Alþýðublaðið - 25.02.1969, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.02.1969, Blaðsíða 2
Alþýðublaðið 25. febrúar 1969 2 Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og Benedikt Gröndal. Símarj 14900-14903. — Auglýsingastjóri: Sigurjón Ari Sigurjónsson. — Augi lýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu 8—10, Rvík. •— Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjal<| kr. 150,00, í lausasöíu kr. 10,00 eintakið. — Útg.: Nýja útgáfufélagið h,f, ÞRJÁR SKÝRINGAR Síðastliðinn föstudag gaf Bjarni BenedJktsson forsæti'sráðherra A] fþingi skýrslu um efnahagsmál. Flútti hann ítanlega greinargerð og byggði á nýjustu upplýsing um, sem fyrir liggja. i Kjarninn í sltýrslu ráðherrans j var að minna þjóðina á, að und j anfarin tvö ár hafa þjóðartekj : ur íslendinga minnkað um 17% ®g eru nú svipaðar að verðmæt um og þær voru 1962—63. Þessi j mikla skerðing tekna stafar af ; tvennu, miklu minni afla en ár in á undan og verðfalli á erlend j um mörkuðum, sem hefur verið allt að 52%. Samdrátturinn varð íyrst í útflutningsatvinnuvegun- um, en náið samband er milli ! ' jþeirra og annarra atvinnugreina : <og hefur áhrifanna gætt um allt j jþjóðfélagið. Þetta eru staðreyndir, sem i íbæði forsætisráðherrann og aðr ir hafa margoft gert þjóðinni . .grein fyrir. Um þetta verður gkki deiilt, og að sjálfsögðu verð ! ur þjóðin að táka afleiðingu’num iaf þessári Iþróun. Það þýðir, að I bæði fyrirtæki og einstaklingar l 'verða að sníða sér þrengri! stakk I':en á árunum 1964—66. f\ Saimt sem áður tala stjórnar- andstæðingar oftast eins og efck ert h'afi fcomið fyrir — nema hvað frámunálega léleg ríkis- stjórn bafi verið við vöid1. Þeir auisa yfir þjóðina áróðri sínum án þess að nefna á nafn, hverj- ar eru orsakir þelrra erfiðleika, isem við er íað etja. Þannig ala þei'r á þeirri huigsun hjá eihstakl ingum og vinnu'stéttum, að það sé hægt að velta vanidamálunum yfir á einhverja aðra, en sjálfir geti menn tryggt sér óbreytt fcjör. Þetta er að sjálfsögðu hættulegur misskilningur. í árás stjórnarandstæðinga hafa komið fram tvær mlsmun- andi kenningar um ríkisstjórn ina. Framsóknarmaður hefur hald- ið fram á Alþingi, að ráðherrarn ir vilji vel, en þeir iséu svo hlaufskir og ófærir til starfa sinna að þeir hafi leitt þjóðina út í ógöngur og vandræði. Það er eðlilegt, að rnenn sem þessu trúa, heimtii fcosningar. Ef þessi kenn inig er rétt, mun allt batna snögg lega og erfiðleikarnir hlverfa eins og dögg fyrir isóil'u, éf fralm sófcnarmenn taka við ‘stjórnar- taumunum. Kommúnilsti sagði hins vegar, að ríkisstjórnin vilssi mætavel, hvað hún væri að gera. Hún stefndi vísvitandi að flutningi á 2—3.000 milljónum fcróna frá vinnustéttunum til annarra stétta og væri að framkvæma stórfellt arðrán. Það vil'l svo vel tiíl, að töliurnar, sem maðurinn nefndi, eru svipaðar og árlegt gjáldeyristap þjóðarinnar vegna aflatregðu og verðhruns afurða. Hann silieppir þesisu smáræði ail- igerl'ega, en segir þjóðinni, að rík isstjórnin sé að ráðstafa þessum fjármunum til annarra. Svona þurfa menn að ganga lanigt í blekkingum tlll að geta heimfært gam'lar kenningar kommúnism- ans við íslenzkar aðstæður. Sæmilega viti bornir menn geta kannað skýrslur um afla og gj aldeyristekj ur, og á þann hátt sannfærzt um, að skýringar for sætisráðherra á erfiðleikum þjóð arjinnar eru hinar réttu. Kenn ingar framsóknavmaíTina og kommúnista eru hugarburður einn. Bonnie & Clyde Einhvers staðar í blöðunum gat að lesa á dögunum heldur ahyggjusam lega ritgerð um þau Bónnie Parker og Clyde Barrow, söguhetjur kvik- myndarinnar um Bonnie og Clyde sem nú er verið að sýna í Austur- 'bæjarbíó. Það er ljótt að stela pen- inguni og drepa fólk, og það borg- ar sig ekki, nei nei; þetta var í stytztu máli inntak ritgerðarinnar, Sýnilega hefur höfundur sett það fyrir sig að rnynd þessi væri til þess f^ilin að varpa eiuhvers konar rómantískum hetjuljóma á glæpi og glæpamenn og glæpah'f og haft áhyggjur af því skapi af vinsældum hennar og væntanlegum áhrifum. Trúlega hefur hann líka eitthvað verið að spekúlera í siðferði æsku- lýðsins sem jafnan er mikið um- hugsunarefni í alvörugefnum rit- um. Nú má það svo sem einu gilda hvers konar þrjótar þau virkilegu Bónnie Parkcr og Clyde Barrow virkilega voru. F.n eru þau gerð að „þetjum“ { myndinni um Bonnie og Clyder Sá hetjuháttur er þá að n|innsta kosti harla ólíkur hetju- skap venjulegra Hollywood-mynda; þvert á móti þeim virðist Bonnie og Clyde óvenjulega raunsæ lýsing óhappaferils sem fyrirsjáanlega hlýt- ur að leiða til ógæfu og