Alþýðublaðið - 25.02.1969, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 25.02.1969, Blaðsíða 7
7 Alþýðublaðið 25. febrúar 1969 menntunar, sem skólarnir veita, og fyrir álit, virðingu og kjör kenn- arastéttarinnar. Hér sem annars staðar verður liinn mikli fjöldi rétt- indalausra kennara til.þess að und- irbjóða kjör þeirra, e. t. v. 15% — sem aflað hafa sér sérmenntun- ar og fullra réttinda. 7.1. Námsejni og }(cniislitað- staða. Námsefni í raungreinum stenzt engan veginn lágmarkskröfur; þær kennslubækur, setn til eru, eru úreltar og kennsluaðstaða og tæki alls ófullnægjandi. Verst er þó, að skortur er á sérmenntuðum kennurum í þessum greinum, sem og stærðfræði. Félagsfræði (þ.m.t. starfsfræðsla), sem ætti að vera ó- missandi þáttur almennrar mennt- unar á þessu skólastigi, er mjög vanrækt. Veldur því hvort tveggja vöntun bóka og menntaðra kenn- ara. Kennsla í þeim greinum, sem telja verður ómissandi þátt al- mennrar menntunar, svo sem í ís- lands sögu, almennri sögu og fé- lagsfræði, fær heldur ckki notið sín né náð eðlilegum tilgangi, þar sem hvorki eru til nothæfar kennslubæk- ur á íslenzku né bókasöfn í skól- um. 7.2. Hlutvcr\ gagnfrœðas'kóla. — Gagnfræðaskólinn hefur því hlut- verki að gegna að leggja þekking- arlegan grundvöll að framhaldsnámi nemenda og þjálfa hæfni þeirra, sem halda til æðra náms gegnum menntaskólá, eða leita í iðn- og tækninám og annað sérnám, og verður því að fullnægja allströng- um kröfum, sem gerðar eru til und- irbúnings slíku námi. Þetta fræðslu- stig hlýtur því að gegna veigamiklu hlutverki í fræðslukcrfi þjóðarinn- ar í framtíðinni. Með hliðsjón af því ástandi, sem þegar er lýst, er þó Ijóst, að þessu hlutverki getur skólinn ekki gegnt svo viðunandi sé, eins og nú er að honum búið. 7.3. Anhnar kröfitr. Þess vegna er eðlilegt, að sú spurning vakni: Hvaðan er að vænta þeirra kennara, sem eiga að innleiða nvtt námsefni í gagnfræðaskólana, móta nvja hefð og setja hærri standard í nær öll- um greinum við erfið skilyrði? Augljóst er, að endurnýjun náms- efnis og mótun nýrra kennsluhátta gerir stórauknar kröfur til kennara á þessu stigi. FHK telur óraunhæft að ætla, að almennt kennarapróf eða stúdentspróf sé nægileg mennt- un kennurum, sem slík verkefni eiga framundan (sbr. 4.2 hér að framan). 7.4. Varasöm þróun. Þess vegna varar félagið eindregið við þeirri þróun, sem orðið hefúr að undan- förnu á höfuðborgarsvæðinu, að láta barnaskólana taka við öllu skyldu- námi, þ. e. 1. og 2. bekk gagnfræða- skóla, og telur að slík þróun verði óhjákvæmilega til þess að lækka kennslustandard miðað við núver- andi aðstæður. Félagið bendir á, að með slíkri skipan er grundvellinum kippt lind- an starfi gagnfræðaskólanna, sem verða þar með aðeins 2ja vetra skól- ar eða jafnvel eins . vetrar lands- prófsskóli. Þessi þróun er því Kklcg til að valda enn frekara skipulagsleysi kerfisins í heild og skapa fleiri vandamál (t. d. hvað snertir mennt- un kennara) en hún leysir (bygg- ingarkostnað). , _ , 7.5. TiUögur. Með hliðsjón af framansögðu mælir FFIK með því, að eftirfarandi ráðstafanir verði gerðar: 1. Skipting milli barnafræðslu- stigs og gagnfræðastigs ákvarðist af þroska nemenda, en ekki aldri eins og nú er. 2. Námsefni gagnfræðastigsins verði tekið til gagngerðrar endur- skoðunar með það fyrir augum að bæta úr ríkjandi vanrækslu á sviði raungreina og þjóðfélagsfræða og með tilliti til þess, að kennsla í sumum greinum hefjist fyrr, þ. e. í barnaskólum. 