Dagur - 12.02.1918, Blaðsíða 3
DAOUR.
3
Fjöregg Islendinga.
í stríðsbyrjun hækkuðu flestallir
íslenskir kaupmenn fyrirliggjandi vör-
ur að nauðsynjalausu. Fáum mán-
uðum síðar afrjeð þing og stjórn
að hefja landsverslun. Ekki til að
keppa við kaupmenn, heldur til þess
að bjarga þjóðinni. Sú verslun hefir
farið sívaxandi, af því að kaupmenn
fluttu of litlar vörur og of dýrar.
Jafnvel stærsta verslun landsins, »Kol
og Salt«, varð því nær að hætta,
hafði þó einhvern færasta kaupmann
landsins fyrir framkvæmdarstjóra.
Svipaða sögu er að segja af Stein-
olíufjelaginu. Gömul og voldug
verslun eins og Örum & Wulf vesl-
aðist upp og er nú að liðast
sundur. »
Kaupmanrtaverslunin visnaði þann-
ig, af því að kaupmenn skorti skip
og framsýni til að sælta sig við
skaplegan milliliðsgróða.
Ef þing og stjórn hefði ekkert
aðhafst í verslunarmálinu, hefði það
leitt til:
1. Altof lítilla aðdrátta frá útlönd-
um og almennrar hungursneyðar.
2. Sú vara, sem komið hefði, mundi
hafa verið seld með neyðarverði.
Dýrtíðin hefði þannig orðið enn
átakanlegri.
Hungursneyð fyrir allan þorra
manna, og neyðarkjör fyrir þá,
sem eittlivað hefðu fengið. Auka-
þingið í fyrra sá þetta. Allir flokkar
samþyktu, að stjórnin skyldi kaupa
skip og leigja og tryggja landinu
vörur. Retta hefir stjórnin gert og
tekist að bjarga þjóðinni frá hung-
ursneyð og dregið úr dýrtíðinni,
fram að þessu, þrátt fyrir galla á
fyrirkomulaginu, sem nú er verið
að laga.
Nú heimta kaupmenn höfuð-
staðarins, að þing og stjórn hætti
þessum bjargráðum. Peir stofna
nýjan flokk í þessu skyni. Erindi
þeirra reka þeir J. Rorláksson í Lög-
réttu, Sv. Björnsson í ísafold, Björn
Kr. í Landinu, J. Möller í Vísi, V.
Finsen í Morgunbl. og Jón Stefáns-
son í Norðurl. Sigurður dýralæknir
virðist og hallast á þessa sveif í
blaði sínu. Myndu margir hafa unn-
að honum betra hlutskiftis.
Kaupmenn höfuðstaðarins og
þefrra fylgifiskar stefna að þvf leynt
og Ijóst að fella núverandi stjórn
og fá nýjar kosningar, til að geta
náð yfirtökum í fjármálum landsins.
Takist það, mundi almenningur
skjótt finna, að fjöregg þjóðarinnar
á þessum neyðartímum, landsversl-
unin, hefði verið brotið, til að gefa
fámennri stjett tækifæri til að færa
sjer í nyt bágindi almennings.
Vill þjóðin afhenda fjöregg
sítt?
Glúmur.
„Óstjórnin".
í »Norðurlandi« frá 15. f. m.
birtist grein með ógurlegri yfirskrift,
er hljóðar svona:
»Geffun og landsíjórnin.
Landstjórnin stofnar verksmiðj-
unni i bersýnilegan voða, með því
að selja henni ekki kol i tíma.
. Fjöldi (70) bláfátæks verkafólks
sviftur fastri atvinnu að nauðsynja-
lausu.
Almenningi hjer norðanlands fyr-
irmunað að vinna utan á sig nauð-
synlegasta fatnað, til að skýla nekt
sinni í gaddhörkunum, sem nú hel-
taka alt.«
Misjafnir eru nú dómar mann-
anna. Sumir mektarmenn hjer í
bænum, bæði í og utan bæjarstjórn-
•ar, hafa haldið því fram, að dýr-
tíðarráðstafanir væru óþarfar, af því
að engin neyð væri í bær.um. En
Norðurl. upplýsir, að allur almenn-
ingur, ekki aðeins á Akureyri held-
ur öllu Norðurlandi, gangi nú ber-
______
strípaður og hafi ekkert að hylja
nekt sína með í gaddhörkunum,
sem heltaka alt, af því að »Gefjun«
hafði verið lokuð nokkra daga.
Hvað er nú rjett? Er engin neyð
á ferðinni, eða er neyðin svona af-
skapleg eins og Nl. segir?
Sama blað fullyrðir, að 70 blá-
fátækir verkamenn hafi verið sviftir
atvinnu við Iokunina. 27 menn alls,
bæði unglingar og fullorðnir, hafa
unnið við verksmiðjuna, en Nl. fær
út hærri töluna með því að telja
með öll börn og skyldmenni þeirra,
sem atvinnu höfðu, Jeg sá í gær
drenghnokka á 3. ári. Hann sat á
gólfinu, nagaði kringlubita og. var
að hjala við sjálfan sig. Jeg veitti
snáðanum litla eftirtekt í fyrstu, en
þegar eg heyrði, að haun væri ná-
frændi eins þeirra 10 unglinga, sem
unnu í verksmiðjunni, vissi jeg, að
hann var hvorki meira nje minna
en einn af þeim 70, sem Nl. talar
um, bláfátækur verkamaður, sviftur
atvinnu fyrir glópsku landstjórnar-
innar, »óstjórnarveturinn mikla«.Mjer
varð þungt í skapi er jeg hugsaði
um óstjórnina, en »verkamaðurinn«
bláfátaéki virtist taka öllu með mesta
jafnaðargeði og át kringluna eins
og ekkert hefði í skorist.
Stjórnin eða landsverslunin hafði
vanrækt að senda kol til Gefjunar
og barði við rúmleysi í s/s »Wille-
moes« En afglög »óstjórnarinnar«
ríða ekki við einteyming, og nú
kemur höfuðhneykslið, sem Norðl.
skýrir líka frá hispurslaust. Með
sama skipi sendi stjórnin samt sem
áður kol til eins borgara hjer í bæn-
um. Blaðið getur nú ekki um, að
þessi borgari var eigandi hins eina
brauðgerðarhúss, sem fram að þess-
um tíma hefir verið starfrækt í bæn-
um. Enda átti ekki við að taka þetta
fram eins og nú stóðu sakir. Ef
kolin aftur á mót hefðu komið til
Gefjunarj en ekki til brauðgerðar-
hússins, þá hefði átt vel við, að í
Nl. hefði komið grein með siórri