dauða. Þau Bonnie og Clyde hafa svo sem ekkert upp úr sínu krafsi; líf þeirra í myndinni er stöðugur og við- námslaus flótti; garpskapur þeirra ekki fólginn í öðru en skjóta sér undankomuleið eftir bankarán eða úr umsátri lögreglu. Ekki eru þeim heldur í myndinni „ætlaðir neinir afburðir til munns né handa nc knýr neitt örlagavald þau áfram eins og gerist í hetjusögum glæpa- manna; þau eru hins vegar alls ekki gerð að neinum líkamlegum af- hrökum, bæði tvö ofur viðfelldnir unglingar. Er það háskaleg róman- tík? Myndin daðrar að vísu lítil- lega við þá hugmynd að Clyde sé eða vilji vera einhvers konar Hrói höttur kreppuáranna, vinur fátæk- linga, en úr því er þó aldrei meira gert en daðra við hugmyndina eins og þau Bonnie og Clyde kunna sjálf að hafa gert í verunni. Róman- tískari kann ástalýsing myndarinn- ar að þykja, hvernig Clyde yfir- vinnur karlmennskuleysi sitt seint og um síðir. En ætli margur annar feiminn unglingsdrengur hafi ekki reynzt daufur til ásta framan af þó það sé að vísu ekki altítt í hetju- legum kvikmyndum? Aðalefni myndarinnar, sífelld viðureign þeirra við lögregluna er hins vegar allt annað en rómantísk; sjaldan mun bang-bang mynd, eins og þessi vissulega er, liafa lýst blóðsúthell- ingurn, áverkum og grimmilegum dauða með jafn raunsæjum hætti og myndin um Bonnie og Clyde sem lögreglan murkar að Iokum niður í vélbyssuskothríð úr launsátri. En það er að þeirra eigin áverk- ™, þjáningum og dauða sern eftir- tekt mvndarinnar beinist, ekki þeim áverkum sem þau veita öðrum. Bonnie og Clyde og þcirra félagar skjota a baðar hendur þegar þeim lendir saman við lögreglu og menn falla tvist og bast, en við það mann fall stöðvast ekki myndavélin; hún skráir hins vegar nákvæmlcga dauða stríð bróður Clvdes sem fellur í viðureign við Iögregluna, Bonnie og Clyde á flótta, særð, blóðidrifin, örmagna, dauða þcirra í kúinahríð lögreglunnar að lokum. Ofbeldi borgar sig ekki. En ofbeldi mynd- arinnar er framið á þeim Bonnie og Clyde af lögreglunni. Frásögn myndarinnar er alveg einskorðuð við þeirra sjónarhorn á atburðarás- ina, og hún lætur hjá líða að kveða upp einn eða neinn siðferðilegarú dóm um það sem fram fer. Undir lokin er Clyde á því að hann mundi lifa alveg sama lífi ef hann mætti byrja upp á nýtt — nema hann mundi náttúrlega vanda sig betur, takast betur það sem hann tæki sér fvrir hendur Bonnie sem sjálf er upp gefin orðin ber sig ekki að mót- I ramhald á 4. síðu. LoSna í|,ramhald af 1. síðu. •— I fyrra var loðnuveiðin allt öðruvísi.'Þá kom loðnan ekki að neinu verulegu ráði vestur fyrir Ingólfshöfða. Það virtist ekki vera neitt verulegt magn þá og veiðia var aðallega við S-Austurland. Mig minnir að veðrið hafi átt sinn þátt í því, það voru suðvestlægir eða vest lægir vindar og þá berst hún langt. um minna hér vesturmeð heldur. en í norðlægri átt og hægviðri. Annars erum við allir á því mál! að hefja mætti loðnuveiðar miklu fyrr. Það eru jafnvel möguleikar á að veiða loðnu út af Norðurlandi á sumrin. Ef við fáum fé til loðnu- leitar í sumar, þá eru líkur á að hægt sé að veiða loðnu í allt sumar út af Norðurlandi. — Hefur orðið vart við mikið loðnumagn út af Norðurlandi? — Já. Við fundum hana oft þeg- ar síldarleit var starfrækt út afi Nórðurlandi. Þá var loðnan hins vegar talið hið mesta ófiski og síld- in gekk fyrir öllu. — En hvað um kolmunnaveiðar? — Mér finnst að vinda þurfi bráðan bug að því að hefja veiði- tilraunir á kolmunna og það með flotvörpu og jafnvel nót líka. Kol- munninn er sfundum í veiðanleg. um torfum fyrir nót og stundurrt ekki. Það er gífurlegt magn af kol- munna scm finnst í hafinu og eðli- legt að atluigaðir séu möguleikar á því að veiða hann. Milljón á hvern mann Á síðasta aðalfundi Loftleiða, sem haldinn var í s.l. júnímánuði, kom það í ljós, að tckjur félagsins hefðu samsvarað um einni milljórt íslenzkra króna á hvern starfsmann þess á liðnu ári, en þeir voru þá um 1000. Við árslok 1968 reyndust þeir, heima og erlendis, 1,101, og má búast við að tekjutalan verðí — vegna nýlegrar gengisbreytinga* — nokkru hærri á hvern starfs- mann þegar reikningsskilum lýkuf á þeim aðalfundi, sem haldinn verð. ur vegna ársins 1968. Undanfarin ár hefir hluthöfurrt, sem eru rúmlega 600, og í þeitfl hópi margir starfsmcnn félagsins, verið greiddur 10% arður, og standa vonir til þess að svo verðj einnig vegna ársins 1968. Látið stilla í tíma. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjón- usta. Bilaskoðun & stiiling Skúlagötu 32 Sími 13-100.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.