Alþýðublaðið - 25.02.1969, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 25.02.1969, Blaðsíða 8
AlþýðublacficJ 25. febrúar 1969 8 ritstj. ÖRN EIÐSSON Úrvalið hafði yfirhurði vann MK 31 25:17 Danska 1. deildarl;ðið MK 31 frá Kaupmannalhöfn lélc fyrsta leik sinn hér á landi á sunnudag, en liðið er statt Valur-MK31 í KVÖLD þriðjudag kl. 20.30 leikur danska 1. deildarliðið M.K. 31 sinn annan leik hér á landi gegn gestgjöfunum Val. Leikur þessi ætti að geta orðið skemmtilegur og spennandi því bæði liðin eru fyrir fram ákveðin í að sýna sitt bezta. Danirnir eru mjög óánægðir með getu sína í leiknum gegn liði íþróttafréttaritara, töldu leik sinn vera fyrir neðan meðallag. Lið Vals verður skipað öllum sínum sterk- ustu mönnum, og verður þannig skipað: Jón Breiðfjörð, Finnbogi Kristjáns son, Bergur Guðnason, Hermann Gunnarsson, Jón Karlsson, Gunnar Ðlafsson, Olafur H. Jónsson, Gunn- steinn Skúlason, Jón Agústsson, Bjarni Jónsson, Stefán Bergsson, Ágúst Ögmundsson. Á undan leik þessum kl. 20.15 fer fram forleikur í knattspyrnu, milli stjórnar Knattspyrnusambands íslands og- aðalstjórnar Vals. I lið- um þessum eru margar frægar kemp ur í ýmsum þyngdarflokkum. Og má því búast við allsögulegum leik beggja liða. Jafntefli KR og Vestmannaeyingar gerðu jafntefli í fyrsta leik liðanna í Meistarakeppni KSI, 1 mark gegn L Aðstæður voru ekki sem beztar, en áhorfendur býsna margir með tilliti til mikilla anna vegna mok- aflans í Eyjum. TROLOFUNARHRINGAR IFI|6t afgreiSsla Sendum gegn póstkr'ofO. OUÐM ÞORSTEINSSON: gullsmiður Bankastrætf 12., hér á vegum Knattspyr'nufé- lag.'V.ns Vals. Danúrnir léku við úrvalslið, sem íþrótta- ;fréttamenn völdu. Leiíknum lauk með yfirburðas'gri úr- valsinv, sem skoraði 25 mörk gegn 17. í hléi var staðan 11 gegn 6, úrvalinu í hag, Leikurinn var jafn í upp- hafi, Ingólfur skoraði, en Hans Pédersen jafnaði met- in fljótlega. Þannig gekk það til fyrstu tíu mínúturnar, úr vaLð' nær eins marks forustu en Danir jafna ávallt. Þá ná MK 31-menn tveggja marka forustu, en úrvalið 'hristi nú loks af sér slenið og skoraði sex mörk án þest' að Danirn- ir svöruðu fyrir sig og áður en fyrri hálfleik lau/k jók úrvalið muninn í 5 mörk, ♦ eða 11 gegn 6. ★ Síðari hálfleikur. Bezti maður MK 31, Max Náelsen, skoraði fyrsta mark ið, en strax að því loknu 'kom bezti ikafli úrvalsins, fimm mörk, hvert öðru fal- legra, en þrjú af þeim gerði Einar Sigurðsson, öH af línu. Dirfnir svöruðu fyrir sig með 5 mörkum þannjg að staðan er 16:12 úrvalinu í vHL. Það ,sem dftir var af leiknum, var munurinn yfir lejtt 4—6 mörk, en undir lok in jókst bilið í 8 mörk, eða 25 gegn 17, eins og fyrr £ieg- ir. Verðskuldaður sigur í fremur lélegum leik. ★ Liðin. „Eldri” mennirnir í úrvals liðinu vöktu mesta athygli, þeir IngólfuF Óskarsson og Einar Sigurðsson. Goir hafði sig óvenju lítið í frammi, en skotraði, þó f^lleg mcirk og átti frábærar línusendingar. Hjalti varði vel að vanda. Max Nielsen var langbezti maður MK 31, enda marg- reyndur landsliðsmaður. Kurt Stripp, Benny Nielsen og Per Kervtrupp vöktu og athygli Dómarar voru Óli Ólsen og Óskar Einarsson. Danska Lðið leikur við gestgjafana, Val, í kvöld. Áð ur leika stjórn Vals og stjóm KSÍ knattspyrnu. Dómarj verður Ómar Ragnarsson. Landsliðin sigruðu Á sunnudag Iék A-landsliðið við Fram, leikurinn fór fram á Háskólavellinum í ágætu veðri. Landsliðið vann með miklum yfirburðum, 4 njörkum gegn engu. Mörkin skoruðu Ingvar Elísson, Sigurður Albertsson, Þorsteinn Friðþjófsson og Her- mann Gunnarsson. Þá léku Ármann og Unglinga liðiö á Valsvellinum. Leiknum lauk með sigri Unglingaliðsins, sem gerði 3 mörk gegn 1. Sigfús Jónssön, efnilegur hlaupari og Kristján Jóhannsson, Is- lrndsmethafi í 10 kmj hlaupi „mýkja upp” fyrir hljómskála hiaupið. í SAMBANDI við Hljómskála- hlaup ÍR fyrir stúlkur og pilta var nú í fyrsta sinn keppt í flokkum fullorðinna. Þar sem hér var farið af stað með hlaup að tilhlutan stjórnar FRÍ var búizt við, að nokkuð margir ihlauparar mættu til keppninnar og fengju með henni tilbreyt- ingu í æfingar sínar. Því miður voru þeir ekki margir, sem svöruðu kalli FRÍ, en vonandi mæta þeir betur til næsta hlaups. Keppt var i itveim flokkum. ♦- A flokkur, 2 hringir (ca. 1500 m.) 1. Kristinn Björnsson 2. Ágúst Ásgeirsson 3. Einar Heigason 4. Karl Magnússon 5. Kristján Jóhannsson B-flokkur 4 hringir (ca. 3000 m) 1. Sigfús Jónsson 2. Konráð Þórisson mm. 5:23 5:24 5:55 6:13 6:53 mín 9:25 10:27 ÞRIÐJA Hljómskálahlaup IR Framhald á 9. sífíu. Ráðstefna um íþróffamá/ Laugardaginn 1. marz n. k. efnir Heimdallur F.U.S. til al- menns fundar um „íþróttamál í Reykjavík.” Verður þar fjallað um að- stöðu og starfsemi íþróttahreyf ingarinnar í borginni, sem og vandamál íþróttafélaganna og hinna einstöku íþróttagreina. Á fundinum munu mæta m. a. borgarstjórinn í Reykjavík, Geir Hallgrímsson, ásamt helztu forsvarsmönnum íþrótta- og æskulýðsmála í borginni og munu þeir taka þátt í umræð- um og svara fyrirspurnum, sem fram kunna að koma á fundin- um. Fúndur þessi er öllum opinn. Fundurinn verður haldinn í Hliðarsal (2. hæð) Ilótel Sögu, gengíð inn um aðaldyr og hefst kl. 13.30.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.