Alþýðublaðið - 06.02.1969, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.02.1969, Blaðsíða 4
4 ALI’-ÝQUBLAÐÍÐ 6- febrúar 1969 Áfengissala jókst á árinu 1968 um 7% frá árinu áður, eða úr kr. 543.092.560 í kr. 581.009.409. I Reykjavík var að sjálfsögðu selt mest, eða fyrir kr. 448.037.684 (413.812.935 árið 1967). Einnig varð aukning á sölu áfengis á ísa- firði, Siglufirði, Keflavík og Vest- niannaeyjum. Á hinn bóginn varð nokkur minnkun á Akureyri, eða úr kr. 51.230.875 í k. 49.822.655, og á Seyðisfirði úr kr. 15.759.220 í kr. 11.249.920. Heildarsala áfengis jókst i mánuð- unum okt.—des. úr kr. 154.218.003 árið 1967 í kr. 156.214.520 árið 1968. I þessum mánuðum jókst áfengis- salan í Reykjavík úr kr. 116.185.902 árið 1967 í kr. 121.902.294 árið 1968. Einnig varð aukning á Siglu- firði og í Keflavík, en á Akureyri, ísafirði, Seýðisfirði og Vestmanna- eyjum varð minnkun í þessum mán- uðum árið 1968 miðað við árið áður. Á Seyðisfirði er þessi lækk- un umtalsverð, en þar nemur hún kr. 2.394.271 og einnig á Akureyri, þar sem hún er kr. 2.046.395. Á öð'rum stöðum er bæði hækkun og lækkun innan við milljón. I>egar þessar tölur eru athugaðar, verður að gæta þess, að áfengi hækk aði talsvert á þessu tímabili, og er því um að ra-ða minnkun á áfeng- isneyzlu frá því árið 1967. Nernur sú minnkun 11.3%. Ef athuguð er áfengisneyzla á mann, miðað við 100% áfengi, kem- ur í ljós, að hún hefur aukizt frá árinu 1963 til 1967 úr 1.93 ltr. í '0:;' : < Ý v ÉMMÉá$0m0 CM/9EL FILTER CAMEL REGULAR AUÐVITAÐ 2,11 lítr., sem er 1,18 lítra aukning. Hins vegar minnkaði áfengisneyzl- an á rnann úr 2,38 1. í 2,11 1., eða um 11,3%, og er það í fyrsta sinn síðan 1963, sem áfengisneyzlan minnkar frá ári til árs. Verkcilýðs- félag endur- reist - - Ungir -áhugamenn um verkalýðs- mál gengust fyrir endurrcisn Verka- Jýðsfélagsins Afturclding á . Hellis- sandi '8: jan. s.L, en félagið hefur ckki starfað undanfarin ár. Á fund- inum var fjölmenni og ríkti mikill áhugi á að efla félagið. Samþykkt var, að breyta lögum félagsins á þann veg, að felagið skiptist í deildir, verkamannadeild og sjómannadeild, er hafa liver sjna stjórn. í aðalstjórn félagsins vor-u kosnir þessir menn: Grétar Krist- 'jónsson, formaður; Lúðvík Albcrts- son, ritari og Sigurður Guðmunds- sonj gjaldkeri. í stjórn vcrkamanna- deildar voru kösnir: Ragnar Jóna- tansson, form.: Leó Ottósson, ritari og Sigurjón Illugasón, ■ rnéðstj. I stjórn sjómannadeildar voru kosnir: Einar BenediktSsoii, form.; Gunnar J. Sigurjónsson, ritari og Kristjan Þorkels’son, meðstj. Tveir nýir bátar eru væntanlegir hingað á næstunni. Hinn 24. þ.m. var hleypt af .stokkunum nýjum bát, er ' hlaut nafnið Stakkshamar, hjá Stálvík h.f. Er hann 110—120 tonn og eigandi er Utnes h.f. Skip- stjóri yerður Sævar Friðþjófsson. Hinn báturinn er Farsæll frá Sauð- árkróki, 150^-160 tonn, er Kristófer Siiæbjörnsson o. fl. hafa fest kaup á. Skipstjóri á honurn verður Gunn- ar Kristóferssoh. (Skaginri). Látið stilla í túoa. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fijót og örugg þjón- usta. Bíiaskoðun & stilling Skúlagötu 32 Sími 13-100. VELJUM Í5LENZKT- ÍSLENZKAN IÐNAÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.