3. Rannsóknarstofnun skólamála hafi forgöngu um að skipuleggja samstarf kennara og sérfræðinga að samningu nýrra kennslubóka. 4. Námsaðstaða skólanna verði bætt, einkum með því að koma upp viðunandi bókasafni í hverjum skóla og útbúa nauðsynlegar sér- kennslustofur. 5. Skýr rnörk verði dregin (í líiggjöf) milli þeirra réttinda, er almennt kennarapróf veitir annars vegar, þannig að ótvírætt verði, að kennarar með almennt kennarapróf verði að afla sér frámhaldsnrennt- unar í háskóla til að öðlast rétt til kennslu í gagnfræðaskólum. 6. Stóraukin áherzla verði lögð á menntun kennara við Háskóla Is- lands og mönnurn með erlend há- skólapróf gert auðveldara að afla sér fullra kennsluréttinda með breyttri námstilhögun í uppeldis- og kennslufræðuni (sbr. lið 10.2.). 7. Réttindalausir menn verði framvegis hvorki settir né skipaðir í stöður, heldur aðeins lausráðnir, og verði það þeim hvatning til að afla sér tilskilinnar undirbúnings- menntunar. Jafnframt viðurkenni ríkisvaldið afdráttarlaust regluna um laun eftir menntun, sem er eina leiðih til að auka ffamboð sér- menntaðra kennara. 8. Kennarar verði framvegis skipaðir í embætti í þeim kennslu- greinum, sem þeir hafa próf í. 9. Til þess að hagnýta betur starfskrafta skólanna verði sá hátt- ur upp tekinn, að skipa yfirkenn- ara í einstökum kennslugreinum, er hafi yfirumsjón með kennslu viðkomandi greinar í skólanum, — enda verði slík ábyrgð ekki falin öðrum en þeim, sem hafa fyllstu kennararéttindi. 10. Enginn verði framvegis skip- aður skólastjóri við gagnfræðastig- ið, nema hann hafi háskólapróf í kennslugrein(um) og uppeldis- og kennslufræðum og a.m.k. 5 ára kennarareynslu á því skólastigi. 11. Menn með háskólapróf í bóklegum greinum á gagnfræða- og framhaldsskólastigi. 12. Starfsaðstaða skólastjóra í stórum skólum ■ og héraðsskólum verði stórbætt mcð því m. a. að almennri skrifstofuvinnu verði af þeitn létt. C. LANDSPRÓFIÐ. VeigamikiII þáttur í starfi gagn- fræðaskóla er undirbúnmgur hluta nemenda undir menntaskólanám. Frá árinu 1946 hefur sá undirbún- ingur verið samræmdur um land allt með svokölluðu landsprófi. Með tilliti til þess, að þetta próf hefur að undanförnu sætt sívaxandi gagn- rýni, vill FHK gera skýra grein fyr- ir afstöðu sinni til landsprófsins. 8.0. T ilgangur. Landsprófið gegnir einkum þríþættu hlutverki: a. Að kveða á um samræmda lág- marksþekkingu til æðra náms. b. Að staðfesta hæfni til slíks. náms. c. Að jafna félagslegan aðstöðumun, einkum er varðar búsetu (og efna- hag) til skólagöngu. 8.1. ]á\vcett hhitvcr\. Sem slíkt hafði landsprófið jákvæðu hlutverki að gegna, þegar því var upphaflega komið á, enda leysti það af hólmi skipan, er ekki hafði gefizt vel. Inn- tökupróf í menntaskólana bitnaði harðast á þeini, sem þannig voru í sveit settir, að þeir áttu ekki kost á viðhlítandi undirbúningsnámi. Þau staðfestu þess vegna efnahags- og félagslegan aðstöðumun og voru því um leið óáreiðanlegur mæli- kvarði til framhaldsnáms. 