Alþýðublaðið - 06.02.1969, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.02.1969, Blaðsíða 6
6 ALÞY QUBLAÐIÐ 6- íebrúar 1969 ítolskur ráðherra á róstufímum ÍTALSKIR blaðaljósmyndarar hafa gert öðrum meira af því að taka myndir af stjórnmálamönnum, Þeir eiga það jafnvel til að sitja fvrir þeim í launsátri — og þá gjarna uppi undir þaki á Monteci- torio, liinum stóra sal fulltrúadcild- ar ítalska þingsins, þaðan seni þeir hafa góða útsýn. Nú, eða þá í hinu svonefnda Transatlantico, sundinu breiða á milli Bernini-hallar og byggingarinnar á móti, sunds er allir þeir ieggja um leið sína, sem eiga erindi í ítalska þingið. Og svo kemur árangurinn á síðum blað- anna: — LEON'F. brosleitur og patandi; FANFANI djúpt hugsi, jafnvel í svo þungum þönkurn að hann gæti virzt svefnugur; MORO súr á svipinn, alltað því leiðinlegur; NENNI áhyggjuaulluí t'asemda- maður; LOMBARDI kvörtunar- samur kverúlant; MEDICI eins og innantómur sfinx; SARAGAT á svipinn eins og umhyggjusamur fað- ir; LA MALFA reikningsklókur hagfræðingur; COLOMBO hættu- lega skynsamur o.sv.frv. o.sv.frv. Straumur meistaralegra og per- sónulegra svipmynda, sem jafnvel argus auglysingastofa daga vorferð 14. maí — 2. júní Frá Reykjavík 14. maí Til London 18. maí Frá London 19. maí Til Amsterdam 20. maí Frá Amsterdam 22. maí Til Hamborgar 23. maí Frá Hamborg 24. maí Til Kaupmannahafnar 25. maí Frá Kaupmannahöfn 28. maí Til JLeíth 30. maí Frá Leith 30. maí Til Reykjavíkur 2. júní ALLT HEILLANDI FERÐAMANNABORGIR Verð farmiða frá kr. 13.000.00 fæði og þjónustugjalcf innifalið. Skoðunar- og skemmtiferðir í hverri viðkomuhöfn. Dragið ekki að panta farmiða. NOTIÐ FEGURSTA TlMA ÁRSINS TIL AÐ FERÐAST. Allar nánari upplýsingar veitir: H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Farþegadeildin Pósthússtræti 2, sími 21460 og umboðsmenn félagsins. í enn meira mæli en sjónvarpið skapar hugniyndir landsmanna um leiðtoga sína. Semsagt: Arangur ágætur! En þó mundu margir iiaida því fram, að iitríkust og mest lýs- andi væri þó sú myndin sem vantar: myrid Mariano Rumors, forsætisráð- herra! En hver er svo Mariano Rumor í raun og veru? Nafnið höíum við iesið í heimsfréttunum æ ofan í æ á þeim róstusömu tímum, sem und- anfarið hafa yfir Italíu gengið. Mariano. Rumor. er meðal þeirra stjórnmálamanna, sem margir nefna „litlausa", eflaust að ýmsu-leyti að ósekju. Honum skaut upp í ítölsku stjórnmálalífi fyrir tíu árum, og erfitt er að henda reiður á fortíð hans. F.kki svo að skilja, að hann hafi ekkert látið á sér bera fyrr en þá. Síður en svo! Eins og svo margir ítalskir stjórnmálamenn, var hann upphaflega prófessor, þ.e.a.s. háskólakennari (en á Italíu eru all- ir kennarar titlaðir prófessorar, hvort sem þeir kenna við háskóla eða barnaskóla). En öfugt við Moro, Fanfani, La Malfa og ýmsa aðra, sem allir eru lögfræðingar eða hag- fræðingar, er Rumor með próf frá sögu- og heimspekideild háskóla síns. Mariano Rumor gerðist á sínum tíma ráðherra landbúnaðarmála í ítölsku ríkisstjórninni, þar sem hann varð langlífur í embætti þrátt fyrir ýmsa örðugleika, er yfir landslýð- inn dundu, og ollu því að fjöldi embættismanna hrökklaðist úr em- bættum. Rumor sat hins vegar sem fastast alveg frá vori 1969 þangað til ríkisstjórn Fanfanis féll í maí- mánuði 1963 og mun það segja allmikið um manninn. Hins vegar ber þess þó að geta, að innán land- búhaðarráðuneytisins eru það sam- tök bænda, „Coltivatori Diritti", sem sögð eru öllum ráða, en ekki ríkisvaldið sjálft! Það er því for- maður þess,' Paolo Bonomi, sem hcita má ráðherrá lándbúnaðarmála ríkari að völdum! En semsagt: Rumor lét af em- bætti landbúnaðarráðherra árið 1963 og iét þar með öðrum ábyrgð- ina eftir. 