Alþýðublaðið - 21.02.1969, Side 12
á
mmxÐ
Kjaftaþing
Komnir eru á kjaftaþing
karlar úr mörgum sýslum,
sitja þeir eins og englar í hring
yfir tölum og skýrslum.
Ingólfur fagnaSi hverjum höld
sem höfðingjum Sankti Pétur,
spurði um fólk og fénaðarhöld
og fóðurþörfina í vetur-
En karlarnir töldu töðufall rýrt
og túnin stórskemmd af kuldum,
sögðu að allt væri erfitt og dýrt
og alveg á kafi í skuldum-
Þá tók ég til fótanna og forðaði mér
að firrast vísasta dóminn.
því þeir eru vanir, því er ver,
á þinginu að berja lóminn.
WVMWWWVWWVMWWVMMWWVMWWMWWtWWWWM
— Ilundurinn hans Magga er í símanum. Viltu gelta svolítið
við hann??
Chaplin i
sjónvarpinu
í kvöld
Snillingurinn Charlie Chapl-
in skemmtir sjónvarpsáhorfend-
um í kvöld 'kl. 20,50, en þá
sýnir sjónvarpið mynd sem nefn
ist „Chaplin í nýju starfi.“
Skopmyndir Chaplins eru á-
vallt sígilt skemmtiefni cg þeir
skipta tugum milljóna sem gegn
um árin hafa hlegið af snilldar
hrögðum Chaplins í gerfi um
renningsins brjóstumkennan-
lega. í kvöld er sem sagt mynd
við hæfi ungra og gamalla í
sjónvarpinu; maðurinn í litla
jakkanum og stóru buxunum
ætlar að leika listir sínar
*
I*að er þó alltaf jákvætt að
alþing.’smenn skuli vera farnir
að gefa gáfunum gaum. Betra
seint en aldrei.
Loksins er kominn nýr fisk-
ur í búðirnar. Eftir allt kjötát-
ið að undanförnu lá við acf
maður væri farinn að jarma.
4
Etindi i kvöíd
Hannes J. Magnússon, fyrr-
um skólastjóri, flytur erindi ,í
útvarpið í kvöld kl. hálf níu.
Erindi sitt nefnir Hannes ,,Sið-
ferðisleg málvöndun‘‘. Án efa
leggja margir við eyrun í kvöld
og hlýða á þennan merka skóia
mann.
É veid eggi kva þedda gamla
pakk er a bíba mar. Þa er a
seija a æsgan sé púra frad o
nógúdd. É veid bra eggi bedur
en Eiill Sgallagrímsson eða gva
ann eidir afi byrjað a dregga
þer ann var smá polli. O var
þa eggi í gamla daga ea gva?
sam-
keppnin
Halló piltar! Fegurðarsam-
keppnin 1969 fer fram í vor
í Reykjavík. Þá verður feg-
ursta stúlka íslands kjörin á
opinberri sýningu. í ár hefur
Sigríður Gunnarsdóttir umsjón
með keppninni, en Sigríður
ásamt Maríu Ragnarsdóttur
vinna að undirbúningi og
þjálfun stúlknanna, sem vald
ar verða í úrslitakeppnina.
Tekið verður við ábending
um um væntanlega þátttak
endur til mánaðamóta febrú-
ar - marz, í pósthólf 1285,
Reykjavík, merkt Fegurðarsam
keppnin 1969.
Og að lokum eru allir þeir,
sem v’ta m fallega stúlku,
beðnir að gefa ábendingar.