8.2. Afiiáiii: S\apar jleiri vanda- mál cn það leysir. Astæða er til að ætla, að afnám landsþrófs með öllu mundi skapa fleiri vandamál en það leysti. F.nda þótt frjálsræði kenn- ara og skóla sé vissulega æskilegt innan ákveðins ramma, verður að benda á, að afnám landsprófs mundi leggja þeim stóraukna á- byrgð á herðar. Taka verður tillit til þeirrar stað- reyndar, að gagnfræðaskólar víða um land eru svo litlir og fámennir og menntun kennara á gagnfræða- stigi í liei.ld svo ábótavant, að vafa- samt verður að telja, að margir skólar rísi óstuddir undir þeim vanda að búa nemendur sína undir menntaskóianám. Hætt er við, að ósamræmið í námsundirbúningi nemenda yrði brátt svo óþolandi, að menntaskólarnir krefðust eigin inn- tökuprófs á ný, líkf og orðið hefur um gagnfræðaprófið í núverandi mynd. Og væri þá enginn vandi leystur. Þar við bætast þau „sál- fræðilegu" rök, er snerta starfsað- stöðu skólastjpra og kennara í fá- mennum byggðarlögum, að þeim er ótvíræður styrkur að slíkum sam- r.Tindum, hlutlægum mælikvarða á hæfni nemenda, sem þeir geta skír- skotað til, ef vefengdur er. 8.3. Rcynsla. Sú meginhugmynd að samræma námsefni og þekking- arkröfur með landsprófi, er því ekki gagnrýnisverð, heldur er. það framkvæmd laganna og gerð prófs- ins, sem er ámælisvert. Eins og margt annað í íslenzkum. skólamál- um staðnaði það í úreltum form- um. A liðnum árum var það rétti- lega gagnrýnt fyrir fjarstæðukennda áherzlit í flestum greinum á vél- ræn minnisatriði, en vanrækslu á könnun dómgreindar, skilnings og ályktunárhæfni nemenda. Þrátt fyrir áðurnefnda kosti hefur landsprófið vegna einstrengings- lcgrar framkvæmdar átt sinn þátt í því að sveigja kennsluna meira en ella hefði orðið inn á óæskilegar brautir, skcrða frumkvæði kennara að umbótum og torvelda nýjungar og tilraunastarfsemi. Námsefni hef- ur verið of mikið á of skömmum tíma, attk þess sem. gerð prófsins hefur dregið úr gildi þess sem mæli- kvarða á námshæfni. Alít eru þetta alvarlegir gallar,, sem allt of lengi hafa viðgengizt.og verðs.kulda fylli- lega gagnrýni. Það er alvarleg öfug- þróun, þegar próf mótar kennslu, en ckki kennsla próf. Stærsli gall- inn við framkvæmd landsprófsins Framhald á bls. Í0. , STYÐJUM BÁGSTADDA Blaíra söfn- un Rauða kross íslands Allir bankar og spari- sjóðir taka viff gjöfum. Fram' lög til Rauða krossins eru frá dráttarbær. Tctkið effir - Takið eftir Nú er fátt til bjargar, því góSur tími til að taka til á háa foftinu- 'Við kaupum allskonar eldri gerð húsgagna og hús- muna svo sem buffetskápa, borð stóla, blómasúlur, klukkur, rokka, prjóna- og snældustokka, spegla og margt fl. Fornverzlunin Laugavegi 33 (bakhúsið) Sími 10059 — Sími heima 22926. Trésmíða-þjónusta. Tökum að okkur smíði á eldhúsinnréttingum og öllum gerðum af fatasfcápum ásamt fleira tréverki og breytingum. Mælum upp og teikn- um- Föst tilboð eða tímavinna. Vönduð vinna. Verkið framkvæmt af meistara, er skrifar upp á teikningu, ef um breytingu er að ræða. — Greiðsluskilmálar. Upplýsingar í síma 24613 og 38734. MATUR OG BENSÍN aHan sólarhringinn. Veitingaskálinn, Geitháísi. ATHUGIÐ Geri gamlar hurðir sem nýjar, skef 'upp, olíuber og lakka. Olíuber einnig nýjar hurðir og viðarklæðningar utanhúss- Fjar lægi málningu af útihurðum og harðviðarlita þær. GUÐMUNDUR DAVÍÐSS0N- Sími 36857. HÚSGÖGN Sófasett, stakir stólar. — Klæði gömul hús- gögn. — Úrval af góðum áklæðum. Kögur og leggingar. BÓLSTRUN ÁSGRÍMS. Bergstaðarstræti 2. — Sími 16807.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.