1-Iann tók við af Moro scm ritari DC, kristilega demó- krataflokksins, en það var að sjálf- sögðu mikið trúnaðarstarf. Moro hafði á sínum tíma tekið við því af Fuhfani. Og svo einkennilegt sem það virðist var það þeim öllum þremur samciginlegt að standa við stjórnvöl flokks síns hver á eftir . öðrum — og feta sig þaðan upp í embætti forsætisráðherra einnig hver á fætur öðrum! Það verður að segjast sem er, að Rumor lenti í fyikingarbroddi flokks síns árið 1963, því að ekki var völ á öðrum betri. Hann var sagður settur til virðinga aðeins um stundarsakir, — þar til öðru vísi yrði ákveðið. Rumor var alltaf „maður númer tvö“. Maðurinn að baki mannsins. Stjórnmálamaður- inn, sem blaðaljósmyndararnir höfðu ekki áhuga á. Það var alltaf 'tálað um „Rumor og hans menn“, Mariano Rumor. sem var í rauninni táknrænt að vissu marki. Rumor var ekki klofn- ingssinni, hafði ekki klofið flokk sinn, en háfði 'um sig lióp’ rnariná, sem studdist við hann frernur en laut honum. Og vegna innri ágrein- ings í DC, Kristilega demókratá- flokknum, héldu menn áfram áð styðjast við Rumor frekar en engan. Flestir voru þeirrar skoðunar, að Rumor væri aðeins nafnið tómt, en við forsetakosningarnar ítölsku fyr- ir fjórum árum, kom í Ijós, að hanii var síður en svo áhrifalaus. Það var hinn mikli reynslutími fvrir DC, sem vildi fá Leone sem forseta í blóra við Fanfani sem taldi sér bera sætið. Þá voru enn aðrir innan flokksins, sem vildu fá Pastore fyrir forseta — eða jafnvel sósíaldemókratann Saragat. Fan- fani þybbaðist við en var hótað klofningi, og Rumor varð að standa ábyrgur að hótuninni sem flokks- leiðtogi. Þessu gleymir Fanfani trú- lega aldrei! Og svo fór að lokum, að það var Rumor einn, sem segja má að stjórnmálalega séð hafi lifað af þessar deilur flokksbroddanna í ■Kristilega demókrataflokknum. Og enn stóð Rumor einn uppi, er Colombo steypti stjórn Moros árið 1965! Þannig varð þessi „sviplausi", „litlausi" og „atkvæðalausi" maður að sterkum stjórnmálamanni, þrátt fyrir allt. Spámönnunum hafði skjatlazt hrapalega! Rumor var klettur, sem öldurnar braut á; ekki bara hækjan, sem hinir studdust við a meðan þeir biðu eftir bata! Runror var vaxandi maður að afli og - at- gervi og fylgdi þeirri leið, er Moró hafði áður farið: frá tiltölulega hæg- fara miðflokksstefnu til vinstri. Frá því að vera hægri maður sem fyrst leitaði mótvægis við Fanfani og síðar Moro, færðist hann stöðugt á sveif með vinstri arrni flokks síns. Og svo langt leitaði hann til vinstri, að fyrrverandi „vinur“ hans, þ. á m. hægrimennirnir Scelba og Andréotti, sem báðir eru þekkt nöfn í ítölskr um stjórnmálum, voru nú orðnir meðal hörðustu andstæðinga hans. Það var þó ekki fyrr en eftir ítölsku þingkosningarnar í maí- mánuði í vor, að Mariano Rumor varð heiminum kunnur. Þá hlaút hann það erfiða en af ýmsurii eftir- sótta hlutverk að mynda nýja ríkis- stjórn i landi sínu. Skyndilega stóð harin í flóðljósunuhi og átti eftir- tekt heimsins. Mariano Rumor hafði komizt a tind ítrilskra stjórnmálá, hlotið embætti forsætisráðherra — þó að eiginlega væri hann ekki af því öfundsverður svo erfiðir sem tímarnir voru. Og þfeir áttu eftir að Framhald á 10. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.