Dagur - 12.02.1918, Blaðsíða 2
2
DAGUR.
Tilkynning.
Peir menn úti um sveitir, sem fá
blaðið sent óbeðið, verða taldir
kaupendur þess, hafi þeir ekki endur-
sent fyrstu blöðin til afgreiðslumanns
fyrir miðjan apríl n. k.
gerðir Pessvegna eru þeir, er blað-
inu senda greinartil birtingar, beðnir
að vera stuttorðir og gagnorðir.
Ljettvægu ljóðarugli og langlok-
um um dána menn verður ekki veitt
rúm í blaðinu.
Ró að »Dagur« sje nú lítill vexti,
þegar hann hefur göngu sína, má þó
vel svo fara að á honum sannist það
fornkveðna: »Mjór er mikils vísir.«
Frá útlöndum.
Úfar eru teknir að rísa á vinfengi
Rússa og Rúmeníu. Tildrögin sögð
þau, að Rúmenar hafi hnept rúss-
neska herforingja í varðhald. Maxí-
malistar snerust illa við þessu, og
harðnaði rimman svo, að stjórnmála-
sambandi var slitið milli landanna,
og hafa Rúmenar ráðist með ófriði
inn í land Rússa.
Stjórnmálaástandið í Rússlandi er
í miklu öngþveiti. Maxímalistar hafa
orðið undir í þinginu, enda eru þeir
sagðir sundurþykkir innbyrðis.
Litlar líkur fyrir því, að til friðar
dragi miili Rússa og Miðveldanna.
Finnland er í nauðum statt. Maxí-
malistar hafa tekið höfuðborg lands-
ins og rekið stjórnina frá völdum.
Óstjórn og hungur þjakar landslýðn-
um ó{f ínargskonar glæpir eru þar
daglegt brauð. Eru Finnlendingar
teknir að hrópa á hjálp annara þjóða
í þessuin hörmungum sínum, en
fá líklega enga áheyrn.
Frá vesturvígstöðvunum héyrist
lítið sögulegt. Þó er getið um að
Frakkar hafi unnið 'nokkurn sigur
á einum stað. Að undanförnu hafa
Þjóðverjar verið að flytja mikið lið
að austan til vesturstöðvanna og
hafa Bandamenn átt von á harðri
sókn frá þeirra hendi. En nú hafa
myndast gríðarleg verkföll í Mið-
veldunum, sem ekki hafa eingöngu
verið bygð á kröfu um bætt kjör
verkalýðsins heldur og á kröfum
um frið. Er svo að sjá, að verk-
fallið hafi byrjað i Austurríki og að
stjórnin þar hafi orðið við kröfum
verkamanna og samkomulag feng-
ist, En síðan varð ógurlegt verkfall
í sjálfri Berlín og tók upp undir
hálf miljón verkafólks þátt í því
þar í borginni, og sagt að verk-
fallshreyfingin breiðist óðfluga út
um Þýskaland. Heimta verkfalls-
menn, að friður verði saminn hið
bráðasta. Er eflir að vita hvort þýska
stjórnin getur brotið byltingu þessa
á bak aftur með herafla sínum. En
ekki er það ólíklegt að slíkar frið-
arhreyfingar sem þessar geti helst
stytt ófriðinn.
Að öðru leyti eru friðarhorfur
milli Bandamanna og Miðveldanna
ekki vænlegar. Ber þar margt á
milli og ekki síst Elsass-Lothringen,
sem Rjóðverjar munu ekki ótilneydd-
ir sleppa. Bretar munu og verða
þungir fyrir í samniugutn um þýsk-
ar nýlendur, er þeir hafa tekið í
ófriðnum, en þrátt fyrir alt þykjast
þó sumir menn sjá friðarglætu í
lofti, en Iítið mun á því að byggja.
Bretar hafa gert ógurlega flug-
vjelaárás á borgina Mannheim og
er tjónið talið afskaplegt. Ætla
Bretar á þennan hátt að venja
Pjóðverja af Zeppelínsárásum á
breskar borgir.
Skáldið Kristófer Janson er ný-
lega látinn á áttræðisaldri.
Síðustu fregnir segja algert stjórn-
leysi í Rússlandi. Rússar og Pjóð-
verjar sjeu farnir að berjast á ný
og Rússar fari hrakfarir. Ennfremur
að Bandamenn vilji engum friðar-
skilmálum sinna, og stríðinu skuli
haídið áfram af krafti. Talið að
þýsku verkföllin sjeu í rjenum.
Samtíningur.
— Sveinn Ólafsson alþm. í Firði
hefir um stundarsakir hætt störfum
í Fossanefndinni vegna lasleika og
dvelur heima í bili.
— Aðalsteinn Kristinsson umboðs-
sali og Haraldur Jóhannesson úr-
miður fóru til Rvíkur með síðasta
pósti.
— Höfuðstaður Norðurlands hefir
verið í kolahraki. Ráðstafanir hafa
verið gerðar til að úlvega bænum
kol, en gengið tregt, þar til bæjar-
fulltrúa Otto Tulinius tókst með
sínum alkunna dugnaði og hjálp-
fýsi að útvega bænum 70 til 100
smálestir norðan úr Jötunheimum.
— Á síðasta bæjarstjórnarfundi hjer í
bæ var ákveðið að taka alt að 50þús.
kr. bankalán til dýrtíðarráðstafana.
— Mótornámsskeið stendur yfir
hjer í bæ. Stýrir því Ólafur Sveins-
son úr Rvík. Margir nemendur.
— Kvenfjelagið »Framtíðin« ætl-
ar að fara að reka eldhús í barnaskól-
anum og gefa fátæklingum miðdeg-
isverð. Lofsvert fyrirtæki.
— Nýlega eru látnir hjer á sjúkra-
húsinu Jón Ólafur sonur Jóns bónda
í Möðrufelli og Ólafur Kristjánsson
bóndi frá Hólum í Eyjafirði.
— Barnaskóli Akureyrar tók tif
starfa 4. þ. m. eftir þriggja vikna
lokun vegna kulda.
— í »fslendingi« eru tilnefnd þrjú
ráðherraefni líkleg: Klemens, Vig-
urklerkur og Flygenring. Sú stjórn
mundi tæplega eiga nema tvo stuðn-
ingsmenn, einn í Fingeyjarsýslu og
einn á Akureyri.