreyti aðstöðu eiginkvenna, er menn þeirra hætta að starfa. Fyrir sumar þeirra fylgir því stór- aukið álag og meiri vinna, er mað- urinn er heima allan daginn. LEIGUlBÚÐIR Borgarráð Reykjavíkur hefur ákveðið að auglýsa til leigu, íbúðir að írabakka 2—16. íbúðir þessar eru 52, 2, 3 og 4 herbergja, fyrst og fremst ætlaðar til útrýmingar heilsuspill- andi húsnæðis. Lágmarksfjölskyldustærð verður sem hér segir: 2 herbergja íbúð 3 manna fjölskylda Búseta í Reykjavík s.l. 5 ár er skilyrði fyrir leigu í íbúðum þessum. Að öðru leyti gilda reglur um leigurétt í leiguhúsnæði Reykjavíkurborgar. Umsóknir skulu hafa borizt fyrir föstudaginn 14. febr. n.k. til skrifstofu húsnæðisfulltrúa Reykjavíkurborgar, Póst- hússtræti 9, 4- hæð, sem veitir allar nánari upplýsingar. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. HAFNFIRÐINGAR! ÚTSALA á alls t.onar fatnaðj ofl, Notið þetta einstæða tækifæri til kjarakaupa. FÖT + SPORT Vesf'urgötu 4, sími 50240 Hafnarfirði ATHUGIÐ Geri gamlar hurðir sem nýjar, skef upp, olíuber og lakka. Olíuber einnig nýjar hurðir og viðarklæðningar utanhúss- Fjar lægi málningu af útihurðum og harðviðarlíta þær. GUÐMUNDUR DAVÍÐSS0N- Sími 36857. Landhelgismálaneffíd heldur fund í Aðalveri í Keflavík, miðviku daginn 5. febrúar kl. 8 síðdegis. Fundarefni: Landhelgismálin. Landhelgismálanefnd Hinn 19- janúar s.l. liófst á vegum Slysavarnafélags íslands kennaranámskeið í skynd'hjálp og í meðferð og ílutningi sjúkra og slasaðra, og var námskeiðið haldið í húsi félagsins á Granda- garði. Kennaranámskeiðið sóttu 22 full- trúar slysavarnadeilda og björgun- arsveita félagsins hvaðanæva af land inu, en það var fámennari hópur heldur en í fyrstu var áætlað, vegna inflúensufaraldurs og ófærðar í sumum landshlutum. Námskeiðið stóð yfir á hverjum degi/frá kl. 9 að morgni til kl- 4 s.d./og lauk með skriflegum, verk- legjim og munrilegúm prófum hclgina 25. og 26. janúar s.l. I fyrs'tu var fyrirhugað að efna til slíks kennaranámskeiðs á vegum S.V.F.l. í janúar 1968 og minnast þannig 40 ára afmælis félagsins, en vegna hinna. umfangsmiklu verk- efna, sent félaginu var falið að annast vegna væntanlegrar umferð- arbrevtingar þá um vorið, var ákveð ið að fresta því þar til nú, Kennslukerfi þuð. 'sem lá til grundvállar og kennt i var eftir á námskeiði þessu, hefur nýlega verið tekið i notkun hér á landi, og hafa , ,(it- Frnnúiald á 10. siðu. Vetrarútsala á kápum. s Mikill afsláttur. !<ípu og dömubúðin. - Laugavegi 46.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.