Alþýðublaðið - 21.02.1969, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.02.1969, Blaðsíða 5
Það' er ekki oft, að þessi vetur, sem nú líður, hefur boðið UPP á slíkt véður sem á miðvikudaginn, og' reyndar í gær Hka; gíampandi sólskin, kyrrt veður og jörð alhvít. Þetta veður hafði líka þau áhrif, að allir, sem vettlingi gátu valdið bundu skíðin á bíla sína og héldu upp í skíðaskálana og ekki er skort- ur á þeim: Armannsskálinn í Jós- efsdal, Skíðaskálinn í Hveradölum, Kolviðarhólsskálinn og K-R-skálinn í Skálafelli, svo eitthvað sé nefnt. Uppi í KR-skálanum var líka fjöldi manns samankominn, þegar við skruppum þangað á -miðviku- daginn, vopnaðir myndavél og penria. Þarna voru heilar fjölskyld- ur og skólakrakkarnir voru svo heppnir, að það er farið að gefa frí í skólum á öskudaginn. Fyrsta rfíánneskjan, sem við hitturri, var hún G'mnhildur litla, sem sagðist Þessi bíða eftir að fara með skíðalyftunni upp í efstu brekku. fara oft á skíði, en vissi þó ekki hvað' oft. Mest bar þarna á ungu og hraustu fólki, sem hafði verið í skálanum rim nóttina, og npkkrir pikar og stúlkur sögðu, að þa.u kæmu alltaf hingað, þegar skíðafæri væri. Þau kváðust vera ánægð með færið, — nema þeim fannst helzt til mikið harðfenni. í brekkunni næst skálanum renndu sér nokkrir fullorðnir menn og geystust á svigi, hölluðu sér sitt á hvað eins og stórmeistarar og snjórinn þyrlaðist í kringum þá. Nokkru neðar æfðu stráklingar sig í svigi með því að renna sér eftir krókóttri braut, milli ógnvekj- andi klettasnasa, eflaust verða ein- hverjir þeirra stórmeistarar með tímanum. Einn þeirra var í vand- ræðum með að spenna á sig skíðin og bað mig að hjálpa sér um leið og mig bar að. Þegar ég hafði gert það, sem hann bað mig um, tók hann af sér annan vettlinginn og þakkaði mér kærlega fyrir með handabandi. Það fannsit mér ■ skemmtilegra en þótt hann hefði rennt sér niður fjajlshlíðina á fullri ferð og komið standandi niður á jafnsléttu. ----------- Nú var skammt eftir að skíða- lyftunni, sem liggur hátt upp í fjall, og að því er mér virtist ekki vogandi nema hraustum taugum að fara þangað upp til þess að renna sér niður. En þrátt fyrir það var löng biðröð fyrir neðan lyft- una, tugir uriglinga biðu eftir að komast upp { fjall til að endasend- ast niður brattar brekkurnar. KR- ingurinn, sem stóð við að selja að- ganginn að lyftunni, 10 kr. mið- ann, sagði, að farnar væru 8— 900 ferðir á dag, en það gefur 8 þús. krónur ! aðra hönd. Hann sagði líka, að þetta væri í þriðja sinn í vetur, sem skálirin væri op- inn. Það var tekið að halla degi, þcg- ar við snerum að skálanum aftur. Við settumst inn og keyptum okk- ur te og brauðsneið á 25 krónur. Matsalurinn var fullhr af ungling- um, það voru nemendur úr Vogn- skóla’, og í gær voru rieméndur úr öðrum skóln. Fjórir strákar sátu og spiluðu bridge af miklu kappi, á méðan þeir söfnuðu -kröftum í að fara eina ferð ennþá út í brekk- Urriar. Þegar við höfðum drukkið te- sopann og hiti var farinn að streyma um líkamann, 'héldum við a'f stað í bæinn, hugsandi um það, hvað það er nú hollt að vera á skíðum eftir, allar inniseturnar x ALÞÝÐUBLAÐIÐ 21. febrúar 1969 5 vetur. Bílarnir voru teknir að streyma í bæinn, enda klukkan að verða sex og farið að kula. Bíla- lestin fór sér hægt, enda sannkall- að sér hreint fjallaloftið, en þeim vegamótunum upp að skálanum háfði gerzt leiðinlegur atburður. Tveir ungir rnenn höfðu lagt af stað um hádegisbilið upp í skála til að renna sér á skíðum og teyga að sér hreina fjallaloftið, en þeim liafði orðið hált á svellinu, — og ferð þeirra endað úti í skurði, org annað afturhjólið brotnað undan, þegar bíllinn kom niður. Ökumað- ttrinn hafði tekið sér far í bæinn til 1 jess að ná í kranabíl, en það dróst og dróst að hann kænti, og félagi hans, setn attlaði að bíða og gæta bilsins, var búinn að ganga frarn og aftur í meira en fimm klukkustundir, þegar okkur bar að. Hann getur þó huggað sig við það, að hann hefur fengið heil- mikið af hreiriu fjallalofti í lung- un við þessa bið. Að öðru leyti hefur þessi skíðaferð ekki verið til fjár. i Þarna lcikur einn af stórmeisturunum listir sínar,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.